Monday, May 24, 2010

Ahhhh núna þurfið þið að krossa fingur með mér.....
Lagði inn umsókn um starfsleyfi í dag 6 vikur frá því að ég kem heim frá Florida og þar til um miðjan desember. Kæmi heim fyrir jól, nema Katla vakni og haldi flugumferðinni í heljargreipum eins og Eyjafjallajökull hefur gert hingað til.

Styttist í Barcelonaferð okkar systkinanna, ég og Maggi doing Barcelona, borða gott, drekka gott og ætli við gætum ekki komið eins og einni eða tveim skoðunarferðum við á milli bara auðvitað. Síðan taka tónleikar með Green day í Gautaborg við og Helga Dís komin í hópinn.

Halvvättern verður síðan hjólaður 13. júní, hjólaði 89 km í gær og það gekk svona líka glimrandi vel, er eiginlega farin að hlakka til að ljúka þessu af.

kram

Saturday, May 15, 2010

Já komiði sæl og blessuð
Er komin með ansi slæma ferðabakteríu. Er mikið að spá í að skella mér til útlanda og vinna, við hvað i dont care, jafnvel að kenna ensku. Er að spá í spænskutalandi landi og reyna að læra meiri spænsku, geta notað spænskuna af viti í einhvern tíma svo hún festist, hvað segið þið um það. Segi eins og ég sagði við foreldra mína þið hafið nú ekki mikið um það að segja.
Skoðaði þessa heimasíðu áðan og bað þau um að senda mér bækling í tölvupósti. Ætla síðan að kíkja á þetta í rólegheitum og taka ákvörðun. Gerist nú líklega ekki fyrir nóvember, of mikið að gera hjá mér fram að því og fyrir utan að ég fengi ekki frí frá vinnunni í sumar. Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi?
Í dag á nafni minn afmæli 8 ára, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, í gær voru liðin 7 ár frá því að ég flutti til Karlskrona, orðnir ansi langir 6 mánuðir eða hvað?
Spurning um að koma sér í háttinn og hætta þessu tölvuveseni
kram

Sunday, April 25, 2010

Er byrjuð að læra spænsku, keypti cd/bók þannig að ég hlusta er með bókina fyrir framan mig og endurtek ekkert smá gaman. Eitthvað varð jú að taka við þegar barnakúrsinn var búinn. Á ferðalaginu náði maður alltaf fleiri og fleiri orðum og ég ákvað að ég vildi læra tungumálið og þar sem ég vinn á öllum tímum sólarhringsins ákvað ég að kenna mér það sjálf=)

Fór út að hjóla í 3 klst í gær á nýja hjólinu, brekkurnar voru minnsta mál. Byrjuð að ná því hvernig gírarnir virka. Gekk barasta mjög vel, plataði meira að segja Hrafnhildi með mér í smá tíma. Fylgi áætlun sem ég fékk hjá einkaþjálfaranum mínum. Coolt að segja my pt eller hur?

Bara aðeins að láta ykkur vita af mér
kram

Monday, April 12, 2010

Fór út að hjóla á nýja hjólinu áðan. Gekk barasta ágætlega, ég datt allavega ekki og það er jú alltaf góðs viti. Var reyndar bara úti í 30 mín en hugsa að það sé ágætt að byrja rólega og læra á hjólið. Hef aldrei áður hjólað á hjóli með hrútastýri, hvað þá hjóli sem er með gírana í bremsunum. Og eigum við að ræða hvað hnakkurinn er óþægilegur, var ekki í hjólabuxunum- hefði betur gert það held ég.

Styttist í að ég hjóli halvvättern, 13 júní, 150 km. Er komin með einkaþjálfara sem ætlar að hjálpa mér að æfa og borða rétt fyrir þetta. Eftir 120 km hjólatúrinn í fyrra var ég svöng í 4 daga, ekki gott, var þá að brenna vöðvum ekki fitu eins og maður á að gera.
Er að bíða eftir matar og æfingaáætlun frá henni, hlakka svo til að sjá það, fæ það í seinasta lagi á morgun.

kram

Saturday, March 27, 2010


NÝJA FÍNA HJÓLIÐ MITT
Hvernig líst ykkur á gripinn, sést á því hvað ég á eftir að hjóla hratt eða hvað....
Þurfti að taka afturdekkið af til að koma því inn í bílinn minn og þarf aðeins aðstoð við að fá það til að sitja rétt en Josefin ætlar að kíkja til mín í kvöld og redda því. Keypti hjólaskó í leiðinni og fékk pedalana í kaupbæti. Haldiði ekki að ég hafi verið svo heppin að fá einmitt annað fínt par af glitrandi ballerínuskóm fyrir pedalapeningana=) Maggi I'm gonna outshine you in Barcelonas nightlife....
Í dag er spin of hope 12 klst spinning til styrktar barncancerfonden. Við vorum 12 í vinnunni sem vorum búin að setja saman hjólateymi en ein er lasin þannig að yourstruly bauðst til þess að spinna x2.
Komin með próf í svæfingum barna frá háskólanum í Lundi, kúrsnum lauk síðasta fimmtudag með prófi sem I passed with flying colors=)
Mamma, Rúna (my twister) og Jónas Sigurður voru hjá mér í nokkra daga, ekkert smá notalegt. Þó ég hafi ekki hitt drenginn síðan hann var 6 mánaða var hann fljótur að læra að Anna Dóra er best. Við dönsuðum við uppáhaldslögin mín I gotta feeling og Sexy bitch og ég get lofað ykkur að það er taktur í drengnum.
Best að gera mig ready fyrir fyrstu spinningátökin, fyrri tíminn verður spinnað við rokktónlist og seinna tímann verður spinnað við topplistann. Fæ reyndar klst pásu milli tímanna þannig að no worries ég á ekki eftir að ofreyna mig.
kram

Thursday, March 04, 2010

Er í eyðslustuði....
Bókaði áðan ferð til Barcelona. Ég og Maggi ætlum að skella okkur til Barcelona 1-4.júní, skoða okkur um, borða góðan mat, drekka gott vín (ég allavegana) og reyna að tala spænsku. Ég ætla nefnilega að fara að byrja að læra spænsku og lít á þessa spánarferð okkar sem fullkomið tækifæri til að prófa það sem ég hef lært-ekki satt. Eftir Barcelona ætlum við að hitta Helgu Dís á Kastrup og fara öll saman til Gautaborgar því við eigum miða á Green day tónleika 5.júní, ég hlakka ekkert smá til. Þetta verður engin smá skemmtileg byrjun á góðu sumri eða hvað haldið þið?

Thursday, February 25, 2010

Vá hvad tad er gaman í skólanum. Kannski af tví ad madur er ad laera eitthvad sem madur hefur áhuga á. Fyrsta vikan af fimm búin. Ekkert smá áhugaverdir fyrirlestrar. Verkefnavinna heima á morgun, get ekki lýst tví hvad ég hlakka til ad fá ad sofa út. Tad eru frekar langir dagar tegar ég fer í skólann. Vakna 4:45, tek lestina 5:30, skólinn byrjar 9:15-15:45 er reyndar búin ad vera heppin tessa vikuna, höfum verid búin rúmlega 15 tannig ad ég hef nád lestinni heim 15:40 og er komin heim 18:15, semsagt mjög langir dagar. Planid er ad lesa í lestinni á leidinni heim.
Tad besta vid skólann er ad ég fékk leyfi frá vinnunni, tannig ad ég hef ekki turft ad standa í ad skipta vöktum, deildarstjórinn hefur séd um tad fyrir mig. Vona ad tessi kúrs leidi til launahaekkunar;)
Bidst afsökunar á ad tad vanti íslenska stafi, er nefnilega í nýju tölvunni minni og er ekki búin ad stilla inn íslenskt lyklabord.

Friday, February 19, 2010

Þá er maður orðinn skólastelpa aftur=) Byrja á mánudaginn að læra um að svæfa börn við háskólann í Lundi, júbb maður er bara eins og viss Georg Bjarnfreðarson, lærir við námssetrið í Lundi. Efast nú samt að ég ætli að næla mér í 5 háskólagráður, læt mér nægja þennan kúrs, í bili allavega. Kúrsinn er 5 vikur þannig að ég vinn nær eingöngu um helgar næstu 5 vikurnar, tek reyndar mínar vaktir ef ég þarf ekki að mæta í skólann, annars fer helgin í það að redda vöktunum mínum, sækja um námsstyrk og frí þá daga sem ég þarf að redda.

Búin að panta nokkrar bækur, ætla í bókabúðina og ath hvort aðalbókin sé til þar og svo að kaupa nýja tölvu. Æjæj að komast inn í skólann, þá verð ég að drífa í að kaupa tölvu;-)

Næturvaktahelgi sem bíður
kram

Wednesday, February 10, 2010

Garg hvað tölvan mín er leiðinleg, hugsa að það sé kominn tími á að kaupa nýja. Hún er seig, hægfara, frýs, þreytt á morgnana (eins og eigandinn reyndar). Get ekki sagt að hún sé gömul, keypti hana 2004 (er kannski gamalt í tölvuárum).
Var með smá fyrirlestur og myndasýningu í vinnunni í morgun frá ferðinni minni og það tók 35 mín áður en við fengum í gang tölvuna mína og skjávarpann, sem þýddi að ég hafði 25 mín til að sýna smá slideshow og tala hratt, ekki hægt að stoppa og útskýra neitt. Bara að babbla og láta myndirnar segja sitt.
Ef þið getið mælt með alvöru tölvu tek ég þakklát á móti ábendingum.

kram

Sunday, January 31, 2010

Hæ hæ komin heim í kuldann. Ferðin var æðisleg.
Vildi deila þessu myndbandi með ykkur. Þetta er tekið í apagarði í Banos Ecuador. Aparnir þar hafa ýmist verið gæludýr eða búið í cirkus og svo er búið að bjarga þeim. Þetta var æðisleg upplifun eins og þið sem eruð á fésinu hafið kannski séð á myndunum mínum. Takið sérstaklega eftir dömunum í byrjun myndbandsins ;-)

Kram
Doris

Thursday, November 26, 2009

Einhver sem vill update á íslensku?
Galapagos var bara geggjad, vill gjarnan fara aftur tangad og sja meira. Tetta var versta lúxussiglingin, teir trifu herbergin 4x a dag. 3ja retta máltíd á kvoldin og nog ad gera á daginn.
Myndir á resedagboken.se alias jessicadoris.
Erum nuna í Baños í Ecuador, erum á leidinni í 2ja daga frumskógarferd (jungle tour) á morgun. Komumst ekki naer amazonen en tetta tannig ad audvitad gripum vid taekifaerid.

Annars er allt gott ad fretta af okkur, vid búum í staerri rútunni erum 27 pers. Ekki enn sofid tar en tad hlýtur ad koma ad tví.

Fylgjist annars med á resedagboken
kram

Thursday, November 12, 2009

TOMORROW TOMORROW ÆVINTÝRIÐ HEFST TOMORROW

Já ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, í augnablikinu finnst mér allt svo óraunverulegt. Við erum búnar að tala um að okkur langi að fara í þetta ferðalag síðan við vorum í Ástralíu, við bókuðum ferðina í mars og svo hefur maður unnið og hugsað í nóvember kemur að þessu og það er Á MORGUN!!!! Efast um að ég eigi eftir að fatta að það sé allt að gerast fyrr en ég er sest upp í flugvélina og er á leiðinni til Ecuador.
Munið eftir að fylgjast með okkur á resedagboken.se
ætla að halda áfram að undirbúa mig, síðasta vaktin í kvöld, hugsa að ég verði líkamlega til staðar, hugurinn hann verður langt í burtu...
puss o kram

Tuesday, November 03, 2009

10 dagar í að ævintýrið byrji og vitiði hvað? Ég er ekki alveg að fatta að það sé að koma að þessu, ælti það gerist ekki bara í flugvélinni. Þegar ég byrjaði að telja niður voru 55 dagar í brottför og núna er þetta allt að gerast. Á bara eftir að vinna 6 vaktir og ein þeirra er í nótt.

Þó svo að mitt ævintýri sé ekki byrjað, byrjaði það í gærkvöldi hjá "litla" frænda mínum, Magnús Þór er orðinn pabbi, hann og Rakel eignuðust litla prinsessu.

kram

Sunday, October 25, 2009

Hæ hæ vildi bara láta ykkur vita að við erum búnar að virkja aftur ferðadagbókina okkar. Þetta er sama síða og við skrifuðum á þegar við vorum í Ástralíu, bara komið nýtt nafn.
www.resedagboken.se og svo snabbsök eftir alias, jessicadoris þá komið þið inn á síðuna okkar.
Las á laugardaginn ferðasöguna frá Ástralíu og vá hvað það vöknuðu margar skemmtilegar og góðar minningar.

Annars er ég víst orðin árinu eldri síðan ég skrifaði síðast, finnst ég hvorki eldri né vitrari, ætli það þýði að ég sé ennþá 31?
Er líka búin að láta bólusetja mig fyrir svíninu, nú á ég bara eftir að klára seinni skammtinn af kólerubóluefninu og þegar hann er klár eru allar bólusetningar klárar og ég búin að gera allt sem ég get til að vernda mig gegn hinum ýmsu sjúkdómum.

nöff nöff

Wednesday, October 14, 2009

Ótrúlegt en satt þá er bara mánuður í brottför. Á þessum tíma eftir mánuð erum við á Arlanda og nýbúnar að kynnast þeim sem fara með okkur til Galapagos. Loksins að maður er farinn að sjá ljósið við enda gangnanna og kominn með þá tilfinningu að það var þess virði að vinna í allt sumar og ég fæ sumarfrí =)

Annars er allt gott að frétta, ég er búin að missa 15 kg síðan ég byrjaði að æfa í janúar, þokkalega stolt af sjálfri mér=)

kram
Doris

Sunday, October 04, 2009

Allt byrjar skríða saman fyrir ferðina, 41 dagur í brottför. Josefinan mín ætlar að sjá um póst, blóm og fjárhag fyrir mig, vill ekki alveg vera að standa í bankaviðskiptum þar;-)
Einn félagi minn mælti með myndavél fyrir mig, ég veit ég á mjög fína og flotta og góða myndavél og það er það sem er vandamálið. Þessi sem hann mælti með er minni en mín og það er það sem ég vill. Með mína stóru myndavél er ég í rauninni bara að biðja um að láta ræna mig og ég vil það ekki.

Well vildi bara keep u informed um það sem er um að ske.
kram

Monday, September 28, 2009

Jæja þá er allt á fullu í undirbúningi fyrir ferðalagið, "bara" 47 dagar til stefnu=)
Búin að kaupa extra ferðatryggingu, láta bólusetja mig, panta flug og gistingu í Stokkhólmi daginn fyrir brottför (það var ekkert flug á laugardeginum), kaupa mér gönguskó og regngalla (takk fyrir afmælisgjöfina family), á í rauninni bara eftir að kaupa gjaldeyri.

Helgin var æðisleg, hitti stelpurnar mínar Caroline og Jessica, við byrjuðum í Växjö á föstudaginn og fórum í krabbaveislu/kräftskiva með familjen Englund. Fórum svo í spa í Ronneby og komum svo hingað heim til mín og elduðum saman áður en við skelltum okkur út á lífið.

Við ætlum að vera með ferðadagbók eins og þegar við vorum í Ástralíu, verðum líklega með sama nafn (ég man ekki hvað það var en Jessica kann það) bara svona ef þið viljið fylgjast með ferðinni okkar.

kram

Friday, September 18, 2009

GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS.....
Nei vildi bara segja ykkur að við förum þangað =) Þeir hringdu frá fyrirtækinu í dag og VIÐ KOMUMST MEÐ.
Ég er svo glöð, brosið nær allan hringinn og gott betur.
Ætla út og hlaupa einn hring, aðeins að reyna að ná mér niður, get ekki gert vinnufélögunum það að koma jafn speeduð og ég er núna á næturvaktina eða get ég það.....


GALAPAGOS HERE WE COME

Wednesday, September 09, 2009

JEIIIIIIIIII
Við tókum last minute ákvörðun og ákáðum að skella okkur til Galapagos =) það er dýrt að fara þangað, sama hvenær maður gerir það!!
Ég hringdi í fyrirtækið í morgun og þeir ætla að bóka ferðina fyrir okkur, eins gott að þeim takist það því við erum búnar að borga. Og ég get ekki hætt að brosa.
Þetta þýðir að við förum 14. nóv og komum síðan heim 20. jan. Ferðin lengist um tæpa viku. 9 vikur á ferðalagi ahhhh hvað ég hlakka til.
Við verðum líklegast með ferðadagbók á netinu til þess að leyfa öllum að fylgast með ferðalaginu, eitthvað svipað og þegar við vorum í Ástralíu=)
Eins gott að þið hittið mig ekki í augnablikinu, ég get ekki þurrkað glottið af andlitinu á mér, enda engin ástæða til þess, ég er svo hamingjusöm.
kram

Monday, September 07, 2009

Fór í siglingu um helgina, vinur minn á 40 feta seglbát. Við vorum 6 og sigldum til Karön fyrir utan Ronneby. Ég var pínu sjóveik á leiðinni þangað, frekar mikill öldugangur, á leiðinni heim í gær var svo fullkomið veður til að sigla, ég hafði reyndar tekið sjóveikitöflu og veit ekki hvort ég hefði orðið sjóveik ef ég hefði ekki tekið hana en af hverju að taka sénsinn. Þó svo að þetta hafi verið stutt sigling var engu að síður öldugangur í höfðinu á mér í gær. Ég hlýt að vera hænuhaus þegar það kemur að sjó, ég þarf ekki nema hálftíma á sjónum og er með öldugang í höfðinu í marga klukkutíma á eftir.
Var að klára að borga s-ameríku ferðina í morgun, nú er ekki aftur snúið=) var í sambandi við fyrirtækið í síðustu viku og við erum 35 sem erum búin að skrá okkur í ferðina=)

puss o kram