Hahahaha
Voruð þið búin að sjá Will Farell í þessarri ógeðslega fyndnu stuttmynd. Ég grét úr hlátrí, ok maður á kannski ekki að kenna litlum börnum svona "fín" orð en útkoman er bara fyndin.
Ekkert nýtt annars, var í morgun í fyrsta skipti með gjörgæslusjúkling í súrefniskútnum, gekk barasta vel, ég svæfði viðkomandi fyrr í vikunni og það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið hressari hann er í dag, átti ekki alveg von á því.
Ha det bra
Anna Dóra
Friday, April 27, 2007
Sunday, April 22, 2007
Ég lofaði víst að segja ykur frá æfingunni svo hér kemur gróft rapport annars yrði þetta alltof langt, það verður langt rapport engu að síður.
Þetta var bara gaman. Þriðjudeginum eyddum við í að læra að rata um bátinn, við erum að tala um 7 hæðir, einnig prófuðum við að kúturinn virkaði og að allir gætu "kafað" athuguðum hvort klóið og sturtan virkuðu undir þrýstingi, ekki gaman að vera með 30 manns innilokaða í sólarhring án klósetts. Við erum að tala um hrottalega stórann kút, 4 kútar í einum. Okkur var skipt upp í 2 teymi og svo unnum við 4 klst vaktir og hvíldum okkur í 4 tíma. Ef þetta hefði verið í alvörunni hefði maður fengið að vera inni í kútnum allan tímann.
Miðvikudagurinn var svo stóri dagurinn. Það var safnast saman undir þyrlulendingarstaðnum og við fengum fréttirnar, kafbátur hafði sokkið og við erum á leið að bjarga 28 manna áhöfn. Við notuðum URF (ubåtsräddningsfartyg= lítill kafbátur sem leggst utaná kafbátinn sem á að bjarga svo áhöfnin geti farið á milli) URF er síðan tekinn um borð í skipið og festur á þartilgerðan hólk og áhöfnin klifrar niður í súrefnisklefann. Við tókum á móti áhöfninni og athuguðum áverka og annað og forgangsröðuðum hvert þau ættu að fara (það er ein sjúkrastofa fyrir 2 sem eru mest skaðaðir). Ég var í sjúkrastofunni og var með 2 sjúklinga. Þar sem þetta var æfing var nú ekki annað hægt en að láta margt gerast, enda stoppuðu sjúklingarnir ekki lengi í sjúkrastofunni því alltaf varð einhver annar veikari og þurfti á plássinu að halda. Svo til að gera allt skemmtilegra fékk einn af starfsmönnunum brjóstverki og líklegast hjartaáfall þannig að það var ákveðið að flytja hann með þyrlu á næsta sjúkrahús (allt í plati að sjálfsögðu) þannig að þegar hann kom út úr kútunum var hann spenntur á sjóbörur og svo fengu 4-5 sterkir hermenn að bera hann upp í sjúkrastofu bátsins (4-5 hæðir, þröngir gangar og brattar tröppur) og þar hættum við. Þannig hélt æfingin áfram allan tímann eitthvað nýtt sem gerðist og við þurftum að endurskipuleggja forgangsröðunina.
Læknirinn sem skipulagði æfinguna var mjög ánægður með okkur, fannst við virkileg fagleg í öllum okkar vinnubrögðum (alltaf gaman að heyra það). Eins og ég sagði þá var þetta bara gaman, Krister hin svæfingahjúkkan sem var með mér var með myndavél þannig að ég sé til hvort ég geti sett inn einhverjar myndir hérna við tækifæri.
Við fengum að klifra niður í URF á mánudeginum og omg hvað þetta er þröngt, en ég hugsa að manni sé svo sem sama um smá þrengsli þegar maður hefur lifað af kafbátaslysið, hvað haldið þið.
Hjálp hvað þetta varð langt hjá mér, vona að þið skiljið eitthvað af þessu, annars er bara að hafa samband.
pussiluss
Þetta var bara gaman. Þriðjudeginum eyddum við í að læra að rata um bátinn, við erum að tala um 7 hæðir, einnig prófuðum við að kúturinn virkaði og að allir gætu "kafað" athuguðum hvort klóið og sturtan virkuðu undir þrýstingi, ekki gaman að vera með 30 manns innilokaða í sólarhring án klósetts. Við erum að tala um hrottalega stórann kút, 4 kútar í einum. Okkur var skipt upp í 2 teymi og svo unnum við 4 klst vaktir og hvíldum okkur í 4 tíma. Ef þetta hefði verið í alvörunni hefði maður fengið að vera inni í kútnum allan tímann.
Miðvikudagurinn var svo stóri dagurinn. Það var safnast saman undir þyrlulendingarstaðnum og við fengum fréttirnar, kafbátur hafði sokkið og við erum á leið að bjarga 28 manna áhöfn. Við notuðum URF (ubåtsräddningsfartyg= lítill kafbátur sem leggst utaná kafbátinn sem á að bjarga svo áhöfnin geti farið á milli) URF er síðan tekinn um borð í skipið og festur á þartilgerðan hólk og áhöfnin klifrar niður í súrefnisklefann. Við tókum á móti áhöfninni og athuguðum áverka og annað og forgangsröðuðum hvert þau ættu að fara (það er ein sjúkrastofa fyrir 2 sem eru mest skaðaðir). Ég var í sjúkrastofunni og var með 2 sjúklinga. Þar sem þetta var æfing var nú ekki annað hægt en að láta margt gerast, enda stoppuðu sjúklingarnir ekki lengi í sjúkrastofunni því alltaf varð einhver annar veikari og þurfti á plássinu að halda. Svo til að gera allt skemmtilegra fékk einn af starfsmönnunum brjóstverki og líklegast hjartaáfall þannig að það var ákveðið að flytja hann með þyrlu á næsta sjúkrahús (allt í plati að sjálfsögðu) þannig að þegar hann kom út úr kútunum var hann spenntur á sjóbörur og svo fengu 4-5 sterkir hermenn að bera hann upp í sjúkrastofu bátsins (4-5 hæðir, þröngir gangar og brattar tröppur) og þar hættum við. Þannig hélt æfingin áfram allan tímann eitthvað nýtt sem gerðist og við þurftum að endurskipuleggja forgangsröðunina.
Læknirinn sem skipulagði æfinguna var mjög ánægður með okkur, fannst við virkileg fagleg í öllum okkar vinnubrögðum (alltaf gaman að heyra það). Eins og ég sagði þá var þetta bara gaman, Krister hin svæfingahjúkkan sem var með mér var með myndavél þannig að ég sé til hvort ég geti sett inn einhverjar myndir hérna við tækifæri.
Við fengum að klifra niður í URF á mánudeginum og omg hvað þetta er þröngt, en ég hugsa að manni sé svo sem sama um smá þrengsli þegar maður hefur lifað af kafbátaslysið, hvað haldið þið.
Hjálp hvað þetta varð langt hjá mér, vona að þið skiljið eitthvað af þessu, annars er bara að hafa samband.
pussiluss
Sunday, April 15, 2007
Í sól og sumaryl......
Vorið hefur heldur betur minnt á sig þessa helgina, sólskin og 20°C, bara að njóta þess meðan á því stendur því þegar líður á vikuna tekur hið hefðbundna aprílveður með 10°C við. Í gær var markmiðið að sýna leggina, hvert sem maður leit var fólk í stuttbuxum, misstuttum reyndar en flestir reyndu að sýna smá leggi. Mér fannst ég frekar útúr í venjulegum gallabuxum. Var að hugsa um að bæta úr því í dag, skella mér í pils, kaupa blaðið og finna mér einhvern fínan stað til að sitja á og njóta vorsins.
Vissi annars að það myndi borga sig að fara að vinna í súrefniskútnum, af hverju? Jú ég fæ að vera með á kafbátaæfingu núna þriðjudag og miðvikudag JEI, við verðum umborð í risabát (ælta að kaupa aukabyrgðir af sjóveikityggjói, verð ekki þreytt af því) og erum tilstaðar ef eitthvað skyldi gerast. Þokkalega svalt. Segi ykkur betur frá því í næsta innleggi.
Ætla að skella mér út í sólina
Kveðja
Anna Dóra
Vorið hefur heldur betur minnt á sig þessa helgina, sólskin og 20°C, bara að njóta þess meðan á því stendur því þegar líður á vikuna tekur hið hefðbundna aprílveður með 10°C við. Í gær var markmiðið að sýna leggina, hvert sem maður leit var fólk í stuttbuxum, misstuttum reyndar en flestir reyndu að sýna smá leggi. Mér fannst ég frekar útúr í venjulegum gallabuxum. Var að hugsa um að bæta úr því í dag, skella mér í pils, kaupa blaðið og finna mér einhvern fínan stað til að sitja á og njóta vorsins.
Vissi annars að það myndi borga sig að fara að vinna í súrefniskútnum, af hverju? Jú ég fæ að vera með á kafbátaæfingu núna þriðjudag og miðvikudag JEI, við verðum umborð í risabát (ælta að kaupa aukabyrgðir af sjóveikityggjói, verð ekki þreytt af því) og erum tilstaðar ef eitthvað skyldi gerast. Þokkalega svalt. Segi ykkur betur frá því í næsta innleggi.
Ætla að skella mér út í sólina
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, April 12, 2007
Sunday, April 08, 2007
Monday, April 02, 2007
Var einhver annar en ég sem hljóp apríl í gær?
Jessica hræddi mig ansi skemmtilega í gærmorgun með því að spyrja hvort ég væri búin að skila inn skattskýrslunni!! Nei svara ég "þú verður að vera búin að skila henni fyrir þriðjudag" fæ ég þá, ég byrja að segja að ég hafi nú ekki fengið neitt bréf frá skattinum og þurfi nú barasta að hringja á morgun (lesist í dag) og redda þessu. Þá gat hún ekki haldið sér lengur og hrópaði 1.apríl. Hún má nú eiga það stelpan að þetta var frekar gott aprílgabb.
Heyrði annars einn góðan í gær. Það var gamla parið á áttræðisaldri sem ákvað eitt föstudagskvöldið að láta vel að hvort öðru. Eitthvað átti nú sá gamli erfitt með að fá hann upp en datt það snjallræðið í hug að nota skóhorn sér til aðstoðar. Jú það gekk vonum framar. Í miðjum klíðum heyrist svo í öðrum eggjastokknum "jæja þetta er víst í síðasta skipti sem hann kemur í heimsókn" nú svarar hinn "já sérðu ekki hann kom inn á börum"................
Frekar góður þessi
Deilið nú með mér hvort þið hafið látið gabbast í gær, ekkert til að skammast sín yfir
puss o kram
Doris
Jessica hræddi mig ansi skemmtilega í gærmorgun með því að spyrja hvort ég væri búin að skila inn skattskýrslunni!! Nei svara ég "þú verður að vera búin að skila henni fyrir þriðjudag" fæ ég þá, ég byrja að segja að ég hafi nú ekki fengið neitt bréf frá skattinum og þurfi nú barasta að hringja á morgun (lesist í dag) og redda þessu. Þá gat hún ekki haldið sér lengur og hrópaði 1.apríl. Hún má nú eiga það stelpan að þetta var frekar gott aprílgabb.
Heyrði annars einn góðan í gær. Það var gamla parið á áttræðisaldri sem ákvað eitt föstudagskvöldið að láta vel að hvort öðru. Eitthvað átti nú sá gamli erfitt með að fá hann upp en datt það snjallræðið í hug að nota skóhorn sér til aðstoðar. Jú það gekk vonum framar. Í miðjum klíðum heyrist svo í öðrum eggjastokknum "jæja þetta er víst í síðasta skipti sem hann kemur í heimsókn" nú svarar hinn "já sérðu ekki hann kom inn á börum"................
Frekar góður þessi
Deilið nú með mér hvort þið hafið látið gabbast í gær, ekkert til að skammast sín yfir
puss o kram
Doris
Subscribe to:
Posts (Atom)