Sunday, April 22, 2007

Ég lofaði víst að segja ykur frá æfingunni svo hér kemur gróft rapport annars yrði þetta alltof langt, það verður langt rapport engu að síður.

Þetta var bara gaman. Þriðjudeginum eyddum við í að læra að rata um bátinn, við erum að tala um 7 hæðir, einnig prófuðum við að kúturinn virkaði og að allir gætu "kafað" athuguðum hvort klóið og sturtan virkuðu undir þrýstingi, ekki gaman að vera með 30 manns innilokaða í sólarhring án klósetts. Við erum að tala um hrottalega stórann kút, 4 kútar í einum. Okkur var skipt upp í 2 teymi og svo unnum við 4 klst vaktir og hvíldum okkur í 4 tíma. Ef þetta hefði verið í alvörunni hefði maður fengið að vera inni í kútnum allan tímann.
Miðvikudagurinn var svo stóri dagurinn. Það var safnast saman undir þyrlulendingarstaðnum og við fengum fréttirnar, kafbátur hafði sokkið og við erum á leið að bjarga 28 manna áhöfn. Við notuðum URF (ubåtsräddningsfartyg= lítill kafbátur sem leggst utaná kafbátinn sem á að bjarga svo áhöfnin geti farið á milli) URF er síðan tekinn um borð í skipið og festur á þartilgerðan hólk og áhöfnin klifrar niður í súrefnisklefann. Við tókum á móti áhöfninni og athuguðum áverka og annað og forgangsröðuðum hvert þau ættu að fara (það er ein sjúkrastofa fyrir 2 sem eru mest skaðaðir). Ég var í sjúkrastofunni og var með 2 sjúklinga. Þar sem þetta var æfing var nú ekki annað hægt en að láta margt gerast, enda stoppuðu sjúklingarnir ekki lengi í sjúkrastofunni því alltaf varð einhver annar veikari og þurfti á plássinu að halda. Svo til að gera allt skemmtilegra fékk einn af starfsmönnunum brjóstverki og líklegast hjartaáfall þannig að það var ákveðið að flytja hann með þyrlu á næsta sjúkrahús (allt í plati að sjálfsögðu) þannig að þegar hann kom út úr kútunum var hann spenntur á sjóbörur og svo fengu 4-5 sterkir hermenn að bera hann upp í sjúkrastofu bátsins (4-5 hæðir, þröngir gangar og brattar tröppur) og þar hættum við. Þannig hélt æfingin áfram allan tímann eitthvað nýtt sem gerðist og við þurftum að endurskipuleggja forgangsröðunina.
Læknirinn sem skipulagði æfinguna var mjög ánægður með okkur, fannst við virkileg fagleg í öllum okkar vinnubrögðum (alltaf gaman að heyra það). Eins og ég sagði þá var þetta bara gaman, Krister hin svæfingahjúkkan sem var með mér var með myndavél þannig að ég sé til hvort ég geti sett inn einhverjar myndir hérna við tækifæri.

Við fengum að klifra niður í URF á mánudeginum og omg hvað þetta er þröngt, en ég hugsa að manni sé svo sem sama um smá þrengsli þegar maður hefur lifað af kafbátaslysið, hvað haldið þið.

Hjálp hvað þetta varð langt hjá mér, vona að þið skiljið eitthvað af þessu, annars er bara að hafa samband.
pussiluss

No comments: