Í sól og sumaryl......
Vorið hefur heldur betur minnt á sig þessa helgina, sólskin og 20°C, bara að njóta þess meðan á því stendur því þegar líður á vikuna tekur hið hefðbundna aprílveður með 10°C við. Í gær var markmiðið að sýna leggina, hvert sem maður leit var fólk í stuttbuxum, misstuttum reyndar en flestir reyndu að sýna smá leggi. Mér fannst ég frekar útúr í venjulegum gallabuxum. Var að hugsa um að bæta úr því í dag, skella mér í pils, kaupa blaðið og finna mér einhvern fínan stað til að sitja á og njóta vorsins.
Vissi annars að það myndi borga sig að fara að vinna í súrefniskútnum, af hverju? Jú ég fæ að vera með á kafbátaæfingu núna þriðjudag og miðvikudag JEI, við verðum umborð í risabát (ælta að kaupa aukabyrgðir af sjóveikityggjói, verð ekki þreytt af því) og erum tilstaðar ef eitthvað skyldi gerast. Þokkalega svalt. Segi ykkur betur frá því í næsta innleggi.
Ætla að skella mér út í sólina
Kveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment