Þá er Eurovision lokið þetta árið. Af hverju er það að maður segir eftir hverja keppni "nei þetta gengur ekki lengur ég ætla ekki að fylgjast með þessu á næsta ári" hvað gerist svo jú ég safnaði saman hóp af stelpum og við skemmtum okkur ágætlega yfir keppninni í gærkvöldi. Við veifuðum með sænska og íslenska fánanum (Ísland átti jú að vera með, varð svolítið sár þegar ég las á mbl að Eiki beib hefði verið 14 stigum frá úrslitakeppninni) Fyrir utan Svíþjóð (að sjálfsögðu) var Úkraína í uppáhaldi hjá okkur lalalalalalalalala þokkalegt sem þetta lag verður spilað á diskóum í sumar. Gaman að sjá á mbl að við fengum fullt hús stiga frá frændum okkar, Svíum, Norðmönnum og Finnum og 10 stig frá Dönum=)
Á þessum tíma á morgun verð ég að reyna að koma mér vel fyrir í flugvélinni, vonast eftir meðvind svo ég komist fyrr heim. Á föstudaginn höldum við svo áfram á vit ævintýranna, vá hvað ég hlakka til.
Btw ég náði sjúkrabílaprófinu, tók það eftir vinnu í gær=)
Sjáumst á morgun
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment