Saturday, May 05, 2007
Vá hvað það var gaman í gær. Við vorum með vinnupartý í gær, kveðjupartý fyrir nokkra eru hætt að vinna hjá okkur. Ég sló víst í gegn þegar ég kom hlaupandi inn undir sírenuvæli sem einn vinnufélaginn (hann komst því miður ekki og einhver varð að taka á móti gjöfinni hans) fólk átti að reyna að giska á hver ég væri og það var víst ekki erfitt. Ég sagði bara uppáhaldsfrasann hans, að þau vildu bara líkama minn en það væri allt í lagi því það væri nóg til handa öllum;-)
Við fórum svo nokkur áfram niður í bæ, Jessica var með bílinn minn í láni og sótti okkur, veit ekki hvort ég þori að segja frá því en við vorum 7 sem klemmdum okkur inn í bílinn minn, geri aðrir betur. Af því að við fórum niður í bæ varð ekkert úr eftirpartý hér í DÚFNAHÓLUM 10 :D, Hrafnhildur hafði nefnilega spurt á morgunfundi í vinnunni hvort það yrði eftirpartý hjá mér og það tóku allir vel í það, skil ekki afhverju.
Eurovision næstu helgi, ég er búin að segja stelpunum í vinnunni og að sjálfsögðu Jessciu að það verði opið hús hérna fyrir þá sem vilja koma.
Bara 8 vaktir í SUMARFRÍ
Njótið dagsins, ég veit að ég ætla að gera það, er boðin í grill til Hrafnhildar á eftir mmmmmm....
Anna Dóra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment