Vitiði hvað? Ég er að koma heim til Íslands í nokkra daga.
Stína og Siggi eru að halda uppá afmælið sitt og mér er boðið í veislu. Ég kem heim að kvöldi miðvikudagsins 8. ágúst og flýg svo heim aftur á sunnudagsmorgninum 12. ágúst, hljómar vel, I know.
Síðan kem ég og Hrafnhildur með hóp af hjúkkum 5.-9. sept. Að sjálfsögðu ætlum við með þau út á lífið í Reykjavík, planið er að fara á föstudagskvöldinu (ömurlegt að fljúga skelþunnur) fyrir okkur sem höfum ekki búið lengi heima, hvert á maður að fara með þau? Allar hugmyndir eru vel þegnar. Þetta er fólk á besta aldri frá 30-60 ára. Við ætlum með þau í bláa lónið á leiðinni í bæinn. Á fimmtudeginum ætlum við í heimsókn á LSH, á föstudeginum æltar Maggi þessi yndislegi bróðir minn að keyra með okkur sígilda ferðamannahringinn, Gullfoss, Geysir og Þingvelli, ætli það verði nú ekki skellt sér á hestbak líka og síðan endað í grilli heima hjá mömmu og pabba áður en við höldum út á lífið. ÉG og einn ætlum að kafa í Silfru (eins gott að ég verði búin að fá kafararéttindin). Er mikið búin að hugsa hvort maður eigi að láta þau hafa laugardaginn fyrir sig sjálf ef það er eitthvað annað sem þau vilja gera. Síðan fljúgum við heim á sunnudeginum. Hljómar spennandi, I know, okkur hlakkar ekkert smá til, erum 13 manna hópur og það gæti bæst 1-2 læknar við.
Nei, ætla að leggja nokkur lög inn á mp3 spilarann minn, keypti nýja Linkin Park diskinn um daginn, helv... er hann góður.
Við sjáumst fljótlega.
Anna Dóra
Friday, July 27, 2007
Saturday, July 21, 2007
Halló Anna heiti ég og er vinnufíkill.
Ætli það séu til samtök fyrir vinnufíkla eins og aðra fíkla? Átti frí í gær en fór í vinnuna engu að síður, var í súrefniskútnum, á frí í dag en tók engu að síður að mér að sækja sjúkling með sjúkrabílnum til Kristianstad. Eini kosturinn við þetta er ég hlýt að fá nokkra krónur aukalega næstu mánaðarmót=) Kemur sér vel þegar maður er ferðafíkill eins og ég=)
Enn sem komið er hef ég svo sem ekki beðið neinn skaða af þeim fíknum sem ég þjáist af.
1. Súkkulaðifíkn, er til eitthvað betra en gott súkkulaði. Núna er uppáhalds súkkulaðið mitt frá Anton Berg 60% kakó og með niðurbrytjuðum kakóbaunum, heitir Ghana. Ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um það. Get svosem sagt að súkkulaðifíknin komi niður á vigtinni =(
2. Vinnufíkn, ég á einhverra hluta vegna erfitt með að segja nei þegar það er hringt úr vinnunni. Ég er reyndar ekki jafn mikill aumingi og Svíarnir sem virðast eiga erfitt með að vinna marga daga í röð. Margir í vinnunni hafa áhyggjur af mér, finnst ég vinna of mikið en ég finn ekki svo mikið fyrir því ennþá allavega.....
3. Ferðafíkn, ég elska að ferðast, ef ég gæti myndi ég vinna mikið minna og ferðast þeim mun meira, vá þvílíkur draumur=)
Meðan maður er ekki áfengis- eða fíkniefnafíkill getur maður kannski bara verið sáttur eða hvað haldið þið?
Næsta í plate-spotting 010
Vona að allir hafi það gott
Ætli það séu til samtök fyrir vinnufíkla eins og aðra fíkla? Átti frí í gær en fór í vinnuna engu að síður, var í súrefniskútnum, á frí í dag en tók engu að síður að mér að sækja sjúkling með sjúkrabílnum til Kristianstad. Eini kosturinn við þetta er ég hlýt að fá nokkra krónur aukalega næstu mánaðarmót=) Kemur sér vel þegar maður er ferðafíkill eins og ég=)
Enn sem komið er hef ég svo sem ekki beðið neinn skaða af þeim fíknum sem ég þjáist af.
1. Súkkulaðifíkn, er til eitthvað betra en gott súkkulaði. Núna er uppáhalds súkkulaðið mitt frá Anton Berg 60% kakó og með niðurbrytjuðum kakóbaunum, heitir Ghana. Ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um það. Get svosem sagt að súkkulaðifíknin komi niður á vigtinni =(
2. Vinnufíkn, ég á einhverra hluta vegna erfitt með að segja nei þegar það er hringt úr vinnunni. Ég er reyndar ekki jafn mikill aumingi og Svíarnir sem virðast eiga erfitt með að vinna marga daga í röð. Margir í vinnunni hafa áhyggjur af mér, finnst ég vinna of mikið en ég finn ekki svo mikið fyrir því ennþá allavega.....
3. Ferðafíkn, ég elska að ferðast, ef ég gæti myndi ég vinna mikið minna og ferðast þeim mun meira, vá þvílíkur draumur=)
Meðan maður er ekki áfengis- eða fíkniefnafíkill getur maður kannski bara verið sáttur eða hvað haldið þið?
Næsta í plate-spotting 010
Vona að allir hafi það gott
Saturday, July 14, 2007
Ein nótt búin að tvær eftir.
Ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir 10 tíma næturvakt þar sem maður gerði ekki neitt. Var að vinna síðustu nótt, það var mjög rólegt. Við horfðum á bíómynd saman, Little miss sunshine, ég get alveg mælt með þessari mynd. Hún var ekkert smá sæt og endirinn kom skemmtilega á óvart. Hverjum hefði dottið í hug að afanum hefði verið hent út af elliheimilinu vegna þess að hann ákvað að byrja að nota heróín á gamalsaldri=) Ég mæli alla vega með þessari mynd. Á mánudaginn kemur fyrri hópurinn úr sumarfríi, hinir eru á leiðinni í frí. Skrýtið þegar maður vinnur allt sumarið að þá er eins og maður verði eftir þegar hópurinn sem maður hefur unnið svo náið með í 4 vikur hverfur allt í einu. En á móti kemur að nú koma hinir tilbaka sem eru búnir að vera í frí.
Eina góða við að ég er að vinna alla helgina er að ég get ekki eytt meiri pening. Þyrfti eiginlega á áfallahjálp að halda eftir eyðslu síðustu daga. Ég fór í klippingu og strípur, lét framkalla myndir úr ferðalaginu (bara 320 stk) og keypti þar af leiðandi myndaalbúm. Þar sem venjuleg myndaalbúm taka bara 300 myndir, keypti ég karton og möppu og ætla að búa til mitt eigið myndaalbúm.
Best að ég fari og skelli mér í sturtu og fari svo að taka mig til fyrir næturvaktina, verð á sjúkrabílnum í nótt, Tosia bonndagen í Ronneby um helgina (þetta er markaður), vona bara að fólk verði í góðu skapi og fari ekki að lumbra á hvert öðru.
Hafið það gott og njótið góða veðursins.
kveðja næturhjúkkan
Ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir 10 tíma næturvakt þar sem maður gerði ekki neitt. Var að vinna síðustu nótt, það var mjög rólegt. Við horfðum á bíómynd saman, Little miss sunshine, ég get alveg mælt með þessari mynd. Hún var ekkert smá sæt og endirinn kom skemmtilega á óvart. Hverjum hefði dottið í hug að afanum hefði verið hent út af elliheimilinu vegna þess að hann ákvað að byrja að nota heróín á gamalsaldri=) Ég mæli alla vega með þessari mynd. Á mánudaginn kemur fyrri hópurinn úr sumarfríi, hinir eru á leiðinni í frí. Skrýtið þegar maður vinnur allt sumarið að þá er eins og maður verði eftir þegar hópurinn sem maður hefur unnið svo náið með í 4 vikur hverfur allt í einu. En á móti kemur að nú koma hinir tilbaka sem eru búnir að vera í frí.
Eina góða við að ég er að vinna alla helgina er að ég get ekki eytt meiri pening. Þyrfti eiginlega á áfallahjálp að halda eftir eyðslu síðustu daga. Ég fór í klippingu og strípur, lét framkalla myndir úr ferðalaginu (bara 320 stk) og keypti þar af leiðandi myndaalbúm. Þar sem venjuleg myndaalbúm taka bara 300 myndir, keypti ég karton og möppu og ætla að búa til mitt eigið myndaalbúm.
Best að ég fari og skelli mér í sturtu og fari svo að taka mig til fyrir næturvaktina, verð á sjúkrabílnum í nótt, Tosia bonndagen í Ronneby um helgina (þetta er markaður), vona bara að fólk verði í góðu skapi og fari ekki að lumbra á hvert öðru.
Hafið það gott og njótið góða veðursins.
kveðja næturhjúkkan
Tuesday, July 10, 2007
Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er ekki 18 ára lengur. Eða hvað haldið þið? Það að skella sér út á lífið 2 kvöld í röð er ekki jafn auðvelt og það var. Ég var svo þreytt á sunnudaginn að var ekki fyndið. Ég er að halda í vonina að ég hafi verið svona þreytt vegna þess að ég er búin að vinna mjög mikið undanfarið, ekki vegna þess að ég er að eldast;-)
Annars er allt gott að frétta, sólin farin að skína eftir miklar rigningar, eftir 2ja vikna rigningatímabli er mér í rauninni sama hvort sólin skíni eða ekki, bara að það sér þurrt.
Læt þetta duga í bili
kveðja
Sú síunga
Saturday, July 07, 2007
Halló hvað segir fólk í dag, fékk þessa mynd í tölvupósti um daginn, mér finnst þetta ekkert smá fyndið. Hvað finnst ykkur?
Annars ekkert mikið um að ske hérna, djamm alla helgina. Fór með Jessicu á Nivå í gær og svo er planið að kíkja á schalgerbaren í kvöld og dansa. Síðan ætlar stelpurófan að yfirgefa mig í heilan mánuð, hún er að fara til Noregs að vinna.
Fékk í gær pakka að heiman, geisladiska með myndum úr ferðalaginu, þokkalega sem ég er að fara að framkalla myndir og setja þær svo í albúm, ætli maður geti samið um verðið þegar maður framkallar milljón myndir........
Bið að heilsa í bili, er að fara út að fika, jú jú maður er orðinn eins og infæddur, finnst mikilvægt að fika (fika=fara á kaffihús eða bara kaffipása í vinnunni)
puss
Thursday, July 05, 2007
Held að ég þurfi að fara á námskeið til að læra að segja nei. Ég er að fara á næturvakt í nótt og var vakin klukkan hálfátta í morgun. Viljiði giska einu sinni hver það var. Jú það var rétt hjá ykkur, það var hringt í mig úr vinnunni hvort ég gæti komið og unnið í nokkra klst. Ég gerði það auðvitað, vann til kl 13, á svo að mæta á næturvaktina kl 21. Merkilegt að reglur um hvíldarákvæði og annað virðast ekki gilda þegar vinnuveitandinn þarf á þér að halda!!! Reyndar gilda þær ekki heldur núna í sumar, annað væri mjög erfitt þar sem við erum helmingi færri en það sem við erum vön að vera.
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en ég fer á þrískiptar vaktir í haust, þ.e. vinn allar vaktir. Ekkert smá næs, verð með 34 stunda vinnuviku ( í stað 38 eins og ég er með núna), þar sem næturvaktirnar eru 10 klst klárar maður vinnuskylduna með því að taka 3 næturvaktir í röð (get þá unnið hina 4 tímana sem vantar annaðhvort í vikunni á undan eða eftir).
Kveðja úr rigningunni hérna í Karlskrona
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en ég fer á þrískiptar vaktir í haust, þ.e. vinn allar vaktir. Ekkert smá næs, verð með 34 stunda vinnuviku ( í stað 38 eins og ég er með núna), þar sem næturvaktirnar eru 10 klst klárar maður vinnuskylduna með því að taka 3 næturvaktir í röð (get þá unnið hina 4 tímana sem vantar annaðhvort í vikunni á undan eða eftir).
Kveðja úr rigningunni hérna í Karlskrona
Monday, July 02, 2007
Hæ hæ
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, kominn 2. júlí. Það eru svo margir í vinnunni sem vorkenna mér að eiga eftir að vinna í allt sumar, þar til að ég minni þau á að ég sé búin að vera í 4ra vikna fríi=) ekki vorkenni ég mér. Er að fara í kvöld með hóp úr vinnunni í róður, við ætlum að læra að róa hvort það er kanó eða kajak man ég ekki en það er einn í hverjum bát. Svo ætlum við að grilla á eftir, hljómar vel I know=)
Afmælisprik vikunnar fá Jónas Ásgeir og Ásdís til hamingju með daginn í dag og á morgun.
Afmælisprik síðustu viku fékk hún móðir mín sem les svo nákvæmlega það sem ég skrifa á msn að þegar ég talaði við hana um kvöldið fékk ég hálfgerðar skammir fyrir að vera ekki búin að óska henni til hamingju með daginn, þrátt fyrir að það var það fyrsta sem ég skrifaði á msnið um morguninn, já það er ekki skrýtið að manni finnist stundum eins og það sé ekki hlustað á/lesið það sem maður hefur að segja!!!
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, kominn 2. júlí. Það eru svo margir í vinnunni sem vorkenna mér að eiga eftir að vinna í allt sumar, þar til að ég minni þau á að ég sé búin að vera í 4ra vikna fríi=) ekki vorkenni ég mér. Er að fara í kvöld með hóp úr vinnunni í róður, við ætlum að læra að róa hvort það er kanó eða kajak man ég ekki en það er einn í hverjum bát. Svo ætlum við að grilla á eftir, hljómar vel I know=)
Afmælisprik vikunnar fá Jónas Ásgeir og Ásdís til hamingju með daginn í dag og á morgun.
Afmælisprik síðustu viku fékk hún móðir mín sem les svo nákvæmlega það sem ég skrifa á msn að þegar ég talaði við hana um kvöldið fékk ég hálfgerðar skammir fyrir að vera ekki búin að óska henni til hamingju með daginn, þrátt fyrir að það var það fyrsta sem ég skrifaði á msnið um morguninn, já það er ekki skrýtið að manni finnist stundum eins og það sé ekki hlustað á/lesið það sem maður hefur að segja!!!
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)