Saturday, July 14, 2007

Ein nótt búin að tvær eftir.
Ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir 10 tíma næturvakt þar sem maður gerði ekki neitt. Var að vinna síðustu nótt, það var mjög rólegt. Við horfðum á bíómynd saman, Little miss sunshine, ég get alveg mælt með þessari mynd. Hún var ekkert smá sæt og endirinn kom skemmtilega á óvart. Hverjum hefði dottið í hug að afanum hefði verið hent út af elliheimilinu vegna þess að hann ákvað að byrja að nota heróín á gamalsaldri=) Ég mæli alla vega með þessari mynd. Á mánudaginn kemur fyrri hópurinn úr sumarfríi, hinir eru á leiðinni í frí. Skrýtið þegar maður vinnur allt sumarið að þá er eins og maður verði eftir þegar hópurinn sem maður hefur unnið svo náið með í 4 vikur hverfur allt í einu. En á móti kemur að nú koma hinir tilbaka sem eru búnir að vera í frí.

Eina góða við að ég er að vinna alla helgina er að ég get ekki eytt meiri pening. Þyrfti eiginlega á áfallahjálp að halda eftir eyðslu síðustu daga. Ég fór í klippingu og strípur, lét framkalla myndir úr ferðalaginu (bara 320 stk) og keypti þar af leiðandi myndaalbúm. Þar sem venjuleg myndaalbúm taka bara 300 myndir, keypti ég karton og möppu og ætla að búa til mitt eigið myndaalbúm.

Best að ég fari og skelli mér í sturtu og fari svo að taka mig til fyrir næturvaktina, verð á sjúkrabílnum í nótt, Tosia bonndagen í Ronneby um helgina (þetta er markaður), vona bara að fólk verði í góðu skapi og fari ekki að lumbra á hvert öðru.

Hafið það gott og njótið góða veðursins.

kveðja næturhjúkkan

5 comments:

Anonymous said...

Hæ, það er svona í lífi vaktavinnufólsks. Gott að veðrið er í lagi hjá þér, það erfur verið svona og svona í Skandinaviu á meðan hér er 20 +, nánast viku eftir viku. Annars allt gott,

heilsur, gamlk

Anonymous said...

Sammála pabba með veðrið, gæti alveg vanist þessu að vakna á morgnanna og alltaf sól, strákarnir búnir að mæta á stuttbuxum í leikskólann undanfarið og eru alveg að fíla það að vera svona léttklæddir. Verst að það er ekki búið að hanna vinnuföt fyrir þessar aðstæður, er bara gjörsamlega að bráðna í síðermaskyrtu, hneppt upp í háls, með bindi, þykkum síðbuxum og ofurhlýjum skóm.

Kveðja

Anonymous said...

Stundum er kostur að vera bara á náttfötunum í vinnunni=)

Anonymous said...

Ok þar sem að mín náttföt eru fæðingargallinn þá er ég ekki alveg viss um að það myndi henta í vinnuna, en aldrei að vita hvað maður geri?

Annars byrjaði að rigna í nótt, og eins og Halldór Óskar orðaði það "nú er blómin, grasið og tréin glöð".

Ekki það, mátti alveg fara að rigna, allt gras á umferðareyjum gult og sviðið eftir hitann undanfarið, ekkert rosalega sumarlegt um að litast, meira svona vor/haust legt.

Kveðja

Anonymous said...

Greinilega gaman hjá þér í vinnunni. Little miss Sunshine er nokkuð góð mynd.. þess virði að horfa á..

en hef ekkert meira að segja hérna..

kv.