Halló Anna heiti ég og er vinnufíkill.
Ætli það séu til samtök fyrir vinnufíkla eins og aðra fíkla? Átti frí í gær en fór í vinnuna engu að síður, var í súrefniskútnum, á frí í dag en tók engu að síður að mér að sækja sjúkling með sjúkrabílnum til Kristianstad. Eini kosturinn við þetta er ég hlýt að fá nokkra krónur aukalega næstu mánaðarmót=) Kemur sér vel þegar maður er ferðafíkill eins og ég=)
Enn sem komið er hef ég svo sem ekki beðið neinn skaða af þeim fíknum sem ég þjáist af.
1. Súkkulaðifíkn, er til eitthvað betra en gott súkkulaði. Núna er uppáhalds súkkulaðið mitt frá Anton Berg 60% kakó og með niðurbrytjuðum kakóbaunum, heitir Ghana. Ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um það. Get svosem sagt að súkkulaðifíknin komi niður á vigtinni =(
2. Vinnufíkn, ég á einhverra hluta vegna erfitt með að segja nei þegar það er hringt úr vinnunni. Ég er reyndar ekki jafn mikill aumingi og Svíarnir sem virðast eiga erfitt með að vinna marga daga í röð. Margir í vinnunni hafa áhyggjur af mér, finnst ég vinna of mikið en ég finn ekki svo mikið fyrir því ennþá allavega.....
3. Ferðafíkn, ég elska að ferðast, ef ég gæti myndi ég vinna mikið minna og ferðast þeim mun meira, vá þvílíkur draumur=)
Meðan maður er ekki áfengis- eða fíkniefnafíkill getur maður kannski bara verið sáttur eða hvað haldið þið?
Næsta í plate-spotting 010
Vona að allir hafi það gott
1 comment:
Elsku Anna þú ert ekki fíkill ! bara íslensk ;)
kveðjur frá Harry Potter (fiklum) Uppsala
Post a Comment