Held að ég þurfi að fara á námskeið til að læra að segja nei. Ég er að fara á næturvakt í nótt og var vakin klukkan hálfátta í morgun. Viljiði giska einu sinni hver það var. Jú það var rétt hjá ykkur, það var hringt í mig úr vinnunni hvort ég gæti komið og unnið í nokkra klst. Ég gerði það auðvitað, vann til kl 13, á svo að mæta á næturvaktina kl 21. Merkilegt að reglur um hvíldarákvæði og annað virðast ekki gilda þegar vinnuveitandinn þarf á þér að halda!!! Reyndar gilda þær ekki heldur núna í sumar, annað væri mjög erfitt þar sem við erum helmingi færri en það sem við erum vön að vera.
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en ég fer á þrískiptar vaktir í haust, þ.e. vinn allar vaktir. Ekkert smá næs, verð með 34 stunda vinnuviku ( í stað 38 eins og ég er með núna), þar sem næturvaktirnar eru 10 klst klárar maður vinnuskylduna með því að taka 3 næturvaktir í röð (get þá unnið hina 4 tímana sem vantar annaðhvort í vikunni á undan eða eftir).
Kveðja úr rigningunni hérna í Karlskrona
2 comments:
Er það ekki allstaðar þannig að það fer eftir því hvað vinnuveitandanum þóknast hvað er gert. Það er þó þannig hér að þú getur sagt nei ef þú ert innan hvíldartíma, kemur bara eða ferð eftir því sem honum líður.
Segð'ekki já, segðu neineineineineinei, segðu að þú látir ekki vaða yfir þig.
Kveðja
Maggi
Sæl elskan
verð nú að segja að ég sé ekkert æðislegt við þriggja nátta vinnuviku... Vinn minna en þetta sjálf (þegar ég er ekki í orlofi þeas) og er samt i 100%... En sitt sýnist hverjum... hmmm
Sólakveðja héðan frá Uppsala, þar sem sólinni virðist þóknast að skína í dag og í gær...
Heyrumst Jóa
Post a Comment