Ég er í vikufríi, mmmm yndislegt ekki satt. Ætla bara að njóta lífsins, læra, hjálpa Jessicu að flytja, djamma pínu. Er pínu leið yfir að besta vinkona mín sé að flytja, núna er ekki lengur bara hlaupið í næsta hús til að horfa á eina ræmu, nei núna þarf aðeins meira skipulag. Reyndar er bara rúmur klukkutími til Växjö en við þurfum báðar að vera í fríi.
Núna eru Svíarnir búnir að draga sig úr kafbátabjörgunaræfingunni í Noregi =( það virðist sem það sé hætt við allar æfingar sem ég er skráð í, spurning hvort ég eigi að fara að taka þessu persónulega?
Jæja best að fara að koma sér af stað, er að leita mér að skóm, bara venjulegum skóm, er orðin þreytt á að vera alltaf í hlaupaskónum eða stígvélum. Það er nú byrjað að vora hérna.
Bið að heilsa í bili
Kramisar
4 comments:
Styttist nú í vorið hér, lenti ekki í ósvipuðu vandamáli í skólanum í dag eins og þetta með skóna. Mátti ekki mæta í lögguskóm og þá voru góð ráð dýr, því ég á bara lögguskó eða hlaupaskó, ég var því eins og monthani í glænýjum hlaupaskóm að spóka mig um í dag í bænum.
Kveðja
Maggi
Mér finnst alveg hræðilegt að lesa um að það sé að vora hjá þér. Hér en enn skítakuldi og snjór yfir öllu, veit að ég bý í efri byggðum og fyrir ofan snælínu, en það er líka snjór í miðbænum. Það spáir meira að segja -14 á föstudag, sem er ekki gott.
Get ekki beðið eftir að hitta þig í Köben í apríl, þá hlýtur bara að vera komið sumar fyrst að það er farið að vora núna.
Kveðja
Núna er reyndar stormur og kallt, bara um 5°C enda er ég hæstánægð með 66°N úlpuna mina=)
já það er farið að vora !!! Mars er byrjaður og leigubílstjórinn tilkynnti mér það að í Sverige kemur vorið alltaf í mars;) Greinilega hlýrra í Stockholm en annars staðar í Svíþjóð !!
kveðjur úr rigningunni í Uppsala !
Post a Comment