Saturday, May 31, 2008
Verð að segja ykkur frá því hvað ég gerði í gær. Eins og þið kannski vitið þá elska ég höfrunga. Þessi 2 skipti sem ég hef synt/kafað með þeim eru ein af hamingjusömustu klukkutímunm í lífi mínu. Meira segja þegar ég var lítil langaði mig í höfrung sen gæludýr og fannst ekkert sjálfsagðara en að pabbi myndi byggja sundlaug í garðinum fyrir hann=) Núna á ég minn eiginn höfrung í formi húðflúrs á hægri rist. Mig hefur langað í húðflúr í mörg ár en ekki vitað hvaða mynd ég ætti að fá mér fyrr en núna og ég lét verða af því og sé ekki eftir því, ef ég á að vera heiðarleg þá get ég ekki hætt að horfa á höfrunginn minn.
Kveðja úr sólinni og hitanum
Get nú ekki kvatt án afmæliskveðja til púkanna minna, Hermann Ingi er 3ja ára í dag, og Halldór Óskar varð 6 ára þann 15. og á morgun verður (ef ég þekki systir mína rétt) svaðaleg veisla.
Anna Dóra
Sunday, May 25, 2008
Hæ hæ, vá hvað þau stóðu sig vel í Belgrad í gær. Ég var í Eurovisionpartýi og að sjálfsögðu hringdum við inn okkar atkvæði fyrir Ísland, ég fór reyndar heim að keppni lokinni, ólíkt mér já ég veit en ég hafði góða ástæðu. Mér tókst nefnilega að detta af hestbaki á föstudaginn og er frekar blá og marin, hægri rasskinnin er tvöföld bæði af bólgu og mari. Við fórum á stökk og merin sem ég var á vildi fara mun hraðar en ég. Þegar ég var að reyna að hægja á henni missti ég jafnvægið og flaug af baki. Lenti sem betur fer á hliðinni (þakklát fyrir hvað ég með stóran rass svona einu sinni) mér er reyndar dru.... illt en þetta hlýtur að gróa áður en ég gifti mig ;-) Ég er reyndar þakklát (ef maður má orða það þannig) fyrir að hafa bara marist illa, ég trúi varla ennþá að ég hafi ekki brotið eitt einasta bein í líkamanum eða að neinn hestur hafi stigið á mig.
Ætla að láta þetta duga í bili
Kveðja
ein lurkum lamin
Ætla að láta þetta duga í bili
Kveðja
ein lurkum lamin
Friday, May 23, 2008
Vá en gaman, við komumst áfram í úrslit eurovision og ekki bara við heldur öll norðurlöndin. Langt síðan það hefur gerst. Sá að veðbankarnir eru á fullu í að spá um úrslit keppninnar, bjóða meira að segja upp á veðmál norðurlandanna á milli=)
Er að fara á hestbak á eftir, þeir eru með íslenska hesta hérna fyrir utan Karlskrona, við erum 10 úr vinnunni sem erum að fara saman, verður mjög gaman. Fer svo í brúðkaup á morgun, hef mestar áhyggjur af því hvort ég geti setið í kirkjunni=), síðan verður Eurovisionpartý um kvöldið, langt síðan ég hef haft svona uppbókaða helgi.
Við skiluðum inn síðasta verkefninu fyrir skólann í gær, yndisleg tilfinning þegar maður er búinn að vinna verkefni þegar maður getur loksins skilað því af sér. Við fengum reyndar þokkalegt áfall þegar við ætluðum að klára verkefnið í gær. Ég opna skjalið sem við höfðum sparað á USB-minninu mínu og fáum upp 9 bls af ÿ. Það vildi til að við höfðum prentað út eintök af verkefninu og svo átti ég upprunalega verkefnið á tölvunni minni hérna heima þannig að þetta reddaðist nú allt saman, tók bara aðeins lengri tíma en við áttum von á. Næsta fimmtudag kynnum við síðan verkefnið, vekjum vonandi smá umræður í kringum það og að sjálfsögðu góða einkunn eða? Vona bara að það gangi vel og við náum.
Ætla að fara að taka mig til, ætla að kíkja í eins og eina búð áður en ég fer af stað út í óvissuna á íslenskum hesti uppöldum í svíaríki.... hvernig ætli það gangi.
Er að fara á hestbak á eftir, þeir eru með íslenska hesta hérna fyrir utan Karlskrona, við erum 10 úr vinnunni sem erum að fara saman, verður mjög gaman. Fer svo í brúðkaup á morgun, hef mestar áhyggjur af því hvort ég geti setið í kirkjunni=), síðan verður Eurovisionpartý um kvöldið, langt síðan ég hef haft svona uppbókaða helgi.
Við skiluðum inn síðasta verkefninu fyrir skólann í gær, yndisleg tilfinning þegar maður er búinn að vinna verkefni þegar maður getur loksins skilað því af sér. Við fengum reyndar þokkalegt áfall þegar við ætluðum að klára verkefnið í gær. Ég opna skjalið sem við höfðum sparað á USB-minninu mínu og fáum upp 9 bls af ÿ. Það vildi til að við höfðum prentað út eintök af verkefninu og svo átti ég upprunalega verkefnið á tölvunni minni hérna heima þannig að þetta reddaðist nú allt saman, tók bara aðeins lengri tíma en við áttum von á. Næsta fimmtudag kynnum við síðan verkefnið, vekjum vonandi smá umræður í kringum það og að sjálfsögðu góða einkunn eða? Vona bara að það gangi vel og við náum.
Ætla að fara að taka mig til, ætla að kíkja í eins og eina búð áður en ég fer af stað út í óvissuna á íslenskum hesti uppöldum í svíaríki.... hvernig ætli það gangi.
Sunday, May 18, 2008
Var í partýi í gær og ég og Jessica byrjuðum að velta þessarri spurningu fyrir okkur.
Ætli maður sendi frá sér hættulega geisla þegar maður er einhleypur? Við vorum í innfluttnings/þrítugsafmæli hjá Caroline og Patrik, ég stoppaði bara stutt þar sem ég var á leiðinni á næturvakt en....
við ákváðum að setjast í stofuna því þar sátu flestir og mingla aðeins, svo þar sem við sitjum og spjöllum uppgötvum við að við erum allt í einu orðnar bara 2 eftir í stofunni, allir hinir eru komnir inn í eldhús (líklegast jafn svangir og við farnir að bíða eftir matnum) en þar sem meirihlutinn var pör fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður sendi frá sér einhverja hættulega geisla VARÚÐ EINHLEYPAR KONUR. Hvað haldið þið?
Frétti síðan að uppáhaldsumræðuefnið mitt hefði verið dregið upp meðal allra, jú þið giskuðuð rétt, brúðkaup, barneignir og húsakaup. Þá var nú barasta ágætt að sitja á sófanum í vinnunni og horfa á imbann get ég sagt ykkur. Erfitt þegar umræðuefnið verður svona einhæft, sérstaklega þar sem þetta liggur ekki í mínu áhugasviði í augnablikinu.
Þegar farin að hlakka til næstu helgar, er að fara á hestbak næsta föstudag með stelpunum í vinnunni, og brúðkaup á laugardaginn, svo er náttúrulega Eurovision á laugardaginn líka, áfram eurobandið eða?
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra, aka Doris
Ætli maður sendi frá sér hættulega geisla þegar maður er einhleypur? Við vorum í innfluttnings/þrítugsafmæli hjá Caroline og Patrik, ég stoppaði bara stutt þar sem ég var á leiðinni á næturvakt en....
við ákváðum að setjast í stofuna því þar sátu flestir og mingla aðeins, svo þar sem við sitjum og spjöllum uppgötvum við að við erum allt í einu orðnar bara 2 eftir í stofunni, allir hinir eru komnir inn í eldhús (líklegast jafn svangir og við farnir að bíða eftir matnum) en þar sem meirihlutinn var pör fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður sendi frá sér einhverja hættulega geisla VARÚÐ EINHLEYPAR KONUR. Hvað haldið þið?
Frétti síðan að uppáhaldsumræðuefnið mitt hefði verið dregið upp meðal allra, jú þið giskuðuð rétt, brúðkaup, barneignir og húsakaup. Þá var nú barasta ágætt að sitja á sófanum í vinnunni og horfa á imbann get ég sagt ykkur. Erfitt þegar umræðuefnið verður svona einhæft, sérstaklega þar sem þetta liggur ekki í mínu áhugasviði í augnablikinu.
Þegar farin að hlakka til næstu helgar, er að fara á hestbak næsta föstudag með stelpunum í vinnunni, og brúðkaup á laugardaginn, svo er náttúrulega Eurovision á laugardaginn líka, áfram eurobandið eða?
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra, aka Doris
Thursday, May 08, 2008
Þá eru mamma og Halldór Óskar farin, mikið var nú gott að hitta þau. Við enduðum ferðina í Kaupmannahöfn og hittum Magga bróðir sem er í útskriftarferð með lögguskólanum. Við skelltum okkur í dýragarðinn og svo út að borða. Svipurinn á Halldóri var yndislegur þegar ég las fyrir hann matseðilinn, kengúruborgari og krókódílakjöt, hann valdi fisk og franskar.
Var í gær á vettvangsæfingu fyrir rútuslys, mjög gaman og ég held að maður hafi gott af því að prófa hversu erfitt það er að bera 10 manns út úr rútu sem liggur á hliðinni, þar sem fólk liggur þvert og endilangt um alla rútu. Sumir höfðu klifrað og fest sig í bílbelti í hliðina sem var upp í loft og ég get lofað ykkur að það var ekki auðvelt að ná þeim niður. Vona bara að maður eigi ekki eftir að lenda í þessum aðstæðum í raunveruleikanum.
Bókaði ferð heim til Íslands í gær í sumarfríinu mínu, verð á skerinu 6-19. júlí, ætla bara að slappa af, leika við drengina mína og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla út að labba í góða veðrinu, bara sól og 20°C =)
kramar
Doris
Var í gær á vettvangsæfingu fyrir rútuslys, mjög gaman og ég held að maður hafi gott af því að prófa hversu erfitt það er að bera 10 manns út úr rútu sem liggur á hliðinni, þar sem fólk liggur þvert og endilangt um alla rútu. Sumir höfðu klifrað og fest sig í bílbelti í hliðina sem var upp í loft og ég get lofað ykkur að það var ekki auðvelt að ná þeim niður. Vona bara að maður eigi ekki eftir að lenda í þessum aðstæðum í raunveruleikanum.
Bókaði ferð heim til Íslands í gær í sumarfríinu mínu, verð á skerinu 6-19. júlí, ætla bara að slappa af, leika við drengina mína og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla út að labba í góða veðrinu, bara sól og 20°C =)
kramar
Doris
Subscribe to:
Posts (Atom)