Saturday, June 28, 2008

Mikið um að vera þessa helgina eins og oft áður. Í gær kom vinur minn í heimsókn og gisti hér í nótt, hann er að hlaupa maraþon og Hrafnhildur hálfmaraþon í dag (ég veit ég verð líka þreytt við tilhugsunina). Við ætlum að hittast núna eftir hlaupið og spjalla yfir kaffibolla. Eftir það ætla ég út á Aspö þar sem annar vinur minn á sumarhús og við ætlum að tjalda og vera með smá útilegudjamm nokkur úr vinnunni, lengi síðan síðast. Á morgun er svo Brúsi í idrottsparken í köben, Josefin og Caroline fara með okkur, þokkalegt girlpower=) Styttist í sumarfrí bara 6 dagar og 4 vaktir og þið vitið hvað það þýðir Iceland here I come.

Bið að heilsa í bili
kramar

Tuesday, June 17, 2008

HÆ HÓ JIBBÝ JEI OG JIBBÝ JEI ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ
Til hamingju með daginn allir. Ég hálfvorkenni Svíunum þegar ég segi þeim frá því að við höldum uppá þjóðhátíðardaginn hátíðlega. Nema hvað eins miklar þjóðarrembur og við erum.
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu fréttunum sem ég fékk í gærkvöldi. Hrafnhildur hringdi og spurði hvort ég vildi fara með henni á tónleika í Parken í Köben þann 29. júní með engum öðrum en GOÐSÖGNINNI Bruce Springsteen. ÉG HELD ÞAÐ NÚ, bíð bara eftir að hún fái staðfest miðakaupin og þá erum við á leiðinni á tónleika.

Vildi bara deila þessu með mér, njótið frídagsins þið heima, aðrir þurfa að vinna fyrir laununum sínum;-)

Sunday, June 15, 2008

Vá mér líður eins og versta unglingnum!!
Búin að vera úti á lífinu 3 kvöld í röð, það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast. Byrjaði í stúdentsveislu á fimmtudaginn, við vorum með vinnupartý á föstudaginn sem endaði niðri í bæ (nema hvað) og svo fórum við út að borða 4 úr vinnunni í gærkvöldi og enduðum á djamminu með strákunum = bara skemmtileg helgi.
Vinnupartýið heppnaðist alveg svaðalega vel, við erum ótrúlega duglegar að skipuleggja svona partý þó ég segi sjálf frá. Við sungum meira að segja krummi krunkar úti, óhætt að segja að það hljómaði betur þegar ég söng ein en þegar svíarnir tóku undir (og ég er enginn söngvari).
Fleiri partý sem bíða, jónsmessan um næstu helgi, og svo ætlum við sem erum skemmtileg í vinnunni (eiginlega bara svæfingahjúkkur og -læknar, nema hvað) að djamma úti á einni af eyjunum hérna 28.júní, hver veit nema við skellum upp tjaldi og gistum. Mikið um ske í djamminu þessa dagana.

Bið að heilsa í bili

Saturday, June 07, 2008

Vá hvað tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér=)
Í dag eru Caroline og Jessica að koma til mín, við ætlum að grilla og slúðra og seinna í kvöld mun the dynamic duo (Doris og Jess) vonandi fleiri taka schlager með trompi, nema hvað, orðið alltof langt síðan síðast. Var á afterwork á fimmtudaginn, við sátum úti til kl 1 spjölluðum, þjóruðum bjór og bara almennt höfðum mjög gaman. Næsta vika fullskipulögð, vinna mánudag-fimmtudags. Vaka pæja verður stúdent á fimmtudag, vinnupartý á föstudag og svo ætla ég að hjálpa vinafólki mínu að flytja laugardag og sunnudag.
Bara mánuður í að ég komi heim í smá frí, hlakka ekkert smá til að fá smá frí og vitiði hvað er það besta, ég ætla ekki að vinna neitt, bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.

Best að skella sér útí sólina aftur