Saturday, June 28, 2008

Mikið um að vera þessa helgina eins og oft áður. Í gær kom vinur minn í heimsókn og gisti hér í nótt, hann er að hlaupa maraþon og Hrafnhildur hálfmaraþon í dag (ég veit ég verð líka þreytt við tilhugsunina). Við ætlum að hittast núna eftir hlaupið og spjalla yfir kaffibolla. Eftir það ætla ég út á Aspö þar sem annar vinur minn á sumarhús og við ætlum að tjalda og vera með smá útilegudjamm nokkur úr vinnunni, lengi síðan síðast. Á morgun er svo Brúsi í idrottsparken í köben, Josefin og Caroline fara með okkur, þokkalegt girlpower=) Styttist í sumarfrí bara 6 dagar og 4 vaktir og þið vitið hvað það þýðir Iceland here I come.

Bið að heilsa í bili
kramar

3 comments:

Anonymous said...

Skemmtu þér vel á Brús, en á hvaða KAMAR ertu að biðja að heilsa, er það einhver KAMAR þar sem tónleikarinar verða eða hvað?

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Skemmtið ykkur ógó vel á Brúsa, verð með ykkur í anda.

Kv
Rúna

ps ef ég ætti að vera þreytt í hvert sinn sem Eiríkur ákveður að hlaupa langhlaup þá væri ég sofandi allan sólarhringinn, það gott að þau geti fengið útrás á einhverju.

svo segir maður langt síðan síðast ekki lengi !!!!

Anonymous said...

Jæja, ekki veit ég hvaða "kamar" Maggi er að tala um, taldi að hann væri læs. Vona að þú hafir skemmt þér vel á tónleikunum og hlakka til að hitta þig um næstu helgi.