Sunday, June 15, 2008

Vá mér líður eins og versta unglingnum!!
Búin að vera úti á lífinu 3 kvöld í röð, það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast. Byrjaði í stúdentsveislu á fimmtudaginn, við vorum með vinnupartý á föstudaginn sem endaði niðri í bæ (nema hvað) og svo fórum við út að borða 4 úr vinnunni í gærkvöldi og enduðum á djamminu með strákunum = bara skemmtileg helgi.
Vinnupartýið heppnaðist alveg svaðalega vel, við erum ótrúlega duglegar að skipuleggja svona partý þó ég segi sjálf frá. Við sungum meira að segja krummi krunkar úti, óhætt að segja að það hljómaði betur þegar ég söng ein en þegar svíarnir tóku undir (og ég er enginn söngvari).
Fleiri partý sem bíða, jónsmessan um næstu helgi, og svo ætlum við sem erum skemmtileg í vinnunni (eiginlega bara svæfingahjúkkur og -læknar, nema hvað) að djamma úti á einni af eyjunum hérna 28.júní, hver veit nema við skellum upp tjaldi og gistum. Mikið um ske í djamminu þessa dagana.

Bið að heilsa í bili

2 comments:

Anonymous said...

Það verður semsagt engin djammorka eftir þegar þú kemur heim í sumar. Það er kannski eins gott því að ég man ekki hvenær ég fór síðast á djammið, þ.e fór í bæinn, enda einhvern veginn alltaf í heimahúsum.

kv
Rúna

Anonymous said...

Verð nú að segja að ég sé þig nú ekki alveg fyrir mér fara í bæinn þessa dagana Rúna, en það er nú annað mál