Thursday, July 03, 2008

Hæ hæ ég er ennþá á lífi en ekki mikið meira það. Partýið á laugardaginn var ekkert nema skemmtilegt, sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn skemmtilegur en ég var farin að jafna mig um hádegið. Þá var haldið til Köben og tónleikarnir voru meiriháttar, hann söng reyndar ekki born in the USA en who cares hann söng mörg önnur góð lög, hann er ekkert smá flottur kallinn 58 ára og hoppaði um sviðið eins og unglingur. Við keyrðum beint heim eftir tónleikana þannig að ég skreið undir sæng um hálffimmleytið og neyddist til að vakna um 9 til að fara með bílinn í skoðun, var reyndar fljót að skríða uppí rúm eftir það. Þegar ég vaknaði fór ég með Josefin og vinkonu hennar til Öland og við fórum á dansiball (Geirmundur Valtýsson dæmi) ég lærði að dansa foxtrott =) annar hver dans er foxtrott og hinn er bugg. Ég fékk að dansa alveg helling. Við sváfum síðan í tjaldi (fyrsta útilegan í Svíaríki) og keyrðum svo beint í vinnuna á þriðjudeginum. Við ætlum að fara aftur til Öland í kvöld og dansa en keyra heim eftir ballið. Fer svo á kvöldvakt föstudag og laugardag áður en ég flýg heim á sunnudagsmorgun. Hugsa að ég eigi eftir að lognast þokkalega útaf í fluginu heim, ég er ennþá þreytt eftir helgina, eins gott kannski að maður er að fara í smá frí.
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris

2 comments:

Anonymous said...

Góða skemmtun á dansiballinu.

Það er sko talið niður í Spóahólum hvenær það eigi að fara að sækja Önnu Dóru.

kv

Anonymous said...

Já, það er gott að vita að þú sért enn við heilsu eftir fjör síðustu daga. Við erum að sjálfsögðu farin að hlakka til að sjá þig, búið að "sjæna" herbergið þitt þannig að þú þarft ekki að byrja á að þurka af þegar þú kemur.
Veðrið er með besta móti, um 20°C hiti svo þú átt ekki að fá kuldasjokk að minnsta kosti.