Það er svo gaman að vera til. Var á æfingu í gær með þyrlunni, var látin síga nokkrum sinnum niður á stóran bát. Þetta var eins og að vera í tívolí- ekki spillti að öll áhöfnin var frekar myndarleg=) Var á kvöldvaktinni á sjúkrabílavaktinni, strákarnir hringdu um sexleytið og spurðu hvort ég vildi skreppa með þeim á hokkíleik- þeir yrðu þar allir og þá værum við öll á sama stað ef við fengum útkall ehhh já takk svaraði ég. Talaði við þá sem var að vinna með mér hvort það væri í lagi og svo skellti ég mér á minn fyrsta hokkíleik. Það var svakalega gaman þó svo að ég fatti hvorki upp né niður í hokkí.
Svaf illilega yfir mig í morgun- lá og fílósóferaði og beið eftir að klukkan myndi hringja. Ákveð svo bara að skella mér á fætur og versla áður en ég fer í vinnuna. Lít á klukkuna og hún er 10- crap ég átti að mæta í vinnuna 9:45. Ég hringdi því í vinnuna, lét vita að ég væri á lífi en bara sein, hoppaði í sturtu, klæddi mig (þegar ég var búin í sturtu og að þurrka mér), smurði brauðsneið með smjöri og út í bíl (já þó svo að ég var sein vildi ég ekki koma alltof seint) Hugsa að þetta gleymist seint í vinnunni Doris svaf yfir sig þegar hún átti að mæta 9:45. Þó svo að dagurinn hafi byrjað snöggt rættist úr honum, ég kláraði að leggja vinnuskýrslu fyrir jólin. Reddaði mér 2ja vikna fríi yfir áramótin- geri aðrir betur=)
Jæja ætla ekki að hafa þetta babl lengra í bili
puss o kram
5 comments:
Er þetta ekki týbískt, þegar maður má dorma smá sefur maður yfir sig....
Hef reyndar næstum náð að sofa yfir mig á næturvakt, átti að mæta kl. 23 og bara lá uppi í rúmi allan daginn og svaf, vaknaði ekki fyrr en rúmlega 22 þegar pabbi og mamma ákváðu að ath hvort ég væri örugglega heima þar sem að þau höfðu ekkert séð mig allan daginn.
Hlakka geðveikt til áramótanna....
Hef lent í svipuðu og Rúna. Bíð ennþá eftir því að ég nái að sofa yfir mig á fyrir næturvakt.
Kveðja
Maggi
Hlakka til að sjá þig um áramótin. Ég er ekki að vinna, ég næ vonandi smá að sjá þig :) Knús, Ásdís.
Til hamingju með afmælið, njóttu dagsins...
Til lukku með daginn, hvernig er það annars, færð þú ekki afmælisprik frá sjálfri þér?
Kveðja
Maggi
Post a Comment