Sunday, November 30, 2008

Ég lifði af helgina=)
Tack för helgen Jessica
Við vorum 15 sem djömmuðum hérna á föstudaginn, brotnuðu bara 2 glös (er það merki um gott partý eða hefði ég kannski átt að kaupa plastglös?) og fórum svo niður í bæ og dönsuðum til 3. Sváfum laugardaginn frá okkur, þ.e. hlóðum batteríin fyrir kvöldið. Djömmuðum meira á laugardagskvöldinu reyndar bara 2 því ákveðinn vinur minn sveik okkur, hann mætti ekki á djammið.
Þetta er búin að vera æðisleg helgi, mikið sofið, mikið drukkið, minna borðað, mikið dansað. Næsta djamm á fimmtudaginn. Er ásamt skemmtinefndinni búin að skipuleggja jólahlaðborð fyrir vinnufélagana. Næsta laugardag ælta svo Íslendingarnir hérna að hittast yfir jólaglöggi og smákökum, semsagt nóg um að ske næstu daga.
Kveðja

2 comments:

Anonymous said...

Svo er bara að drífa sig heim og taka þátt í mótmælunum, það er allt leyfilegt hvort eð er.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Mikið gaman, mikið grín. Þannig á það að vera. Var í 40 ára afmæli stéttarfélagsins í gær, fékk platta ásamt öðrum fyrrverandi formönnum fyrir störf okkar. Svo er bara að hefjast handa og búa sig undir jól og áramót.

Sjáumst þá, Gamli.