Tuesday, December 09, 2008


I'm back... and loving it. Vaknaði með yndislega tilfinningu í morgun. Ég var hitalaus, mér var ekki illt í öllum líkamanum og engin meiri hita/kuldaköst. Mér er batnað =) Búin að vera með einhverja kvefflensupest síðustu daga sem yfirbugaði mig um helgina og ég er búin að vera heima og reyna að hugsa vel um mig, well ekki svo erfitt í rauninni, bara kúra undir teppi með góða bók er notalegt. Fór annars að velta fyrir mér í þessum veikindum af hverju ætli öll hóstamixtúra bragðist eins og kirsuber? Keypti hóstamixtúru og þar stendur bragðbætt með kirsuberjum og súkkulaði mmmm hugsaði ég en ég get sagt ykkur að kirsuberjabragðið yfirtekur súkkulaðið milljón sinnum, hún var áhrifarík, ætli það sé ekki það sem skiptir mestu máli, þó svo að það skaði ekki að bragðið sé ágætt.
Jólahlaðborðið tókst barasta með ágætum, var óvenju rólegt fyrir þennan hóp en skemmtilegt engu að síður. Ég leysti jóla af þar sem hann var upptekinn annars staðar. Þar sem ég var jólapía í fyrra urðum við að breyta til í ár. Ég kom fram sem Madonna og hoppaði um með silfurkeilubrjóstahaldara og söng like a virgin við góðar undirtektir vinnufélaganna. (þetta er til á mynd, ef þið eruð góð fáið þið kannski að sjá hana). Síðan gaf ég öllum jólagjafir.
Síðan var íslenskt jólakökuboð og glögg hjá Huldu og Steina á laugardeginum, ekkert smá gaman að hitta alla og bara spjalla um allt og ekki neitt, reyndar mjög mikið borðað en er eitthvað betra en jólasmákökur á aðventunni, ekki margt allavega.
Bið að heilsa í bili
kram

7 comments:

Anonymous said...

Gott að þú getur skemmt þér þarna hinu meginn við hafið, ekki eins skemmtilegt hérna meginn að sitja við og gera ekki neitt í enn einu veikindafríinu.

Annars sjáumst við vonandi hress milli jóla og nýárs

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Ég er búin að vera voða góð, ég lofa, má ég sjá myndina :o)

kv
Rúna

Anonymous said...

Annars er svolítið gaman að lesa I´m back og svo er mynd af Jólasveininum

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Maggi hvort ertu að gefa í skyn að hún sé í aukavinnu í des eða að hún sé búin að bæta á sig nokkrum aukakílóum?

Ég er enn að bíða eftir myndunum :o)

kv
Rúna

Anonymous said...

Segir myndin ekki allt sem segja þarf? En fyrir þá sem ekki til þekkja þá er þetta mynd af JÓLASVEININUM.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Rúna er er líka ennþá að bíða eftir myndinni. Maggi minn, það er að koma jól, bæði ég og jólasveinninn erum back, ég eftir veikindin og hann að sinna sínum venjulegu desemberstörfum ;-)fannst myndin af honum skemmtilegri en hormynd af sjálfri mér, eða hvað segir þú...
kram
Anna Dóra

Anonymous said...

Hormynd segiru

Það má svo sem alltaf deila um það, en frosið hor úr nebba gæti verið fyndið samt

Kveðja
Maggi