Skellti mér til Växjö í gær og heimsótti Jessicu, við fórum svo á jólahlaðborð með vinkonum hennar, áttum góða kvöldstund stelpurnar, spjölluðum, drukkum eins og stelpur gera. Aldrei þessu vant fór ég með lestinni. Það var rúta til Emmaboda og svo lest þaðan til Växjö og alveg eins í dag þegar ég fór heim. Þegar ég er búin að koma mér fyrir í rútunni rek ég augun í ælupokann sem er í körfu á sætisbakinu og hvað haldiði að rútufyrirtækið hafi verið búið að láta prenta á pokann? Velkomin um borð... ok ég get alveg séð húmorinn í þessu en greyið við sem verðum bílveik að þurfa að sjá þetta þegar maður í angist sinni yfir að þurfa að kasta upp er boðinn velkominn um borð. Enda neitaði ég að kasta upp í rútunni þó svo að það hafi kannski ekki verið mjög langt í gubbuna, nei ég andaði djúpt nokkrum sinnum og reyndi að vinna bug á ógleðinni, það virkaði ekki alveg, maginn er ennþá á hvolfi=(
Nei ælta að halda áfram að undirbúa mig fyrir djamm kvöldsins, einn vinnufélaginn er búinn að bjóða í partý og að sjálfsögðu ætla ég að mæta á svæðið.
kram
2 comments:
Þetta er eins og ein bókin sem er að koma út fyrir jólin. Heitir "Velkomin til Íslands" eða eitthvað álíka og er um líf og svo morðið á Sri Ramavati.
Kveðja
Maggi
Ertu ekki að djóka Maggi, það hefur alveg farið fram hjá mér hahahahahaha.
Hvernig var annars í gærkvöldi?
kv
Rúna
ps mamma biður að heilsa
Post a Comment