Sunday, December 14, 2008

Fékk fyrsta þyrluútkallið mitt í gær, sem betur fer var það ekkert alvarlegt. Við flugum og sóttum veikan mann á skipi hérna fyrir utan. Ég þurfti ekki að síga niður, sem betur fer eiginlega, það blés pínu. Það fyndnasta var að þegar ég kom inn á bráðamóttökuna síðan með sjúklinginn var að ég hugsa að miðað við þau viðbrögð sem ég fékk frá þeim karlmönnum sem voru að vinna hefði ég getað fengið stefnumót með þeim öllum, bara ef ég hefði verið í þyrlugallanum. Þeir hafa aldrei áður haft orð á því hversu fín ég sé þegar ég hef komið inn með sjúkling. Ég veit ekki kannski eru strákar alveg eins og við stelpurnar, finnst búningar kúl. Ég veit að mér finnst þyrlustrákarnir hot, kannski gildir það sama þegar við stelpurnar erum komnar í gallann. Persónulega finnst mér algjört armageddon yfir þessu öllu saman (hafiði séð myndina þegar hópurinn kemur gangandi saman áður en þeir fara um borð í geimferjuna) þannig líður mér í þyrlugallanum, fyrir utan að mér finnst ég vera eins og Michelinmaðurinn.
Ég veit ekki ég hafði alla vega gaman af allri athyglinni. Eins og orðtiltækið segir "Ég þjáist ekki af athyglissýki, það ert þú sem ert leiðinleg/ur"

kramar

3 comments:

Anonymous said...

Leiðinlegt að fá ekki að síga í fyrsta alvöru útkallinu. Kemur bara síðar.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Þar kom að því, svo sem ekkert til að hafa áhyggjur af því flugmenn björgnunarþyrlna eru snillingar, fá svo oft aukaæfingar með samstarfsaðilum.
Þetta með búningana, ok., kvæntur hjúkku, efast um að herkona hefði sérstaklega gengið í augu mín ef svo hefði farið, einstaklingurinn skiptir máli, lundarfar og skap. Kveðja, Gamli

Anonymous said...

Held að allir mínir vinnufélagar og vinir séu með myndarlegri mönnum þegar þeir klæðast hátíðarbúningnum, það kemur bara einhver sjarmi yfir þá og þeir verða bara HOT.

Enda vann einn þeirra mig á sitt band og hvar er ég 10 árum síðar? Gift og með 3 börn.

kv
ein sem er sammála þessu með suma búninga og karlmenn....