Home sweet home. Átti alveg yndislega helgi í Köben með m+p og Helgu Dís. Fékk að fara snemma heim úr vinnunni á föstudaginn og skellti mér til Köben. Þegar ég kom á hovedbanegård biðu Helga Dís og Hildur vinkona hennar eftir mér og stuttu síðar birtist gamla settið og tók á móti mér. Við skelltum okkur út að borða um kvöldið á einn indverskan- bara gott. Borðuðum morgunmat snemma á laugardeginum því okkar beið hefðbundinn julefrukost kl 13. Eftir að hafa labbað um á strikinu og kíkt í nokkrar búðir svona aðeins til að work up an apetit mættum við á Kanal cafen kl 13. Eftir að hafa skammast okkar(Doris og Helga Dís because we forgot) í eins og 5 sek þá skáluðum við í jólaöli og ákavíti og óskuðum gamla settinu til hamingju með brúðkaupsafmælið. Fyrst var borið fram kaldir réttir brauð, síld, lax, steikt rauðspretta, reyktur áll og ýmislegt meðlæti og maður bjó sér til eigið smörrebröd, eftir það tóku heitu réttirnir við besta purusteik sem ég hef nokkrun tíma smakkað (sorry Helga frænka en þessi var betri en þín þó svo að þín komi nú ekki langt eftir) önd og ýmislegt annað góðgæti. Að lokum var svo komið með ostabakka og möndlugraut, haldiði ekki að mamma gamla hafi fengið möndlugjöfina. Eftir matinn var rölt í rólegheitunum (við vorum næstum of södd til að geta hreyft okkur) upp á hótel og fengið sér smá miðdegislúr (gott að sofa eftir matinn). Um kvöldið kíktum við svo á jólamarkað í Tívolí, gaman að sjá öll jólaljósin, hlýja sér með heitu glöggi. Ég fór aldrei þessu vant ekki í neitt tæki why jú ég var ennþá svo södd, maturinn hefði líklegast ratað út ranga leið ef ég hefði skellt mér í rússibanann. Á sunnudagsmorgninum skelltum við okkur svo í morgunmat (varla að nokkur hefði lyst á honum, ég var ennþá södd) og svo tékkuðum við út og ég hélt með lestinni til Karlskrona og þau stigu úr lestinni við kastrup og flugu síðan heim.
Jæja, kominn tími á að fara og skipta yfir á vetrardekkinn áður en ég fer að vinna
bless í bili
5 comments:
Þú heppin að dekkin eru ekki ennþá geymd á 4 eða var það 5 hæð.
Kveðja
Maggi bestastibestibróðir
Maggi þú ert eini bróðir hennar....
Gleymduð þið brúðkaupsafmæli foreldra ykkar, skamm skamm.
Hjúkket að hafa verið á klakanum með nóg að gera, fara í íþróttaskólann, snyrta fótinn á Magga, drífa sig í Kringluna að kaupa afmælisgjafir og drífa sig í afmæli, nógu margar afsakanir til að gleyma svona....
kv
Rúna sem getur sannarlega sagt besta systir :o)
Það er 4ða hæð, það var fínt að sleppa við að bera þau. Haldiði ekki að það hafi byrjað að snjóa þegar ég keyrði þaðan síðan=)
Já ég var búin að gleyma brúðkaupsafmælinu, hvernig á maður að muna eftir svoleiðis, mér finnst nú gott að muna eftir afmælisdögum, að mestu leyti thanks to Rúna með þá alla á dagatalinu sem ég fékk í fyrra.
kveðja
Anna Dóra besta systir ykkar þá eða...
Ja hérna, takk fyrir síðast. Þetta átti að vera "surprise" með brúðkaupsafmælið enda hver á svo sem að muna eftir því annar en ég. Vil þó gjarna hafa vitni að því að ég muni eftir því svo "gamla" geti ekki nuddað mér upp úr að hafa gleymt því! Til hamingju með snjóinn, þú sagðist ekki hafa séð snjó í vetur svo það er tími til kominn. Við sjáumst svo síðla í desember. Heilsur að heiman!
Gamli.
Segi eins og "gamli" til hamingju með snjóinn, við erum búin að fá talsvert af honum undanfarið og líka helv. hálkuna sem fylgir hinni einu og sönnu íslensku rigningu.
Er búin að detta einu sinni í hálkunni, en fall er fararheill ekki satt? Verst að það var fyrir utan World Class í Laugum, nóg að fólki til að sjá mig detta :o(
Ég ætti kannski að setja brúðkaupsafmæli foreldranna inn næst þegar ég geri dagatal, þá hefur enginn afsökun til að gleyma því, en pabbi góður að muna eftir því.
kv
Rúna
Post a Comment