Thursday, November 27, 2008

Á morgun kemur Jessica í heimsókn til mín og verður hér um helgina. Það verður þokkalega partajað..... Búin að bjóða vinnufélögunum í heimsókn á morgun, ekki búið að ákveða hvað við gerum á laugardaginn en skemmtilegt verður það. Ætla að halda uppá svona aðeins fyrirfram að ég er búin að fá 3 skiptarvaktir JIBBÝÝÝÝÝ ég er að eignast líf aftur frá og með 12.janúar, get flutt aftur heim til mín í staðinn fyrir að búa í vinnunni=)
Annars er svosem ekki svo mikið nýtt um að ske, segi ykkur frá helginni síðar ef ég lifi hana af.
kramiz

4 comments:

Anonymous said...

Ertu þá að flytja til Íslands?

Kveðja
Maggi Jónasar

Anonymous said...

Verst hvad tú ert fyndinn, flytja heim í kreppuna, ekki alveg...
kvedja
Anna Dóra

Anonymous said...

Kreppan er ekki kominn fyrir alvöru, hún kemur fyrst í ljós þegar fólk sem er að vinna uppsagnafrest hættir að vinna. Þá fyrst verður allt brjálað og kreppan fer að bíta á fólki.

Kveðja
Maggi bestastibestibróðir

Anonymous said...

Þú átt ótrúlega svartsínan bróður, þó e.t.v. sé það rétt hjá honum að við höfum e.t.v. ekki séð nema toppinn á ísjakanum ennþá. En í öllu falli, góða skemmtun yfir helgina, hafðu i huga að hún kann að verða sú síðasta í bili a.m.k. fyrir ríkisborgara að þínum toga, hvað svo sem framtíðin kann að leiða í ljós.

Heilsur, Gamli