Monday, January 05, 2009

Annaðhvort fengu allir pening í jólagjöf eða fólk er ánægt með að vera ennþá með vinnu!!! Fattaði ekki alveg að útsölurnar væru byrjaðar á laugardaginn þegar ég kíkti í kringluna og OMG það var ekki þverfótað fyrir fólki í innkaupahugleiðingum, ég sem hélt að ég væri að gera góðverk með að ætla að bjarga efnahag landsins, ehh mér sýnist á öllu að þið séuð fullfær um að bjarga ykkur sjálf!! Annars finnst mér ekki gaman að kíkja á útsölur, fullt af fólki allir að troðast, búið að týna út allt það besta eða leggja það undan, samt kíkir maður alltaf í von um að finna eitthvað.
Hitti MS-vinkonur mínar á laugardaginn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er gaman hjá manni, allt í einu var klukkan farin að nálgast 23 og við nýkomnar. Ætla að hitta fleiri vinkonur í fyrramálið, ætla að bjóða þeim hingað í tacolunch, ég veit það hljómar bara gott....
Ætla svo í bíó annaðkvöld með Rúnu systir, við ætlum að sjá Australia ef fleiri vilja koma með er bara að láta vita.... the more the merrier eins og skáldið sagði.
kramis

2 comments:

Anonymous said...

Ætli ég njóti þá góðs af góðum hádegismat á morgun?

Kveðja
Maggi

Unknown said...

jæja ég hélt að hann Maggi bróðir væri rólegheita drengur ;) í vinnunni. Hefði alveg skellt mér í bíó með ykkur, en ..... einhvern tímann seinna. Hér er 18 stiga frost svo það er kakó teppi og kertaljós og TV sem gäller ;)
kram
Guðrún