Thursday, January 01, 2009

Gleðilegt árið allir saman.
Árið byrjaði vel, ég fékk að sofa út þrátt fyrir að drengirnir væru í heimsókn, vaknaði meira að segja á undan stóra drengnum=)
Átti hefðbundin áramót í faðmi fjölskyldunnar, við enduðum kvöldið með singstar, djö.. hvað það er skemmtilegt og maður þarf ekki einu sinni að kunna að syngja.
Hugsa að Maggi fái hrakfallabálkastig ársins. Hann fór í gær í 3ja sinn í llíbarkújs á slysó á árinu í gær. Jepp hann er lögreglumaðurinn sem kinnbeinsbrotnaði þegar hann fékk grjót í andlitið á mótmælunum, en fínt fyrir mig.... núna er hann í veikindafríi meðan ég er á landinu, ég fékk enga vinnu þannig að við verðum að druslast saman næstu daga systkinin=)
Ég veit ekki hvaða stig ég ætti að fá fyrir árið eða hmmm jú kannski að ég viti það en hugsa að ég haldi því bara fyrir sjálfa mig, ef þið þekkið mig rétt eigið þið ekki í vandræðum með að giska rétt....
kram

4 comments:

Anonymous said...

Það er þá eitt núll fyrir mér

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Eiginlega 1-1 ég fékk líka stig, segi bara ekki fyrir hvað.....
Hef reyndar úr mörgu að velja, gef mér hér með djammstig ársins ;-)

Anonymous said...

Ég ætla að eigna mér barnsfæðing ársins, fallegustu börn ársins, fyndnustu komment ársins, þá er ég að sjálfsögðu að tala um börnin mín ;o)

Dæmi um komment ársins eru td. Anna Dóra við Hermann, er ég best? Hermann: Já. Nanna amma: Er ég þá allrabest? Hermann: Nei. Nanna amma: Hvað er amma þá? Hermann: Hundfúl.....

Halldór Óskar: Afi megum við fara í tölvuna? Jónas afi: Það er slökkt á tölvunni. Halldór Óskar: Þú ræður hvort við verðum fúlir að leika okkur uppi eða hvort við verðum glaðir í tölvunni.....

kv
Rúna

ps
Maggi sama hvað við reynum eða gerum þá toppar kellan okkur fyrir árið 2008, talandi um músina sem læðist, veit sko alveg hvort hún var á "naugty eða nice" listanum hjá jólasveininum :o)

Fejken said...

Ja har så svårt att följa med i din blogg. men gott nytt år!!
KRAM