Monday, July 02, 2007

Hæ hæ
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, kominn 2. júlí. Það eru svo margir í vinnunni sem vorkenna mér að eiga eftir að vinna í allt sumar, þar til að ég minni þau á að ég sé búin að vera í 4ra vikna fríi=) ekki vorkenni ég mér. Er að fara í kvöld með hóp úr vinnunni í róður, við ætlum að læra að róa hvort það er kanó eða kajak man ég ekki en það er einn í hverjum bát. Svo ætlum við að grilla á eftir, hljómar vel I know=)

Afmælisprik vikunnar fá Jónas Ásgeir og Ásdís til hamingju með daginn í dag og á morgun.
Afmælisprik síðustu viku fékk hún móðir mín sem les svo nákvæmlega það sem ég skrifa á msn að þegar ég talaði við hana um kvöldið fékk ég hálfgerðar skammir fyrir að vera ekki búin að óska henni til hamingju með daginn, þrátt fyrir að það var það fyrsta sem ég skrifaði á msnið um morguninn, já það er ekki skrýtið að manni finnist stundum eins og það sé ekki hlustað á/lesið það sem maður hefur að segja!!!

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

2 comments:

Anonymous said...

Hvað í andskotanum ertu að skrifa hérna, ég bara skil ekki orð af þessu. Er þetta kannski einhver útlenska?

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

hahaha Maggi þú ert alltaf jafn fyndinn. Þú verður bara að byrja að hlusta á það sem ég hef að segja.

kveðja