Tuesday, July 10, 2007



























Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er ekki 18 ára lengur. Eða hvað haldið þið? Það að skella sér út á lífið 2 kvöld í röð er ekki jafn auðvelt og það var. Ég var svo þreytt á sunnudaginn að var ekki fyndið. Ég er að halda í vonina að ég hafi verið svona þreytt vegna þess að ég er búin að vinna mjög mikið undanfarið, ekki vegna þess að ég er að eldast;-)

Annars er allt gott að frétta, sólin farin að skína eftir miklar rigningar, eftir 2ja vikna rigningatímabli er mér í rauninni sama hvort sólin skíni eða ekki, bara að það sér þurrt.


Læt þetta duga í bili
kveðja
Sú síunga



5 comments:

Anonymous said...

Skil þig vel með þreytuna, er búinn með 3 næturvaktir og hef verið að vakna klukkan 18:30, 19:00 og 20:45.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Vona að þið skiljið hvað ég meina með myndinni, ef ekki feel free to ask!!!

Anna Dóra

Anonymous said...

Fyrir þá sem ekki sjá það (búin að útskýra fyrir nær allri fjölskyldunni) þá sýnir myndin vangasvip gamallar konu og baksvip ungrar konu. Mér fannst þetta svo viðeigandi þar sem mér finnst ég yngri en árin segja til um.

puss og kram

Anonymous said...

Þó að það hafi tekið smá tíma þá fattaði ég myndina að lokum, var ekki alveg að skilja þetta auga sem leit út eins og eyra.

Annars er ég alveg sammála þér að maður yngist ekkert, maður er náttúrulega alltaf 18 en þegar maður er kominn á það stig að maður þurfi sólarhringinn til að jafna sig eftir eitt djamm þá held ég að maður verði að fara að viðurkenna aldurinn.

kv

Anonymous said...

það styttist í nýjan tug ;)
kveðja
Uppsala