Hæ hæ, vá hvað þau stóðu sig vel í Belgrad í gær. Ég var í Eurovisionpartýi og að sjálfsögðu hringdum við inn okkar atkvæði fyrir Ísland, ég fór reyndar heim að keppni lokinni, ólíkt mér já ég veit en ég hafði góða ástæðu. Mér tókst nefnilega að detta af hestbaki á föstudaginn og er frekar blá og marin, hægri rasskinnin er tvöföld bæði af bólgu og mari. Við fórum á stökk og merin sem ég var á vildi fara mun hraðar en ég. Þegar ég var að reyna að hægja á henni missti ég jafnvægið og flaug af baki. Lenti sem betur fer á hliðinni (þakklát fyrir hvað ég með stóran rass svona einu sinni) mér er reyndar dru.... illt en þetta hlýtur að gróa áður en ég gifti mig ;-) Ég er reyndar þakklát (ef maður má orða það þannig) fyrir að hafa bara marist illa, ég trúi varla ennþá að ég hafi ekki brotið eitt einasta bein í líkamanum eða að neinn hestur hafi stigið á mig.
Ætla að láta þetta duga í bili
Kveðja
ein lurkum lamin
2 comments:
skórnir mínir eru óþekkjanlegir eftir nivå i gær. margir sænskir hestar þar í gær , traðkandi á mínum tám. þín var sárt saknað kompis. repris är ett MÅSTE
H
Þú hefur ekki tekið bikkjuna í IPPON á eftir?
Kveðja
Maggi
Post a Comment