HÆ HÓ JIBBÝ JEI OG JIBBÝ JEI ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ
Til hamingju með daginn allir. Ég hálfvorkenni Svíunum þegar ég segi þeim frá því að við höldum uppá þjóðhátíðardaginn hátíðlega. Nema hvað eins miklar þjóðarrembur og við erum.
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu fréttunum sem ég fékk í gærkvöldi. Hrafnhildur hringdi og spurði hvort ég vildi fara með henni á tónleika í Parken í Köben þann 29. júní með engum öðrum en GOÐSÖGNINNI Bruce Springsteen. ÉG HELD ÞAÐ NÚ, bíð bara eftir að hún fái staðfest miðakaupin og þá erum við á leiðinni á tónleika.
Vildi bara deila þessu með mér, njótið frídagsins þið heima, aðrir þurfa að vinna fyrir laununum sínum;-)
3 comments:
HÆ djammari !
Gleðilegan þjóðhátíðardag ! Vona að allt gangi upp með miðana á Brúsa vin okkar og óska ykkur góðrar skemmtunar á tónleikunum.
Heyrumst þegar þú kemur til ísl.
kram
Hulda
Við fengum 2 stk miða og förum til Parken. Absolut säkert. Svo er ég kannski með 2 miða til, fæ að vita í næstu viku hvort ég fæ þá líka. Þá er bara spurning hver vill fara með "team Iceland"?
Væri alveg til í að bætast í team Iceland hópinn, verst að það yrðu ansi dýrir tónleikar þar sem að ég get ekki alveg keyrt yfir eins og sumir, og ekki víst hvort að ég fengi leyfi hjá lækni til að fara.
En skemmtið ykkur ógeðslega vel, verð með ykkur í anda.
Rúna
ps, það var ekki týbískt 17.júní veður heldur sól og nánast heiðskýrt, enda um 50 þús manns sem lögðu leið sína í miðbæinn.
Abinóinn ég tók meira að segja lit.
Post a Comment