Saturday, November 01, 2008

Fór á frumsýninguna á Bond síðasta fimmtudag, sýningin var kl 0:07 svolítið táknrænt ekki satt=) Ég verð reyndar að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum. Það var enginn söguþráður og svo bara allt í einu var myndin búin. Daniel Craig stóð þó fyrir sínu, myndarlegur eins og í fyrri myndinni. Mikið um að ske þessa vikuna. Kvöldvakt mánu- og þriðjudag. Stelpudagur með Huldu í Kaupmannahöfn á miðvikudag, tónleikar með Gavin DeGraw um kvöldið. Flýg svo frá kastrup á fimmtudagsmorgninum til Stokkhólms. er að fara á kúrs með 2 vinnufélögum. Kem síðan heim seinnipart föstudags. Spennandi vika framundan.
Búin að kaupa flugmiða til Íslands um áramótin, kem 28. des og fer heim 9. jan.
Jæja ætla að halda áfram að undirbúa mig fyrir kúrsinn.
Bless í bili

2 comments:

Anonymous said...

Ég elska Gavin DeGraw, er alltaf með hann i Ipod-inum þegar ég er að hlaupa. Verð að viðurkenna að ég er að deyja úr öfund. Hann er "Good looking, sexy, funny, well dressed..............." Bið að heilsa iallafall, kastaðu til hans släng-puss frá mér.
Hrafnhildur

Anonymous said...

prufa prufa, hef ekkert getað skrifað hér í lengri tíma