Wednesday, February 11, 2009

Úti er alltaf að snjóa.... ekkert nýtt fyrir ykkur á Íslandi en hér er hellingssnjór. Búið að snjóa í alla nótt og allan morgun=) Vona bara að snjórinn haldist alla vega næstu viku því þá er frí í öllum skólum. Ég get ekki að því gert en ég vorkenni krökkum hérna svolítið að það kemur svo lítill snjór á veturna. Er eitthvað skemmtilegra en að leika sér í snjónum. Búa til snjókarla, kerlingar, hús. renna sér á sleða, skíðum, skautum. Ég hefði allavega ekki viljað missa af því.
Ætla að fara að taka mig til, það er smá fræðslufundur með nemunum núna kl 14 og svo fer ég á aðra fræðslu í vinnunni kl 16:30, nóg að gera í dag.
bið að heilsa

3 comments:

Jessica said...

Hahaha härlig blog list du har, snor i halsen hahaha!! Hoppas du har en bra dag! PUSS!

Anonymous said...

Þetta hljómar svo pró að vera að fara hitta nemana

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

I know Maggi, ég er soddan pró;-)
Hahaha
kram
Anna Dóra