Komin með nýtt verkefni.
Ég og Josefin og vonandi fleiri, ætlum að hjóla glasrikeresan. Við ætlum reyndar "bara" að hjóla lighthringinn sem er 110 km, markmiðið er að klára hringinn á 8 klst. Þar sem það er bara mánuður til stefnu ætla ég að byrja að æfa í dag. Ætla að hjóla til Rödeby sem er ca 10 km og þaðan til Alltorp, að Skärfa og niður á hjólastíginn frá Nättraby heim, hugsa að í heildina sé þetta um 20-25 km. Í dag er það ok, sól og heiðskýrt.
Jæja best að koma sér af stað svo ég komi nú heim einhvern timann.
kram
Wednesday, July 29, 2009
Tuesday, July 21, 2009
Ætli það sé ekki best að leyfa Rúnu aðeins að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur=)
Síðasta miðvikudag keyrðum við í heimsókn til Rögnu og Óla. Á fimmtudeginum skelltum við okkur svo til Borås og fórum í dýragarðinn og vorum svo heppin að vera í stúkusæti þegar ljónunum var gefið, við erum að tala um 1,5 m frá ljónunum (á bakvið gler að sjálfsögðu) þegar þau rifu í sig engin smá læri, drengirnir tóku andköf og gleymdu næstum að anda. Þetta er mjög skemmtilegur dýragarður, ég get alveg mælt með honum. Á föstudeginum keyrðum við heim og komum við í High Chaparall, kúrekagarði þar sem við hittum Lukku Láka, Dalton bræður, Indíána, sáum ansi flotta villta vestur sýningu og vorum rænd í lestarferð til Mexíkó. Ég á 2 litla Lukku Láka núna. Annars höfum við bara mest notið þess að vera saman, meðan mamma, pabbi og Helga Dís kíktu í búðir í gær fórum ég með strákana í lestarferð um miðbæinn og í dag meðan ég svaf eftir næturvaktina fóru þau í Barnens gård og haldið ykkur fast drengirnir plötuðu ÖMMU sína í vatnsrennibraut!!! Mér hefur ekki einu sinni tekist það.
Í kvöld ætla ég og Helga Dís á pöbbarölt með hinum ýmsu konum, sumar þekki ég, aðrar ekki. Ein sem ég þekki er að hóa saman kvenfólki á pínu stelpukvöld á pöbbinn, hljómar bara vel ekki satt. Á morgun kíkjum við líklegast í smá heimsókn til vinkonu minnar sem er með smá sveitabæ, skoðum dýrin sem hún er með heima og ætlum að kaupa egg. Síðan á fimmtudaginn verður komið að kveðjustund. Ótrtlegt hvað þessir 10 dagar líða hratt, sem betur fer á ég góða vini sem ætla að fylla upp í tómarúmið sem kemur þegar fjölskyldan fer.
Jæja Rúna mín ertu sátt við þetta?
kram
Monday, July 13, 2009
Nú eru þau á leiðinni. Komin í lestina og ég bíð spennt eftir að þau komi. Mamma, pabbi, Helga Dís, Halldór Óskar og Hermann Ingi ætla að heiðra mig með nærveru sinni næstu 10 dagana. Helga Dís ætlar reyndar til Köben og hitta Hildi nokkra daga meðan við hin ætlum í heimsókn til Röggu og Óla. Kíkja í Ullared (versla föt á drengina) dýragarðinn í Borås og High Chaparall, kúrekaskemmtigarð. Ég keypti meira að segja púða í bílinn til að eiga fyrir núna Hermann, seinna verður ábyggilega einhver annar gormur sem notar hann. (hvað ætli maður fái mörg fullorðinstig fyrir svoleiðis?)
Jæja ætla að skella í eina kladdköku, maður verður að eiga eftirrétt þegar maður fær svona fínt fólk í heimsókn
pussiluss
Jæja ætla að skella í eina kladdköku, maður verður að eiga eftirrétt þegar maður fær svona fínt fólk í heimsókn
pussiluss
Friday, July 03, 2009
Warm... kind of hot in those RHINOS, ekki hægt að segja annað.
30° og steikjandi sól. Erfitt að vera í fríi þessa dagana, margar erfiðar ákvarðanir eins og hmmm hvaða playa á ég að velja í dag? Ætti maður að fá sér einn kaldan til að kæla sig niður eftir ströndina? Erfitt líf ekki satt?
Ætla að hjóla niður í bæ, ekki til að kaupa skó í þetta skiptið, keypti 2 pör um síðustu helgi=) ætla að hitta Guðrúnu og Eirík þau eru í heimsókn frá Uppsala. Hver veit nema að maður kíki á Glassiären og fái sér ís í hádegismat... maður má svoleiðis á sumrin.
Jæja best að skella sér út í hitann og sólina, vona bara að það sé ekki jafn mikill raki í loftinu og í gær, sveittur bréfberi fékk nefnilega nýja merkingu í gær. Maður svitnaði bara við að stinga nefinu út á svalir ég tala nú ekki um við að labba á ströndina, enda skellti ég mér beint í sjóinn þegar ég kom þangað.
puss o kram
30° og steikjandi sól. Erfitt að vera í fríi þessa dagana, margar erfiðar ákvarðanir eins og hmmm hvaða playa á ég að velja í dag? Ætti maður að fá sér einn kaldan til að kæla sig niður eftir ströndina? Erfitt líf ekki satt?
Ætla að hjóla niður í bæ, ekki til að kaupa skó í þetta skiptið, keypti 2 pör um síðustu helgi=) ætla að hitta Guðrúnu og Eirík þau eru í heimsókn frá Uppsala. Hver veit nema að maður kíki á Glassiären og fái sér ís í hádegismat... maður má svoleiðis á sumrin.
Jæja best að skella sér út í hitann og sólina, vona bara að það sé ekki jafn mikill raki í loftinu og í gær, sveittur bréfberi fékk nefnilega nýja merkingu í gær. Maður svitnaði bara við að stinga nefinu út á svalir ég tala nú ekki um við að labba á ströndina, enda skellti ég mér beint í sjóinn þegar ég kom þangað.
puss o kram
Subscribe to:
Posts (Atom)