Nú eru þau á leiðinni. Komin í lestina og ég bíð spennt eftir að þau komi. Mamma, pabbi, Helga Dís, Halldór Óskar og Hermann Ingi ætla að heiðra mig með nærveru sinni næstu 10 dagana. Helga Dís ætlar reyndar til Köben og hitta Hildi nokkra daga meðan við hin ætlum í heimsókn til Röggu og Óla. Kíkja í Ullared (versla föt á drengina) dýragarðinn í Borås og High Chaparall, kúrekaskemmtigarð. Ég keypti meira að segja púða í bílinn til að eiga fyrir núna Hermann, seinna verður ábyggilega einhver annar gormur sem notar hann. (hvað ætli maður fái mörg fullorðinstig fyrir svoleiðis?)
Jæja ætla að skella í eina kladdköku, maður verður að eiga eftirrétt þegar maður fær svona fínt fólk í heimsókn
pussiluss
2 comments:
Það var svo tómlegt að vakna bara við einn strák í morgun. Enginn Halldór Óskar sem kom eldsnemma í morgun til að athuga hvað klukkan væri :o(
Við borðum kladdkökuna með ykkur í anda :o)
Góða skemmtun og gangi þér vel að gera íbúðina þína strákahelda :o)
kv
Rúna
Jæja, sp um að update-a fyrir múttuna hvað er búið að gerast í ykkar lífi síðustu daga :o)
Post a Comment