Friday, July 03, 2009

Warm... kind of hot in those RHINOS, ekki hægt að segja annað.
30° og steikjandi sól. Erfitt að vera í fríi þessa dagana, margar erfiðar ákvarðanir eins og hmmm hvaða playa á ég að velja í dag? Ætti maður að fá sér einn kaldan til að kæla sig niður eftir ströndina? Erfitt líf ekki satt?
Ætla að hjóla niður í bæ, ekki til að kaupa skó í þetta skiptið, keypti 2 pör um síðustu helgi=) ætla að hitta Guðrúnu og Eirík þau eru í heimsókn frá Uppsala. Hver veit nema að maður kíki á Glassiären og fái sér ís í hádegismat... maður má svoleiðis á sumrin.

Jæja best að skella sér út í hitann og sólina, vona bara að það sé ekki jafn mikill raki í loftinu og í gær, sveittur bréfberi fékk nefnilega nýja merkingu í gær. Maður svitnaði bara við að stinga nefinu út á svalir ég tala nú ekki um við að labba á ströndina, enda skellti ég mér beint í sjóinn þegar ég kom þangað.

puss o kram

2 comments:

Anonymous said...

Fengum nú svona góðan dag í gær en nema hvað þá er komin rigning í dag :o)

Erum að setja stefnuna norður í fyrramálið, ætlum í útilegu í sólina.

kv
Rúna

Anonymous said...

Veit ekki hvað þú ert að monta þig, hér er allt að 17°C hiti á nóttinni. Hver getur kvartað yfir því?

Kveðja
Maggi