Tuesday, July 21, 2009
Ætli það sé ekki best að leyfa Rúnu aðeins að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur=)
Síðasta miðvikudag keyrðum við í heimsókn til Rögnu og Óla. Á fimmtudeginum skelltum við okkur svo til Borås og fórum í dýragarðinn og vorum svo heppin að vera í stúkusæti þegar ljónunum var gefið, við erum að tala um 1,5 m frá ljónunum (á bakvið gler að sjálfsögðu) þegar þau rifu í sig engin smá læri, drengirnir tóku andköf og gleymdu næstum að anda. Þetta er mjög skemmtilegur dýragarður, ég get alveg mælt með honum. Á föstudeginum keyrðum við heim og komum við í High Chaparall, kúrekagarði þar sem við hittum Lukku Láka, Dalton bræður, Indíána, sáum ansi flotta villta vestur sýningu og vorum rænd í lestarferð til Mexíkó. Ég á 2 litla Lukku Láka núna. Annars höfum við bara mest notið þess að vera saman, meðan mamma, pabbi og Helga Dís kíktu í búðir í gær fórum ég með strákana í lestarferð um miðbæinn og í dag meðan ég svaf eftir næturvaktina fóru þau í Barnens gård og haldið ykkur fast drengirnir plötuðu ÖMMU sína í vatnsrennibraut!!! Mér hefur ekki einu sinni tekist það.
Í kvöld ætla ég og Helga Dís á pöbbarölt með hinum ýmsu konum, sumar þekki ég, aðrar ekki. Ein sem ég þekki er að hóa saman kvenfólki á pínu stelpukvöld á pöbbinn, hljómar bara vel ekki satt. Á morgun kíkjum við líklegast í smá heimsókn til vinkonu minnar sem er með smá sveitabæ, skoðum dýrin sem hún er með heima og ætlum að kaupa egg. Síðan á fimmtudaginn verður komið að kveðjustund. Ótrtlegt hvað þessir 10 dagar líða hratt, sem betur fer á ég góða vini sem ætla að fylla upp í tómarúmið sem kemur þegar fjölskyldan fer.
Jæja Rúna mín ertu sátt við þetta?
kram
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Takk fyrir þetta, æðisleg mynd af Lukka og Láka :o)
Saknaðarstundin þín breytist sko í gleðistund hjá mér, er farin að sakna þessa hávaðabelgja alveg ótrúlega mikið.
kv
Rúna
gleymdi, þvílíkir persónutöfrar finnst það tókst að plata gömlu í vatnsrennibraut
Amma stóð nú reyndar bara í lauginni og tók á móti þeim, en það er meira en okkur hefur tekist að plata hana í. Í morgun vorum við á ströndinni, drengirnir búnir að prófa sjósund eins og pabbinn=)
kram
Anna Dóra
Post a Comment