Skelfilegt hvað tíminn er stundum fljótur að líða. Ég stillti klukku í morgun, slökkti svo samviskusamlega á henni og fannst ég bara hafa legið í nokkrar mínútur og fílósóferað um lífið og tilveruna þegar ég opna augun og lít á klukkuna og viti menn, þessar nokkru mínútur voru klukkutími=)
Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.
Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)
Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra
Thursday, December 27, 2007
Friday, December 21, 2007
Hérna kemur smá jólaglaðningur fyrir þá sem eru haldnir sömu jólanostalgíu og ég. Ég elska þessa auglýsingu og var með secret chrush í kúrekanum.
Aðeins 3 næturvaktir til jóla.
Jólakveðja
Anna Dóra
Aðeins 3 næturvaktir til jóla.
Jólakveðja
Anna Dóra
Saturday, December 15, 2007
Styttist til jóla, hvernig gengur jólaundirbúningurinn þarna úti? Ég bakaði christmas cupcakes áðan, þær eru ótrúlega jólalega góðar, ætli það sé piparkökukryddið? Ætla að taka þær með mér til vinkonu minnar. Við erum 10 sem ætlum að hittast og búa til pínu jólakonfekt í kvöld. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, á bara eftir að setja upp jólatréið mitt. Það verður verkefni morgundagsins. Ég ætla að eyða aðfangadagskvöldi með Jessicu minni og fjölskyldunni hennar í Ör, fyrir utan Växjö. Á jóladag ætla ég að hitta Hrafnhildi mína í hangikjöti og svo ætlum við nokkrar singel pæjur úr vinnunni að kíkja út á lífið (ef við fáum miða þ.e.a.s).
Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?
Jólakveðja
Anna Dóra
Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?
Jólakveðja
Anna Dóra
Monday, December 10, 2007
Vá við vorum með Jólapartý í vinnunni síðasta laugardag sem heppnaðist alveg suddalega vel. Skemmtinefndinni var þakkað fyrir vel unnin störf og allir eru farnir að hlakka til eftir næsta partýi. Þetta er eini gallinn við að halda skemmtileg partý, fólk treystir á að þú haldir áfram að skipuleggja partý handa þeim.
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
Monday, December 03, 2007
Var aðeins að leika mér, setti inn smá videóklipp hér til hliðar.
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.
21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.
21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra
Friday, November 30, 2007
Bara 25 dagar til jóla og á morgun fæ ég að opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu. Ég á reyndar 2 =) ég keypti mér eitt og svo fékk ég eitt frá m+p. Fyrsti sunnudagur í aðventu nálgast og þar með jólaskreytingin.
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.
Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.
Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér
puss og kram
Anna Dóra
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.
Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.
Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér
puss og kram
Anna Dóra
Wednesday, November 21, 2007
Sit á 3ju 16 tíma vaktinni og er að láta tímann líða. Fyrsta vaktin þar sem ég er ekki á hlaupum í tíma og ótíma. Ætlaði bara að nota tækifærið og þakka öllum sem komu í partýið til mín fyrir mig. Það var ekkert smá gaman að hitta alla. Hver kom mest á óvart í partýinu, jú mikið rétt það var Maggi, ég hefði aldrei trúað að drengurinn myndi taka lagið í Singstar, efast reyndar um að það hafi verið margir sem áttu von á því=)
Á eftir tvær 16 tíma vaktir fimmtudag og föstudag, áður en ég held heim á leið á laugardagsmorguninn. Ég er orðin spennt að vita hvað ég fái í laun því ég hef heyrt orðróm um að ég sé búin að gera mikið og gott gagn=)
Verð að halda áfram að vinna, bless í bili
Anna Dóra
Á eftir tvær 16 tíma vaktir fimmtudag og föstudag, áður en ég held heim á leið á laugardagsmorguninn. Ég er orðin spennt að vita hvað ég fái í laun því ég hef heyrt orðróm um að ég sé búin að gera mikið og gott gagn=)
Verð að halda áfram að vinna, bless í bili
Anna Dóra
Monday, November 12, 2007
Wednesday, November 07, 2007
Ég er að koma heim til að vinna mér inn nokkrar aukakrónur. Japp ég ætla að gera eins og svíinn nema hvað að ég ætla til Íslands í staðinn fyrir Noregs. Kem 15. nóv og fer heim aftur 24. nóv. Við systur ætlum að vera með smá partý 17.nóv, ef það er einhver sem við erum að gleyma endilega láttu mig vita. Þetta verður líklegast eina tækifærið til að hitta mig því ég mun vinna mjög mikið.
Fékk að vita í síðustu viku að það eru 2 nýjar kafbátaæfingar með hernum á næsta ári og þeir vilja að ég verði með aftur=) Hljómar vel, I know..... þetta var ekkert smá gaman síðast og bossinn sagði mér að leggja frí þegar æfingarnar verða.
Bið að heilsa í bili,
Anna Dóra
Fékk að vita í síðustu viku að það eru 2 nýjar kafbátaæfingar með hernum á næsta ári og þeir vilja að ég verði með aftur=) Hljómar vel, I know..... þetta var ekkert smá gaman síðast og bossinn sagði mér að leggja frí þegar æfingarnar verða.
Bið að heilsa í bili,
Anna Dóra
Sunday, October 28, 2007
Komin heim frá Bahamas og orðin árinu eldri. Ég er búin að hafa það alveg rosalega gott og kynnast helling af fólki.
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
Wednesday, October 10, 2007
Er ekki kominn tími á að ég segi ykkur frá hvert ég fer í næsta ferðalag?
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
Monday, October 08, 2007
Komin heim frá Þýskalandi. Þessi ferð var ógleymanleg, við vorum svo heppin með veður 20°C og sól næstum alla dagana. Við höfum keyrt og skoðað heilan helling. Við skoðuðum kastala sem er fyrirmyndin að kastalanum hennar Þyrnirós í Disneymyndunum. Við keyrðum og skoðuðum Arnarhreiðrið, það var ótrúlega flott. Ímyndið ykkur bara að vera í 1834m hæð í ölpunum, það er næstum heiðskýrt, hárið á höfðinu hreyfist varla og þú ert með útsýni í 200°. Set kannski inn einhverjar myndir við tækifæri þegar Rúna er búin að senda mér þær.
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).
Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.
Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).
Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.
Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris
Tuesday, September 25, 2007
Var að lesa mbl.is og sjá að PABLO FRANCISCO verður með uppistand heima, gerið mér greiða og farið og sjáið hann. Maðurinn er ótrúlega fyndinn. Hans sérkenni er held ég einmitt þetta, fyndna röddin sem kynnir allar bíómyndir.
Annars allt gott, var að vinna í nótt og fer aftur í nótt, síðan vinn ég aðfaranótt laugardags og sunnudags og síðan er það vikufrí í Þýskalandi. Raggi frændi giftir sig núna 6.okt. Keypti einmitt tvo kjóla í gær, báðir ógó sætir nema hvað=) Eftir brúðkaupið vinn ég í viku og síðan 2ja vikna frí.......... I just love to be me.
hafið það gott
puss o kram
Annars allt gott, var að vinna í nótt og fer aftur í nótt, síðan vinn ég aðfaranótt laugardags og sunnudags og síðan er það vikufrí í Þýskalandi. Raggi frændi giftir sig núna 6.okt. Keypti einmitt tvo kjóla í gær, báðir ógó sætir nema hvað=) Eftir brúðkaupið vinn ég í viku og síðan 2ja vikna frí.......... I just love to be me.
hafið það gott
puss o kram
Monday, September 24, 2007
Sjáiði afraksturinn, fór með Jessicu út í skóg áðan að týna kantareller (sveppir). Það var reyndar mun skemmtilegra að týna og leita að þeim heldur en að hreinsa þá. Ætla að steikja sveppi núna og hella aðeins rjóma yfir og svo setur maður herlegheitin ofan á brauð. Hljómar gott, ég veit. Við ætlum að fara aftur út í skóg við tækifæri.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef týnt
sveppi og varð mun auðveldara þegar við höfðum fundið nokkra svo ég vissi hverju ég væri að leita að. Vona bara að maturinn verði góður.
kramisar
Doris
Saturday, September 22, 2007
Sælt veri fólkið, hvað á að gera um helgina?
Í kvöld er ég og Jessica að fara til Växjö á uppistand, hann heitir Magnus Betnér og er ótrúlega fyndinn. Síðan veit maður aldrei nema maður kíki út á lífið hér í Karlskrona á eftir, það á allt eftir að koma í ljós.
Það er talað um að allir sem fljúga með þyrlunni eigi að taka þátt í æfingu um hvernig maður eigi að bjarga sér út úr þyrlu sem nauðlendir á vatni. Margir sem hafa byrjað hugsa sig um 2svar núna eftir þyrluslysið sem varð fyrir rúmri viku. Með því að taka þátt í þessarri æfingu megum við vera með lítinn loftbrúsa á okkur þannig að við kaupum okkur nokkrar aukamínútur undir vatninu. Kíkið á þetta myndband og segið mér hvað ykkur finnst.
Best að ég fari og kíki í búðir, fer í brúðkaup núna 6.okt og hef ekki guðmund um í hverju ég á að vera.
Góða helgi
Í kvöld er ég og Jessica að fara til Växjö á uppistand, hann heitir Magnus Betnér og er ótrúlega fyndinn. Síðan veit maður aldrei nema maður kíki út á lífið hér í Karlskrona á eftir, það á allt eftir að koma í ljós.
Það er talað um að allir sem fljúga með þyrlunni eigi að taka þátt í æfingu um hvernig maður eigi að bjarga sér út úr þyrlu sem nauðlendir á vatni. Margir sem hafa byrjað hugsa sig um 2svar núna eftir þyrluslysið sem varð fyrir rúmri viku. Með því að taka þátt í þessarri æfingu megum við vera með lítinn loftbrúsa á okkur þannig að við kaupum okkur nokkrar aukamínútur undir vatninu. Kíkið á þetta myndband og segið mér hvað ykkur finnst.
Best að ég fari og kíki í búðir, fer í brúðkaup núna 6.okt og hef ekki guðmund um í hverju ég á að vera.
Góða helgi
Tuesday, September 18, 2007
Flott í Silfru eða hvað. Þið sem ekki kafið, prófið að snorkla í Silfru, þetta er ótrúleg upplifun, svo tært vatn, það gerist varla betra.
Er ég spennufíkill? Mér finnst á honum pabba mínum að svo sé. Mér finnst gaman að vinna á sjúkrabílnum, mér finnst æði að fljúga í þyrlu. Ég elska vinnuna mína, engir 2 dagar eru eins. Ég elska að ferðast og kynnast nýju fólki. Köfun er bara gaman. Ég hef nú samt engan áhuga á því að hoppa úr fallhlíf, líklegast vegna þess að ég er svo lofthrædd. Ég veit það ekki kannski er ég spennufíkill hvað haldið þið?
kram
Anna Dóra
Monday, September 17, 2007
Ég er komin með nýtt mottó, maður lifir bara einu sinni. Af hverju þarf alltaf slys til að fá mann til að ranka við sér. Maður vinkonu minnar dó í þyrluslysinu sem var hérna í síðustu viku. Í kjölfarið er ég búin að ákveða að skella mér í ferðalag yfir afmælið mitt=) hvert segi ég ykkur síðar. Get bara sagt ykkur að ég hlakka til. Fór til deildarstjórans á föstudaginn og þó svo að ég væri búin að fá vinnuskýrslu fyrir tímabilið var ekkert mál að redda mér smá fríi, hún man hvað það var gaman að vera þrítug. Vinur minn hjálpaði reyndar mikið til með því að taka vaktir fyrir mig. En ég fékk 2ja vikna frí=)=)=)
Annars ekkert nýtt á döfinni hérna.
Hafið það gott.
kramisar
Anna Dora
Annars ekkert nýtt á döfinni hérna.
Hafið það gott.
kramisar
Anna Dora
Tuesday, September 11, 2007
Þá er ég komin heim aftur.
Ferðin til Íslands heppnaðist vonum framar og allir yfir sig ánægðir. Við skelltum okkur í bláa lónið á leiðinni til Reykjavíkur. Fengum frábæran dag á spítalanum. Meirihlutinn skellti sér svo út að borða í Perlunni um kvöldið. Ég fór með Eiríki og 2 úr hópnum að kafa í Silfru. Föstudagurinn byrjaði með útreiðartúr, síðan skelltum við okkur á Þingvelli, létum fólk smakka hákarl og brennivín. Þá var stefnan tekin á Gullfoss og Geysi, þar var harðfisknum gerð góð skil (aðallega ég, Hrafnhildur og Maggi) og síðan skelltum við okkur í pottinn og gufu í Laugarskarði áður en við fórum í mat til mömmu og pabba. Um kvöldið fór ég svo á djammið með Rúnu, Johan og Jörgen (hinir voru of þreyttir). Við kíktum í löggupartý og fórum þaðan á Greifaball, strákarnir skemmtu sér ágætlega þó svo að þeir hafi ekki skilið neitt. Fólk hafði svo frjálsar hendur á laugardeginum, kíkti í búðir, fór á hestbak, hvalaskoðun og síðan fórum við út að borða á Humarhúsið. Hugsa að hópurinn hafi bjargað efnahag 66°N, það voru flestir sem keyptu sér eitthvað í þeirri búð. Hitti hluta af ferðalöngunum í vinnunni í dag, fólk var þreytt en mjög ánægt.
Ætla að skella mér í háttinn núna, við heyrumst síðar
kram
Anna Dóra
Ferðin til Íslands heppnaðist vonum framar og allir yfir sig ánægðir. Við skelltum okkur í bláa lónið á leiðinni til Reykjavíkur. Fengum frábæran dag á spítalanum. Meirihlutinn skellti sér svo út að borða í Perlunni um kvöldið. Ég fór með Eiríki og 2 úr hópnum að kafa í Silfru. Föstudagurinn byrjaði með útreiðartúr, síðan skelltum við okkur á Þingvelli, létum fólk smakka hákarl og brennivín. Þá var stefnan tekin á Gullfoss og Geysi, þar var harðfisknum gerð góð skil (aðallega ég, Hrafnhildur og Maggi) og síðan skelltum við okkur í pottinn og gufu í Laugarskarði áður en við fórum í mat til mömmu og pabba. Um kvöldið fór ég svo á djammið með Rúnu, Johan og Jörgen (hinir voru of þreyttir). Við kíktum í löggupartý og fórum þaðan á Greifaball, strákarnir skemmtu sér ágætlega þó svo að þeir hafi ekki skilið neitt. Fólk hafði svo frjálsar hendur á laugardeginum, kíkti í búðir, fór á hestbak, hvalaskoðun og síðan fórum við út að borða á Humarhúsið. Hugsa að hópurinn hafi bjargað efnahag 66°N, það voru flestir sem keyptu sér eitthvað í þeirri búð. Hitti hluta af ferðalöngunum í vinnunni í dag, fólk var þreytt en mjög ánægt.
Ætla að skella mér í háttinn núna, við heyrumst síðar
kram
Anna Dóra
Sunday, September 02, 2007
Nú get ég byrjað að kalla mig KAFARA já gott fólk, ég er búin með námskeiðið og gekk bara ágætlega þó ég segi sjálf frá. Ég sprengdi reyndar næstum í mér aðra hljóðhimnuna í gær en allt gekk vel í dag. Fer á morgun í köfunarbúðina og fylli í loggbókina og fæ bráðabirgðaskírteinið mitt. Síðan verður næsta köfun í Silfru á fimmtudaginn. Spennandi já ég veit.
Jæja vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur=)
Þar til næst.....
Jæja vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur=)
Þar til næst.....
Subscribe to:
Posts (Atom)