Vitiði hvaða dagur var í gær? Það var V-day (vagina day), á góðri íslensku leggangadagurinn. Það var haldið upp á daginn víða um heiminn, til þess að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisofbeldi gegn konum.
Hélst þú daginn hátíðlegan?
puss o kram
Sunday, March 30, 2008
Monday, March 24, 2008
Ég er í sjokki!!!
Var að sjá í fyrsta skiptið heimildarmyndina SuperSize Me, um manninn sem borðaði 3 máltíðir á dag á Magga Dóna. Ég get ekki sagt að mig langi í hamborgara aftur eftir að hafa séð þessa mynd. Ég hugsa að maður þurfi að leita með logandi ljósi að fæði sem er næringarsnauðara og meira ávanbindandi en skyndibitar. Ekki furða að við verðum bara stærri og stærri.
Kannski ágætt að sjá þessa mynd svona eftir allt páskaátið, kannski auðveldara að standa sig þegar maður lofar sjálfum sér bót og betrum með bættum lífsstíl.
Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, mæli ég með að þið horfið á hana.
Skál í grænu tei.
Anna Dóra
Var að sjá í fyrsta skiptið heimildarmyndina SuperSize Me, um manninn sem borðaði 3 máltíðir á dag á Magga Dóna. Ég get ekki sagt að mig langi í hamborgara aftur eftir að hafa séð þessa mynd. Ég hugsa að maður þurfi að leita með logandi ljósi að fæði sem er næringarsnauðara og meira ávanbindandi en skyndibitar. Ekki furða að við verðum bara stærri og stærri.
Kannski ágætt að sjá þessa mynd svona eftir allt páskaátið, kannski auðveldara að standa sig þegar maður lofar sjálfum sér bót og betrum með bættum lífsstíl.
Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, mæli ég með að þið horfið á hana.
Skál í grænu tei.
Anna Dóra
Thursday, March 20, 2008
Í gær fékk ég fullt af fullorðinsstigum=) Ég fór á fund í bankanum þar sem ég ræddi við þjónustufulltrúa um sparnað og eftirlaunasjóði og hvar væri best að fjárfesta fyrir framtíðina. Vonandi eru peningarnir mínir farnir að vaxa því varla gera þeir það heima. Hvað er málið með þessa verðbólgu? Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég búin að vera að bíða eftir þessu, það er ekki eðlilegur lífstíll á Íslandi í dag, allir þurfa að eiga flottan bíl, flott hús, ég meina hver á eftir að muna eftir Jóni fyrir bílinn eða húsið, ég bara spyr. Held að íslendingar ættu aðeins að hægja á í lífsgæðakapphlaupinu, líta í kringum sig og spá í það hvort það sé þess virði. Hvað er þetta með að gera nýjan veg inn að Þingvöllum og eiga á hættu að þeir verðir teknir af heimsminjaskrá UNESCO, er ekki frekar að reyna að koma fleiri stöðum inn á heimsminjaskrá, þetta er svo sérstakt land sem við eigum, það á sér engann líka.
Læt reiðilestri mínum lokið í bili
Gleðilega páska
Læt reiðilestri mínum lokið í bili
Gleðilega páska
Friday, March 14, 2008
Afmælisprik dagsins fær Sigrún litla frænka mín, litla dýrið er tvítug í dag. Ég get sagt ykkur að hún á sætasta hvolp í heiminum, ég sá myndir af honum á heimasíðu strákanna og er ástfangin.
Annars er ekki mikið um að ske hjá mér. Ætla til Växjö á morgun og hitta Jessicu, við ætlum að luncha saman, líklegast sushi, mmm hvað ég hlakka til og að sjálfsögðu kíkja aðeins í skóbúðir, kominn tími á að kaupa nýja skó fyrir vorið. Veit ekki af hverju ég leita að skóm hérna, ég verð alltaf bara fyrir vonbrigðum þegar ég finn ekki neitt.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
puss og kram
Anna Dóra
Annars er ekki mikið um að ske hjá mér. Ætla til Växjö á morgun og hitta Jessicu, við ætlum að luncha saman, líklegast sushi, mmm hvað ég hlakka til og að sjálfsögðu kíkja aðeins í skóbúðir, kominn tími á að kaupa nýja skó fyrir vorið. Veit ekki af hverju ég leita að skóm hérna, ég verð alltaf bara fyrir vonbrigðum þegar ég finn ekki neitt.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
puss og kram
Anna Dóra
Sunday, March 02, 2008
Ætli þetta þýði að ég þurfi að hafa áhyggjur? Var að hreinsa til í skápunum hjá mér og henda gleri. Meirihlutinn var tómar bjór-, bacard-i og vínflöskur. Það var reyndar orðið langt síðan ég fór með gler síðast í endurvinnsluna en 2 fullir pokar og annar bara undan áfengi hmmmm.
Byrja að vinna aftur á morgun, fór reyndar í vinnuna á föstudaginn því ég skuldaði einni vinkonu minni vakt. Um kvöldið fórum við svo nokkur úr vinnunni á pöbbarölt og ég sá nokkra þekkta svía. Síðasti hlutinn af Melodifestivalen var í Karlskrona á laugardaginn (forval fyrir eurovision).
Jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Anna Dóra
Byrja að vinna aftur á morgun, fór reyndar í vinnuna á föstudaginn því ég skuldaði einni vinkonu minni vakt. Um kvöldið fórum við svo nokkur úr vinnunni á pöbbarölt og ég sá nokkra þekkta svía. Síðasti hlutinn af Melodifestivalen var í Karlskrona á laugardaginn (forval fyrir eurovision).
Jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, February 26, 2008
Ég er í vikufríi, mmmm yndislegt ekki satt. Ætla bara að njóta lífsins, læra, hjálpa Jessicu að flytja, djamma pínu. Er pínu leið yfir að besta vinkona mín sé að flytja, núna er ekki lengur bara hlaupið í næsta hús til að horfa á eina ræmu, nei núna þarf aðeins meira skipulag. Reyndar er bara rúmur klukkutími til Växjö en við þurfum báðar að vera í fríi.
Núna eru Svíarnir búnir að draga sig úr kafbátabjörgunaræfingunni í Noregi =( það virðist sem það sé hætt við allar æfingar sem ég er skráð í, spurning hvort ég eigi að fara að taka þessu persónulega?
Jæja best að fara að koma sér af stað, er að leita mér að skóm, bara venjulegum skóm, er orðin þreytt á að vera alltaf í hlaupaskónum eða stígvélum. Það er nú byrjað að vora hérna.
Bið að heilsa í bili
Kramisar
Núna eru Svíarnir búnir að draga sig úr kafbátabjörgunaræfingunni í Noregi =( það virðist sem það sé hætt við allar æfingar sem ég er skráð í, spurning hvort ég eigi að fara að taka þessu persónulega?
Jæja best að fara að koma sér af stað, er að leita mér að skóm, bara venjulegum skóm, er orðin þreytt á að vera alltaf í hlaupaskónum eða stígvélum. Það er nú byrjað að vora hérna.
Bið að heilsa í bili
Kramisar
Monday, February 18, 2008
Ég hlakka svo til á morgun. Við vinkonurnar ætlum að eyða deginum saman. Jessica er að flytja til Växjö núna í lok mánaðarins þannig að við ákváðum að fyrst við erum allar í fríi að fara í spa. Við ætlum að byrja daginn í Ronnebybrunn, skella okkur í gufu, pottinn, jafnvel að fara í tækin og borða hádegismat þar. Síðan erum við búnar að panta borð á veitingastað og ætlum svo að enda á að fara í bíó, ætlum að sjá Jane Austin book club. Enda daginn með stelpumynd. Hljómar vel ekki satt.
Sá annars Saw IV í kvöld, er reyndar bara búin að sjá fyrstu myndina þarf að drífa mig í að sjá nr II og III.
Best að drífa sig í háttinn
Sá annars Saw IV í kvöld, er reyndar bara búin að sjá fyrstu myndina þarf að drífa mig í að sjá nr II og III.
Best að drífa sig í háttinn
Friday, February 15, 2008
Hæ hæ, fékk frekar leiðinlegar fréttir í vikunni. Jamm, haldiði ekki að það sé búið að fresta Finnlandsferðinni minni =( við vorum víst bara 3 sem vorum skráð héðan á námskeiðið og það var víst of lítið. Ég sem er búin að æfa og æfa fyrir þetta. Síðasta föstudag skelltum við okkur í sund til að æfa okkur í að halda niðri í okkur andanum og ég gat flotið í rúma mínútu með höfuðið undir vatni, ekki slæmt eða hvað?
Annars er allt svosem við það sama, ég á fyrra frí, sem þýðir sumarfrí í júlí, ég er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka sumarfrí í sumar. Veit ekki alveg hvað ég vill í augnablikinu, en það er svosem ekki nýtt heldur þegar ég á í hlut.
Hvernig er það er einhver sem les þetta blogg? Veit ekki hvort ég eigi að halda áfram að blogga, hvað segið þið?
kveðja
Anna Dóra
Annars er allt svosem við það sama, ég á fyrra frí, sem þýðir sumarfrí í júlí, ég er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka sumarfrí í sumar. Veit ekki alveg hvað ég vill í augnablikinu, en það er svosem ekki nýtt heldur þegar ég á í hlut.
Hvernig er það er einhver sem les þetta blogg? Veit ekki hvort ég eigi að halda áfram að blogga, hvað segið þið?
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, February 05, 2008
Komin heim frá stórborginni. Fyrstu nóttina gisti ég í fangaklefa sem var 6 m2 og við sváfum í koju. Við gistum á Långholmen sem er elsta fangelsi Svíþjóðar (búið að breyta því í farfuglaheimili og hótel) ekkert smá fínt þó svo að það hafi verið fullþröngt að búa 2 í þessu litla rými. Kúrsinn var síðan í Såstaholm í Täby fyrir utan Stokkhólm, á gömlum herragarði, þarna bjuggu fátækir leikarar hér áður fyrr (þeir áttu að geta búið fínt og sinnt sköpunargáfunni þrátt fyrir peningaleysi). Þetta er með þeim fínari hótelum sem ég hef gist á. Í kjallaranum eru þeir búnir að gera herbergi sem kallast svo viðeigandi backstage, þar sem eru hellingur af búningum og hárkollum, singstar o.fl. og hver haldiði að hafi komið partýinu af stað annar en Doris með að syngja Diggiloo diggiley og svo tóku Svíarnir við. Partýið endaði síðan í gufubaði og fórum við í háttinn um 2leytið og síðan byrjaði kúrsinn aftur kl 8:30, ég var pínu þreytt þann daginn. Eftir kúrsinn fór ég svo til Uppsala og gisti hjá Jóu minni til sunnudags. Við fórum í 6 ára afmæli hjá Guðfinnu og spjölluðum út í eitt. Með öðrum orðum yndisleg helgi.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna, er að spá í að kaupa mér thaimat á leiðinni.......
kveðja
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna, er að spá í að kaupa mér thaimat á leiðinni.......
kveðja
Monday, January 28, 2008
Þá er skólinn byrjaður og hann leggst bara vel í mig. Skólinn er á fimmtudögum aðra hverja viku og ótrúlegt en satt stangast hann ekki á við allt annað sem ég er að gera í vor. Vitið þið hvað er það besta með námskeiðið, Caroline vinkona mín er líka á því, við erum annars 3 af svæfingunni sem er mjög fínt, við erum alla vega búnar að ákveða að gera lokaverkefnið saman. Skemmtilegt í skóla þegar maður er smá vinahópur, mun skemmtilegra en að vera einn ekki satt.
Er að fara í kertapartý til Caroline á eftir, söluhittingur, ætli það eigi ekki að reyna að pranga á mann kertum og kertastjökum. Sem betur fer er ég að fara á næturvakt síðan, get barasta laumast út. Á miðvikudagskvöldið flýg ég svo til Stokkhólms, fer á námsstefnu um svæfingagasið sem við notum á fimmtudag og föstudag. Á föstudaginn eftir námskeiðið fer ég svo beint til Uppsala, fæ far með henni Guðrúnu minni, hún keyrir mig til Jóu minnar þar sem ég ætla að eyða helginni með henni og gormunum hennar. Við ætlum m.a. að skella okkur í 6 ára afmæli til hennar Guðfinnu Ósk og ég get lofað ykkur því að það verður mikið spjallað og hlegið þessa helgina.
Nei ætli það sé ekki best að fara að koma sér í dagsverkið, afþýða frystinn, er búin að vera að byggja upp kjark í morgun.
Bið að heilsa
Er að fara í kertapartý til Caroline á eftir, söluhittingur, ætli það eigi ekki að reyna að pranga á mann kertum og kertastjökum. Sem betur fer er ég að fara á næturvakt síðan, get barasta laumast út. Á miðvikudagskvöldið flýg ég svo til Stokkhólms, fer á námsstefnu um svæfingagasið sem við notum á fimmtudag og föstudag. Á föstudaginn eftir námskeiðið fer ég svo beint til Uppsala, fæ far með henni Guðrúnu minni, hún keyrir mig til Jóu minnar þar sem ég ætla að eyða helginni með henni og gormunum hennar. Við ætlum m.a. að skella okkur í 6 ára afmæli til hennar Guðfinnu Ósk og ég get lofað ykkur því að það verður mikið spjallað og hlegið þessa helgina.
Nei ætli það sé ekki best að fara að koma sér í dagsverkið, afþýða frystinn, er búin að vera að byggja upp kjark í morgun.
Bið að heilsa
Sunday, January 20, 2008
Ok við unnum Slóvaka, það verður spennandi að sjá hvað gerist í kvöld. Ég hef sjaldan verið ánægðari með að vera í sama riðli og Svíar. Why spyrjið þið ábyggilega, jú Svíarnir eru að sýna alla leiki í riðlinum, þannig að sumir verða þokkalega fastir við imbann kl 18 að staðartíma.
Af öðru þá var ég að uppgötva búktalara sem heitir Jeff Dunham, kíkið á þetta, hann er yndislegur, kíkið endilega á fleiri klipp með honum.
Þegar hann hrópar Silence, I kill you, priceless.
Kveðja
Anna Dóra
Af öðru þá var ég að uppgötva búktalara sem heitir Jeff Dunham, kíkið á þetta, hann er yndislegur, kíkið endilega á fleiri klipp með honum.
Þegar hann hrópar Silence, I kill you, priceless.
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, January 17, 2008
Spennandi kvöld framundan, stórleikur í handboltanum. Ísland-Svíþjóð í D-riðli á EM í Noregi. Mér skilst að Svíarnir séu í hefndarhug, við höfum unnið/gert jafntefli í síðustu leikjunum. Verst að ég er að fara á næturvakt þannig að ég hugsa að ég þurfi að fara í vinnuna í hálfleik svo ég missi nú örugglega ekki af leiknum.
ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra
ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, January 08, 2008
Vá hvað það er mikið um að ske hjá mér þessa dagana. Á morgun er ég að fara á þyrluæfingu, við ætlum að æfa að síga í myrkri ( I know ekkert smá gaman). Í byrjun mars fer ég svo á aðra þyrluæfingu að læra að bjarga mér úr þyrlunni ef hún skyldi lenda á vatni. Sú æfing verður í Finnlandi og ég fer með Josefin vinkonu minni=) Við ætlum að byrja að synda x1 í viku og æfa okkur í að fara í kollhnísa í kafi, aðeins að venja okkur við að fá vatn í nefið.
Annars er svosem ekki mikið annað um að vera hjá mér. Bara þetta sama venjulega.
Vona að öllum líði vel.
kveðja
Anna Dóra
Annars er svosem ekki mikið annað um að vera hjá mér. Bara þetta sama venjulega.
Vona að öllum líði vel.
kveðja
Anna Dóra
Sunday, January 06, 2008
Fyrsta blogg ársins.
Mikið var ég glöð þegar ég vaknaði í morgun. Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi og í morgun lá ca 5 cm nýfallinn snjór yfir öllu. Skrýtið eins og ég þoli ekki kulda/vera kalt þá elska ég snjó. Það hlýtur að vera vegna þess hversu mikið hann lýsir upp skammdegið. Ekki grátt/svart og myglulegt úti heldur hvítt og bjart=)
Annars er svosem ekkert að frétta, var heima á Íslandi um áramótin, hitti bæði vini og ættingja og hafði það almennt mjög gott. Kom svo hingað heim aðfaranótt laugardags og er búin að vera að vinna um helgina þar sem var aldrei þessu vant mjög rólegt.
Bið að heilsa í bili
kveðja
Anna Dóra
Mikið var ég glöð þegar ég vaknaði í morgun. Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi og í morgun lá ca 5 cm nýfallinn snjór yfir öllu. Skrýtið eins og ég þoli ekki kulda/vera kalt þá elska ég snjó. Það hlýtur að vera vegna þess hversu mikið hann lýsir upp skammdegið. Ekki grátt/svart og myglulegt úti heldur hvítt og bjart=)
Annars er svosem ekkert að frétta, var heima á Íslandi um áramótin, hitti bæði vini og ættingja og hafði það almennt mjög gott. Kom svo hingað heim aðfaranótt laugardags og er búin að vera að vinna um helgina þar sem var aldrei þessu vant mjög rólegt.
Bið að heilsa í bili
kveðja
Anna Dóra
Thursday, December 27, 2007
Skelfilegt hvað tíminn er stundum fljótur að líða. Ég stillti klukku í morgun, slökkti svo samviskusamlega á henni og fannst ég bara hafa legið í nokkrar mínútur og fílósóferað um lífið og tilveruna þegar ég opna augun og lít á klukkuna og viti menn, þessar nokkru mínútur voru klukkutími=)
Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.
Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)
Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra
Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.
Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)
Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra
Friday, December 21, 2007
Hérna kemur smá jólaglaðningur fyrir þá sem eru haldnir sömu jólanostalgíu og ég. Ég elska þessa auglýsingu og var með secret chrush í kúrekanum.
Aðeins 3 næturvaktir til jóla.
Jólakveðja
Anna Dóra
Aðeins 3 næturvaktir til jóla.
Jólakveðja
Anna Dóra
Saturday, December 15, 2007
Styttist til jóla, hvernig gengur jólaundirbúningurinn þarna úti? Ég bakaði christmas cupcakes áðan, þær eru ótrúlega jólalega góðar, ætli það sé piparkökukryddið? Ætla að taka þær með mér til vinkonu minnar. Við erum 10 sem ætlum að hittast og búa til pínu jólakonfekt í kvöld. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, á bara eftir að setja upp jólatréið mitt. Það verður verkefni morgundagsins. Ég ætla að eyða aðfangadagskvöldi með Jessicu minni og fjölskyldunni hennar í Ör, fyrir utan Växjö. Á jóladag ætla ég að hitta Hrafnhildi mína í hangikjöti og svo ætlum við nokkrar singel pæjur úr vinnunni að kíkja út á lífið (ef við fáum miða þ.e.a.s).
Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?
Jólakveðja
Anna Dóra
Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?
Jólakveðja
Anna Dóra
Monday, December 10, 2007
Vá við vorum með Jólapartý í vinnunni síðasta laugardag sem heppnaðist alveg suddalega vel. Skemmtinefndinni var þakkað fyrir vel unnin störf og allir eru farnir að hlakka til eftir næsta partýi. Þetta er eini gallinn við að halda skemmtileg partý, fólk treystir á að þú haldir áfram að skipuleggja partý handa þeim.
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
Monday, December 03, 2007
Var aðeins að leika mér, setti inn smá videóklipp hér til hliðar.
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.
21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.
21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra
Friday, November 30, 2007
Bara 25 dagar til jóla og á morgun fæ ég að opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu. Ég á reyndar 2 =) ég keypti mér eitt og svo fékk ég eitt frá m+p. Fyrsti sunnudagur í aðventu nálgast og þar með jólaskreytingin.
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.
Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.
Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér
puss og kram
Anna Dóra
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.
Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.
Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér
puss og kram
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)