Vitiði hvað? Ég er að koma heim til Íslands í nokkra daga.
Stína og Siggi eru að halda uppá afmælið sitt og mér er boðið í veislu. Ég kem heim að kvöldi miðvikudagsins 8. ágúst og flýg svo heim aftur á sunnudagsmorgninum 12. ágúst, hljómar vel, I know.
Síðan kem ég og Hrafnhildur með hóp af hjúkkum 5.-9. sept. Að sjálfsögðu ætlum við með þau út á lífið í Reykjavík, planið er að fara á föstudagskvöldinu (ömurlegt að fljúga skelþunnur) fyrir okkur sem höfum ekki búið lengi heima, hvert á maður að fara með þau? Allar hugmyndir eru vel þegnar. Þetta er fólk á besta aldri frá 30-60 ára. Við ætlum með þau í bláa lónið á leiðinni í bæinn. Á fimmtudeginum ætlum við í heimsókn á LSH, á föstudeginum æltar Maggi þessi yndislegi bróðir minn að keyra með okkur sígilda ferðamannahringinn, Gullfoss, Geysir og Þingvelli, ætli það verði nú ekki skellt sér á hestbak líka og síðan endað í grilli heima hjá mömmu og pabba áður en við höldum út á lífið. ÉG og einn ætlum að kafa í Silfru (eins gott að ég verði búin að fá kafararéttindin). Er mikið búin að hugsa hvort maður eigi að láta þau hafa laugardaginn fyrir sig sjálf ef það er eitthvað annað sem þau vilja gera. Síðan fljúgum við heim á sunnudeginum. Hljómar spennandi, I know, okkur hlakkar ekkert smá til, erum 13 manna hópur og það gæti bæst 1-2 læknar við.
Nei, ætla að leggja nokkur lög inn á mp3 spilarann minn, keypti nýja Linkin Park diskinn um daginn, helv... er hann góður.
Við sjáumst fljótlega.
Anna Dóra
3 comments:
velkominn til Íslands, öll sömul. Gamla settið var að koma frá London og keypti að sjálfsögðu meðlæti hvað grillið varðar. Hjá okkur er allt á útopnu, útvega ódýrt húsnæði, skipuleggja þetta og hitt svo "stúdíuheimsóknin" lukkist eins og best verður á kosið. En umfram allt, höfum gaman af öllu saman
*Gamli.
Jæja, þá er búið að panta torfærutækið sem við komum til með að keyra á um landið þegar þar að kemur.
Kveðja
Maggi
Þið eruð ótrúleg, takk fyrir þetta.
kram
Anna Dóra
Post a Comment