Jæja þá er bóklega prófið búið og ég náði, nema hvað. Ég var með 1 villu (af 50 spurningum) þannig að ég fékk 98% í einkun=) Á eftir að kafa x2 um helgina áður en ég get kallað sjálfa mig kafara=) Á morgun köfum við á Turkö í vatni þar, það er víst mjög sérstakt, því þarna var höggvið eftir graníti þannig að ég á eftir að sjá mjög bratta kletta og vonandi eitthvað annað. Það er ekki búið að ákveða hvar við köfum á sunnudaginn, það fer allt eftir veðri og vindum=)
Fór í fyrsta alvöru áreksturinn í gærkvöldi, sem betur fer var viðkomandi ekki mikið slasaður. Á myndinni sjáiði bílinn, ef þið stækkið myndina þá er ég þessi með hvíta hjálminn=)
Jæja, best að hvíla sig almennilega í nótt, spennandi helgi framundan.
kramisar
Friday, August 31, 2007
Wednesday, August 29, 2007
Vá hvað ég er ánægð með sjálfa mig!!!
Ég var með allt rétt á öllum 4 skyndiprófunum sem við tókum í bóklegu tímunum á námskeiðinu=) Núna er ég bara að undirbúa mig fyrir alvöruprófið sem ég tek seinna í vikunni. Á fimmtudaginn verður síðasta skiptið sem ég æfi að kafa og svo á laugardag og sunnudag verður próf í köfun fyrir réttindin, einhversstaðar hérna í skerjagarðinum.
Ætla að hitta hópinn sem fer til Íslands í kvöld, við ætlum að grilla saman og spjalla um ferðina. Ég er farin að hlakka mikið til, ótrúlegt en satt förum við eftir viku. Ég byrjaði að skipuleggja þessa ferð í apríl, þ.e. ath með verð á flugi og öðru slíku og svo er bara að koma að þessu.
Vildi bara deila þessu með mér,
have a nice day, pussssss
Ég var með allt rétt á öllum 4 skyndiprófunum sem við tókum í bóklegu tímunum á námskeiðinu=) Núna er ég bara að undirbúa mig fyrir alvöruprófið sem ég tek seinna í vikunni. Á fimmtudaginn verður síðasta skiptið sem ég æfi að kafa og svo á laugardag og sunnudag verður próf í köfun fyrir réttindin, einhversstaðar hérna í skerjagarðinum.
Ætla að hitta hópinn sem fer til Íslands í kvöld, við ætlum að grilla saman og spjalla um ferðina. Ég er farin að hlakka mikið til, ótrúlegt en satt förum við eftir viku. Ég byrjaði að skipuleggja þessa ferð í apríl, þ.e. ath með verð á flugi og öðru slíku og svo er bara að koma að þessu.
Vildi bara deila þessu með mér,
have a nice day, pussssss
Sunday, August 26, 2007
Þvílíkur dagur............
1. Svaf frekar lítið í nótt, nágrannarnir á neðri hæðinni voru með partý og reykingafólkið safnaðist reglulega saman fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn og söng hástöfum og ég að reyna að sofa fyrir morgunvaktina.
2. Þegar ég er svo nýskriðin úr sturtunni (var að reyna að hressa mig við) hvað finn ég. Jú risa (engar ýkjur hér) könguló í loftinu inni í eldhúsi. Nú voru góð ráð dýr, hvað á að gera, ekki gat ég farið í vinnuna án þess að gera eitthvað að vandamálinu. Ekki gat ég sett ryksuguna í gang, klukkan var jú bara 6:15 á sunnudagsmorgni. Ég spreyjaði helv.... með ajax, það stendur jú á flöskunni að það hreinsar burt öll óhreinindi;-) Risinn lét allavega undan ajaxinu þannig að ég gat farið áhyggjulaus í vinnuna.
Bið að heilsa í bili, bóklegur tími í köfuninni á þriðjudaginn
kramisar
1. Svaf frekar lítið í nótt, nágrannarnir á neðri hæðinni voru með partý og reykingafólkið safnaðist reglulega saman fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn og söng hástöfum og ég að reyna að sofa fyrir morgunvaktina.
2. Þegar ég er svo nýskriðin úr sturtunni (var að reyna að hressa mig við) hvað finn ég. Jú risa (engar ýkjur hér) könguló í loftinu inni í eldhúsi. Nú voru góð ráð dýr, hvað á að gera, ekki gat ég farið í vinnuna án þess að gera eitthvað að vandamálinu. Ekki gat ég sett ryksuguna í gang, klukkan var jú bara 6:15 á sunnudagsmorgni. Ég spreyjaði helv.... með ajax, það stendur jú á flöskunni að það hreinsar burt öll óhreinindi;-) Risinn lét allavega undan ajaxinu þannig að ég gat farið áhyggjulaus í vinnuna.
Bið að heilsa í bili, bóklegur tími í köfuninni á þriðjudaginn
kramisar
Saturday, August 25, 2007
Þá hef ég kafað 2svar á námskeiðinu. Ég var eitthvað ekki í formi að mér fannst og var ekki alveg tilbúin að kafa en kennarinn sagði "þetta er allt í höfðinu á þér nú köfum við" og það var rétt hjá honum, allt gekk glimrandi vel. Það er greinilega með köfun eins og allt annað, æfingin skapar meistarann, allt gekk betur, meira að segja að kafa niður=)
Skellti mér svo í spinning og pump í gær og ákvað að prófa sjálfa mig og lagði auka lóð á stöngina og vitiði hvað, það gekk líka. Er að fara á kvöldvakt í kvöld, ekki verið í vinnunni síðan á mánudag.
Styttist í að við gerum innrás á Íslandi.
kramar
Skellti mér svo í spinning og pump í gær og ákvað að prófa sjálfa mig og lagði auka lóð á stöngina og vitiði hvað, það gekk líka. Er að fara á kvöldvakt í kvöld, ekki verið í vinnunni síðan á mánudag.
Styttist í að við gerum innrás á Íslandi.
kramar
Thursday, August 23, 2007
Í gær köfuðum við í fyrsta skipti. Þar sem veðrið var mjög gott var farið út á Saltö og vaðið útí þaðan. Get nú ekki sagt að útsýnið hafi verið gott, við þurftum endalaust að vera að færa okkur því leir og drulla af botninum gaus upp við hverja hreyfingu. Við æfðum svona grunnatriði eins og hvernig maður tæmir vatn úr maskanum undir vatni. Hvernig maður tæmir vatn úr munnstykkinu ef maður missir það út úr sér. Og hvernig maður deilir munnstykki með öðrum, bæði þegar maður notar aukamunnstykkið þeirra og þegar maður notar sama munnstykki. Þetta var allavega ekkert smá gaman. Ég á reyndar erfitt með jafnvægið þegar ég er á niðurleið, vitiði hvað það er erfitt að halda sér beinum, tæma loft úr vestinu og þrýstijafna eyrun og ekki hreyfa hendurnar alltof mikið allt á sama tíma, fyrir utan að mér finnst ákveðið öryggi meðan ég er að ná þessu að halda í kennarann á niðurleiðinni. Mig vantar fleiri hendur.
Mér skilst að við eigum að kafa í dag líka, það kemur í ljós kl 17 í dag.
Bið að heilsa í bili
Mér skilst að við eigum að kafa í dag líka, það kemur í ljós kl 17 í dag.
Bið að heilsa í bili
Tuesday, August 21, 2007
Fór í fyrsta köfunartímann í dag, þetta var bóklegur tími. Kennarinn fór í gegnum 2 kafla og svo var smá krossapróf eftir hvern kafla. Getiði hvað ég var með allt rétt á báðum prófunum=) Á morgun verður svo kafað, þ.e. við lærum grunnatriði köfunar. Ég hlakka allavega til.
Þarf að deila nokkrum afmælisprikum:
Maggi bróðir átti afmæli í gær
Stína frænka á afmæli á morgun.
Til hamingju bæði
kramisar
kafarinn
Þarf að deila nokkrum afmælisprikum:
Maggi bróðir átti afmæli í gær
Stína frænka á afmæli á morgun.
Til hamingju bæði
kramisar
kafarinn
Saturday, August 18, 2007
Ég veit að ég er búin að tala um þetta lengi en nú er komið að því. ÉG er að fara að læra að kafa. Námskeiðið byrjar á þriðjudaginn og ef allt gengur vel (af hverju ætti það ekki að gera það) þá verð ég orðinn kafari áður en ég kem til Íslands næst og vonandi gefst mér tækifæri til að kafa í Silfru. Ég hlakka svo til, búin að lesa í allan morgun, ýmist úti á svölum eða í sófanum, allt eftirþví hvernig skýjabakkinn hefur fært sig=)
Ég og Jessica fórum á smá road trip í gær, skelltum okkur niður til Kaupmannahafnar, kíktum í Fields (fórum á Sushibarinn þar, get þokkalega mælt með honum) og að sjálfsögðu í bottle shop og byrgðum okkur upp af áfengi (veitir ekki af eins og við djömmum) fyrir utan að sumir eiga bráðum afmæli=)
Ætla að halda áfram að lesa um köfun.
Njótið lífsins
Ég og Jessica fórum á smá road trip í gær, skelltum okkur niður til Kaupmannahafnar, kíktum í Fields (fórum á Sushibarinn þar, get þokkalega mælt með honum) og að sjálfsögðu í bottle shop og byrgðum okkur upp af áfengi (veitir ekki af eins og við djömmum) fyrir utan að sumir eiga bráðum afmæli=)
Ætla að halda áfram að lesa um köfun.
Njótið lífsins
Thursday, August 09, 2007
Komin á klakann.
Ferðin heim gekk snuðrulaust fyrir sig. Reyndar þurfti ég að stoppa rétt áður en ég kom til Lundar. Ég var svo þreytt, ég var að sofna við stýrið. Hafði sofið bæði lítið og illa síðustu 2 nætur og fór svo á debriefing í gær, held að allt hafi hjálpast að. Fyrir ykkur sem ekki vita það fór ég í hræðilegt útkall síðasta mánudag sem setti sig í undirmeðvitundina.
Ætla að nota tímann núna meðan ég er hérna og bara njóta þess að leika við gormana mína, hitta vini og að sjálfsögðu ættingja í fimmtugsafmæli ársins sem verður haldið á morgun.
Allt komið á hreint með Íslandsferðina í september. Ég er búin að borga flugmiðana, mamma og pabbi búin að redda húsnæði, Maggi búin að redda okkur rútu og ætlar að keyra okkur. LSH búin að skipuleggja heimsóknina. Hvað ætti maður að óska sér frekar?
bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Sunday, August 05, 2007
Hvert er virðing fyrir öðrum horfin?
Í blöðunum í dag er talað um hóp af unglingum sem réðst á sjúkrabíl sem var á leiðinni í útkall. Starfsmennirnir lokuðu sig inni í bílnum og grey sjúklingurinn sem átti í öndunarerfiðleikum þurfti að bíða. Hvert er heimurinn á leiðinni. Þetta gerðist í Sundsvall hér í Svíþjóð.
Hversu lágt getur maður lagst þegar maður er farin að ráðast á sjúkrabíla. Ég veit reyndar að hérna er bílunum læst meðan við erum hjá sjúklingunum þar sem fíklar brjótast oft inn í sjúkrabíla á vettvangi og reyna að komast yfir lyf og annað sem finnst í sjúkrabílnunum.
Smá grín fyrir einhleypar hjúkkur sem og aðrar hjúkkur:
Ten reasons why you should date a nurse:
1) They can help you get over a hangover or sickness
2) Bedbaths!
3) The uniform
4) They are exposed to so many xrays, its like a form of birth control
5) You willl never need to buy condoms, paracetamol, toothbrushes or any hospital supplies
6) They know how to handle bodily fluids!
7) Nothing shocks a nurse, they have always seen smaller or indeed bigger!
8) They wont be disgusted by your toilet habits
9) They are experienced in manual evacuation when your full of crap
10)They know how to handle the human body!!!!!!!
Vildi bara deila þessu með mér,
Jessica kemur heim á morgun.
Við sjáumst fljótlega.
kramisar
Í blöðunum í dag er talað um hóp af unglingum sem réðst á sjúkrabíl sem var á leiðinni í útkall. Starfsmennirnir lokuðu sig inni í bílnum og grey sjúklingurinn sem átti í öndunarerfiðleikum þurfti að bíða. Hvert er heimurinn á leiðinni. Þetta gerðist í Sundsvall hér í Svíþjóð.
Hversu lágt getur maður lagst þegar maður er farin að ráðast á sjúkrabíla. Ég veit reyndar að hérna er bílunum læst meðan við erum hjá sjúklingunum þar sem fíklar brjótast oft inn í sjúkrabíla á vettvangi og reyna að komast yfir lyf og annað sem finnst í sjúkrabílnunum.
Smá grín fyrir einhleypar hjúkkur sem og aðrar hjúkkur:
Ten reasons why you should date a nurse:
1) They can help you get over a hangover or sickness
2) Bedbaths!
3) The uniform
4) They are exposed to so many xrays, its like a form of birth control
5) You willl never need to buy condoms, paracetamol, toothbrushes or any hospital supplies
6) They know how to handle bodily fluids!
7) Nothing shocks a nurse, they have always seen smaller or indeed bigger!
8) They wont be disgusted by your toilet habits
9) They are experienced in manual evacuation when your full of crap
10)They know how to handle the human body!!!!!!!
Vildi bara deila þessu með mér,
Jessica kemur heim á morgun.
Við sjáumst fljótlega.
kramisar
Friday, August 03, 2007
Þarf að deila út fullt af afmælisprikum fyrir þessa vikuna.
31. júlí Gunni frændi
1. ágúst Guðrún
3. ágúst Pabbi, Óskar bróðir og Maggi frændi
Til hamingju öll saman, vona að þið njótið/nutuð dagsins.
Annars er allt við það sama hér, vinna, borða, sofa, er reyndar búin að sparka í rassinn á sjálfri mér og byrjuð að æfa aftur. Maður hlýtur að vera bilaður þegar maður er ánægður af því að maður er svo þreyttur að maður vill gubba!!! Þannig leið mér allavega í gær á æfingunni. Fór í tvöfaldan tíma, spinning og pump og já það tók á get ég lofað ykkur.
Ætla að skella mér út í rigninguna, þarf að skipuleggja pínu í Íslandsferðinni, það bættist einn við.
Hafið það gott
Anna Dóra
31. júlí Gunni frændi
1. ágúst Guðrún
3. ágúst Pabbi, Óskar bróðir og Maggi frændi
Til hamingju öll saman, vona að þið njótið/nutuð dagsins.
Annars er allt við það sama hér, vinna, borða, sofa, er reyndar búin að sparka í rassinn á sjálfri mér og byrjuð að æfa aftur. Maður hlýtur að vera bilaður þegar maður er ánægður af því að maður er svo þreyttur að maður vill gubba!!! Þannig leið mér allavega í gær á æfingunni. Fór í tvöfaldan tíma, spinning og pump og já það tók á get ég lofað ykkur.
Ætla að skella mér út í rigninguna, þarf að skipuleggja pínu í Íslandsferðinni, það bættist einn við.
Hafið það gott
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)