Sunday, August 26, 2007

Þvílíkur dagur............

1. Svaf frekar lítið í nótt, nágrannarnir á neðri hæðinni voru með partý og reykingafólkið safnaðist reglulega saman fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn og söng hástöfum og ég að reyna að sofa fyrir morgunvaktina.
2. Þegar ég er svo nýskriðin úr sturtunni (var að reyna að hressa mig við) hvað finn ég. Jú risa (engar ýkjur hér) könguló í loftinu inni í eldhúsi. Nú voru góð ráð dýr, hvað á að gera, ekki gat ég farið í vinnuna án þess að gera eitthvað að vandamálinu. Ekki gat ég sett ryksuguna í gang, klukkan var jú bara 6:15 á sunnudagsmorgni. Ég spreyjaði helv.... með ajax, það stendur jú á flöskunni að það hreinsar burt öll óhreinindi;-) Risinn lét allavega undan ajaxinu þannig að ég gat farið áhyggjulaus í vinnuna.

Bið að heilsa í bili, bóklegur tími í köfuninni á þriðjudaginn
kramisar

1 comment:

Anonymous said...

Er þá ekki spurning um að fara snemma að sofa í kvöld og vinna upp glatðan tíma?

Kveðja
Maggi