Komin á klakann.
Ferðin heim gekk snuðrulaust fyrir sig. Reyndar þurfti ég að stoppa rétt áður en ég kom til Lundar. Ég var svo þreytt, ég var að sofna við stýrið. Hafði sofið bæði lítið og illa síðustu 2 nætur og fór svo á debriefing í gær, held að allt hafi hjálpast að. Fyrir ykkur sem ekki vita það fór ég í hræðilegt útkall síðasta mánudag sem setti sig í undirmeðvitundina.
Ætla að nota tímann núna meðan ég er hérna og bara njóta þess að leika við gormana mína, hitta vini og að sjálfsögðu ættingja í fimmtugsafmæli ársins sem verður haldið á morgun.
Allt komið á hreint með Íslandsferðina í september. Ég er búin að borga flugmiðana, mamma og pabbi búin að redda húsnæði, Maggi búin að redda okkur rútu og ætlar að keyra okkur. LSH búin að skipuleggja heimsóknina. Hvað ætti maður að óska sér frekar?
bið að heilsa í bili
Anna Dóra
5 comments:
Þetta er nú reyndar ekki rúta, þetta er langferðabíll.
Kveðja
Maggi
Verða einhverjar gærur með í för?
Svo er bara að muna eftir hattinum!!!
kv
Rúna
p.s
Maggi mundu svo að taka hann úr handbremsu!!!!
Ekki gleyma hver átti hattinn, fyrst Kris svo Stinni og svo.........
MAGGI!!!!!!!!!
Það er spurning hvort þú takir ekki stuðdansinn fyrir fólkið :o)
Að verí sambandi við annað fólk er mér lífsnauðsyn......
Sambandi ég verð að ná sambandi.....
Post a Comment