Thursday, August 23, 2007

Í gær köfuðum við í fyrsta skipti. Þar sem veðrið var mjög gott var farið út á Saltö og vaðið útí þaðan. Get nú ekki sagt að útsýnið hafi verið gott, við þurftum endalaust að vera að færa okkur því leir og drulla af botninum gaus upp við hverja hreyfingu. Við æfðum svona grunnatriði eins og hvernig maður tæmir vatn úr maskanum undir vatni. Hvernig maður tæmir vatn úr munnstykkinu ef maður missir það út úr sér. Og hvernig maður deilir munnstykki með öðrum, bæði þegar maður notar aukamunnstykkið þeirra og þegar maður notar sama munnstykki. Þetta var allavega ekkert smá gaman. Ég á reyndar erfitt með jafnvægið þegar ég er á niðurleið, vitiði hvað það er erfitt að halda sér beinum, tæma loft úr vestinu og þrýstijafna eyrun og ekki hreyfa hendurnar alltof mikið allt á sama tíma, fyrir utan að mér finnst ákveðið öryggi meðan ég er að ná þessu að halda í kennarann á niðurleiðinni. Mig vantar fleiri hendur.
Mér skilst að við eigum að kafa í dag líka, það kemur í ljós kl 17 í dag.

Bið að heilsa í bili

1 comment:

Anonymous said...

Góða skemmtun í kafi. Er ekki bara málið að hugsa ekki of mikið um þetta heldur bara að framkvæma?

Er er líka með köfun eins og allt annað þetta kemur allt með kalda vatninu

kv