Þá hef ég kafað 2svar á námskeiðinu. Ég var eitthvað ekki í formi að mér fannst og var ekki alveg tilbúin að kafa en kennarinn sagði "þetta er allt í höfðinu á þér nú köfum við" og það var rétt hjá honum, allt gekk glimrandi vel. Það er greinilega með köfun eins og allt annað, æfingin skapar meistarann, allt gekk betur, meira að segja að kafa niður=)
Skellti mér svo í spinning og pump í gær og ákvað að prófa sjálfa mig og lagði auka lóð á stöngina og vitiði hvað, það gekk líka. Er að fara á kvöldvakt í kvöld, ekki verið í vinnunni síðan á mánudag.
Styttist í að við gerum innrás á Íslandi.
kramar
2 comments:
Við bíðum spennt eftir innrásinni, þá sérstaklega bræðurnir sem tönglast enn á því að Anna Dóra sé best, veit ekki hvar þeir fengu þá flugu í hausinn!!!
Gaman að köfunin gangi vel, eins og ég sagði þá kemur þetta allt með kalda vatninu, eða kannski í kalda vatninu í þessu tilviki.
Kv
Já, það er gott að "kafarinn" er smá saman að verða til. Hér bíða allir spenntir eftir "innrásinni" sem þú kallar svo, við horfum aðeins til þess sem stúdíuheimsóknar þín og félaga þinna.
Annars allt gott, undirbúningur í fullum gangi.
Gamli
Post a Comment