Saturday, May 31, 2008
Verð að segja ykkur frá því hvað ég gerði í gær. Eins og þið kannski vitið þá elska ég höfrunga. Þessi 2 skipti sem ég hef synt/kafað með þeim eru ein af hamingjusömustu klukkutímunm í lífi mínu. Meira segja þegar ég var lítil langaði mig í höfrung sen gæludýr og fannst ekkert sjálfsagðara en að pabbi myndi byggja sundlaug í garðinum fyrir hann=) Núna á ég minn eiginn höfrung í formi húðflúrs á hægri rist. Mig hefur langað í húðflúr í mörg ár en ekki vitað hvaða mynd ég ætti að fá mér fyrr en núna og ég lét verða af því og sé ekki eftir því, ef ég á að vera heiðarleg þá get ég ekki hætt að horfa á höfrunginn minn.
Kveðja úr sólinni og hitanum
Get nú ekki kvatt án afmæliskveðja til púkanna minna, Hermann Ingi er 3ja ára í dag, og Halldór Óskar varð 6 ára þann 15. og á morgun verður (ef ég þekki systir mína rétt) svaðaleg veisla.
Anna Dóra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Flottur
Kveðja
Maggi
Það var rétt hjá þér svakaleg veisla í Spóahólunum.
Höfrungurinn er flottur.
kv
Til hamingju með tattúið, þú ert orðin megagella. Ertu fyrsta í fjölskyldunni að fá þér tattú. Nú verður Rúna systir að fá sér líka :) Hlakka til að fá þig heim í okt-nóv, þú verður þá væntanlega á Hringbrautinni að svæfa, ekki satt? Eða er eitthvað barnaprógramm í Fossvoginum? Hlakka sömuleiðis til að sjá þig í sumar, stefnum á 100% mætingu í hittingi, ættum kannski að byrja að skipuleggja dag :)
Knús...Ásdís.
Post a Comment