Tuesday, August 21, 2007

Fór í fyrsta köfunartímann í dag, þetta var bóklegur tími. Kennarinn fór í gegnum 2 kafla og svo var smá krossapróf eftir hvern kafla. Getiði hvað ég var með allt rétt á báðum prófunum=) Á morgun verður svo kafað, þ.e. við lærum grunnatriði köfunar. Ég hlakka allavega til.

Þarf að deila nokkrum afmælisprikum:
Maggi bróðir átti afmæli í gær
Stína frænka á afmæli á morgun.
Til hamingju bæði

kramisar
kafarinn

4 comments:

Anonymous said...

Er ekki of snemmt að taka upp hobbyheitið "kafarinn", eða hvað. Þetta eru annars spennandi tíðindi og eiga eflaust við "spennufíkilinn", "þyrlu/svæfingar og sjúkrabíla hjúkkuna". Annars allt gott, hlökkum til að fá stúdíuhópinn í heimsókn !

Gamli

Anonymous said...

Ok kafarawannabe þá, ég skal bíða með hinn titilinn þar til eftir námskeiðið.

Anonymous said...

Frábært hjá þér wannabe, bíðum spennt eftir kafarasögum

kv
Rúna

Anonymous said...

Þakka fyrir mig og gangi þér vel í köfuninni.

Kveðja
Maggi