Ég veit að ég er búin að tala um þetta lengi en nú er komið að því. ÉG er að fara að læra að kafa. Námskeiðið byrjar á þriðjudaginn og ef allt gengur vel (af hverju ætti það ekki að gera það) þá verð ég orðinn kafari áður en ég kem til Íslands næst og vonandi gefst mér tækifæri til að kafa í Silfru. Ég hlakka svo til, búin að lesa í allan morgun, ýmist úti á svölum eða í sófanum, allt eftirþví hvernig skýjabakkinn hefur fært sig=)
Ég og Jessica fórum á smá road trip í gær, skelltum okkur niður til Kaupmannahafnar, kíktum í Fields (fórum á Sushibarinn þar, get þokkalega mælt með honum) og að sjálfsögðu í bottle shop og byrgðum okkur upp af áfengi (veitir ekki af eins og við djömmum) fyrir utan að sumir eiga bráðum afmæli=)
Ætla að halda áfram að lesa um köfun.
Njótið lífsins
3 comments:
Ef ég man rétt eru 2 mánuðir í afmælið þitt og ég reikna nú með því að áfengið verði búið þá er þég þekki ykkur rétt:)
Kveðja
Maggi
Þetta er alvöru road trip, komast í annað land og koma með skottið fullt af áfengi tilbaka.
Gangið hægt um gleðinnar dyr
kv
Vilket p�hopp! Eller jag tror det �r det.. :) hehe, jag har nog h�rt!
Post a Comment