Wednesday, August 29, 2007

Vá hvað ég er ánægð með sjálfa mig!!!

Ég var með allt rétt á öllum 4 skyndiprófunum sem við tókum í bóklegu tímunum á námskeiðinu=) Núna er ég bara að undirbúa mig fyrir alvöruprófið sem ég tek seinna í vikunni. Á fimmtudaginn verður síðasta skiptið sem ég æfi að kafa og svo á laugardag og sunnudag verður próf í köfun fyrir réttindin, einhversstaðar hérna í skerjagarðinum.
Ætla að hitta hópinn sem fer til Íslands í kvöld, við ætlum að grilla saman og spjalla um ferðina. Ég er farin að hlakka mikið til, ótrúlegt en satt förum við eftir viku. Ég byrjaði að skipuleggja þessa ferð í apríl, þ.e. ath með verð á flugi og öðru slíku og svo er bara að koma að þessu.

Vildi bara deila þessu með mér,
have a nice day, pussssss

4 comments:

Anonymous said...

Til lukku með þetta, hlökkum til að hitta Íslandsfarana.

kv

Anonymous said...

Hatturinn kominn á standinn.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

Gaman að þú sért búin með bóklega hlutann, með sóma eða hvað. Svo verður spennandi að heyra af restinni og hvað svo ? Verður þú í "neðansjávarbjörgunarsveitum" framtíðarinnar?

Gott að þið getið grillað í kvöld, hér rignir þó ótrúlegt sé. Heyrum frá þér hvort fólk sé farið að "kvíða fyrir" innrásinni !

Gamli

Anonymous said...

Var að skoða bloggið hennar Jessicu og sá að hún var að borða surströmming. Bara að spökulera hefurðu sýnt henni myndbandið með Strákunum þegar Sveppi opnar svona dós, sem var reyndar útrunnin?

kv