Friday, August 31, 2007

Jæja þá er bóklega prófið búið og ég náði, nema hvað. Ég var með 1 villu (af 50 spurningum) þannig að ég fékk 98% í einkun=) Á eftir að kafa x2 um helgina áður en ég get kallað sjálfa mig kafara=) Á morgun köfum við á Turkö í vatni þar, það er víst mjög sérstakt, því þarna var höggvið eftir graníti þannig að ég á eftir að sjá mjög bratta kletta og vonandi eitthvað annað. Það er ekki búið að ákveða hvar við köfum á sunnudaginn, það fer allt eftir veðri og vindum=)

Fór í fyrsta alvöru áreksturinn í gærkvöldi, sem betur fer var viðkomandi ekki mikið slasaður. Á myndinni sjáiði bílinn, ef þið stækkið myndina þá er ég þessi með hvíta hjálminn=)

Jæja, best að hvíla sig almennilega í nótt, spennandi helgi framundan.

kramisar

5 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þetta.

Kveðja
Maggi

Anonymous said...

hahaha.. hjálmurinn fer þér vel:Þ hehe.. nei nei segi svona.. en hlakka til að fá systur mína kafarann í heim, það verður bara good sko, þá færðu að sjá hversu MEGA flott herberigð mitt verður orðið.. og ég segi verður.. þar sem að ég mun klára það í kvöld og á morgun..

Anonymous said...

Þakka þér fyrir kommentið um hjálminn, mér finnst ég náttúrulega überflott með hann:-D
Annars verður spennandi að sjá herbergið þitt Helga, það hefur ekki sést inní það síðustu árin;-)

Hlakka líka til að hitta alla
kramisar

Anonymous said...

Já, "kafarinn" verður smá saman til. Það virðist einhver verða til sem Svíar fara að spyrja sig að, hver er þessi á sjúkrabílnum, hún er allsstaðar þar sem eitthvað er um að vera?
Hlakka til "innrásarinnar", verð í fríi þannig að þátttakan verður 100%.

Gamli

Anonymous said...

Var að frétta að "Kafarinn" sé orðinn að veruleika. Til hamingju með áfangann. Það er gaman að vera hluti af svona hæfileikaríkri fjölskyldu sem getur ferðast á bílum, mótorhjólum, löggu- og sjúkrabílum, þyrlum og e.a. sigið úr þeim um borð í báta og hvað þetta heitir nú allt saman. En, lífið er stutt svo höfum gaman af líðandi stund.

Galmi.