Tuesday, June 26, 2007

Tilbúnar í slaginn.......
sigmaðurinn er alltaf fyrsti maður út....
svo er bara að hitta á bátinn, við sigum svo niður í bátinn til hans..
Rescue Nurse ávallt viðbúin =)
Ein ekkert smá ánægð með lífið=)

Eins og þið sjáið á myndunum var alveg einstaklega gaman á þyrluæfingunni, ég brosi ennþá allan hringinn þegar ég hugsa um þetta.
Komin heim frá Gautaborg, við tókum því nú frekar rólega á sunnudeginum, fórum út að borða og kíktum aðeins á stórborgina. Á mánudeginum vorum við mættar í Liseberg um leið og það opnaði (kl 11) og svo var bara leikið sér í 6 klst. Stærsti og besti trérússíbani er í Liseberg og fórum við bara x3 í hann (hann er magnaður) síðasta skiptið var reyndar best því þá sat strákur fyrir framan okkur sem öskraði svoleiðis alla leiðina að við gátum ekki hætt að hlæja. Maggi minn við prófuðum ýmis önnur tæki líka, vorum reyndar mest í rússíbönunum. Nýjasta tækið í Liseberg uppswinget risaróla sem fer úr 0-80 km/klst í 10 sveiflum og fer í 120° halla var alveg skemmtileg en ég var eins og sveittur bréfberi eftir það tækið, ekki gaman að hoppa til í sætinu þegar maður sveiflast hátt yfir jörðinni. Um kvöldið voru það svo tónleikarnir með JT, þó svo að drengurinn sé nú kannski ekki mikill söngvari þá kann hann að skemmta fólki. Sýningin/tónleikarnir voru alveg magnaðir. Natasha Bedingfield hitaði upp og Timberland var með smá skemmtun í hléinu. Semsagt mjög vel heppnað kvöld. Tókum því svo bara rólega á hótelinu í morgun, það var hellirigning í Gautaborg í dag. Keyrðum svo heim um hádegið.
Jæja þetta er orðið allt of langt hjá mér...
puss
Anna Dóra

Sunday, June 24, 2007

Road trip
Er að leggja af stað í Road trip með Jessicu, til Gautaborgar, JT á morgun. Ætlum reyndar að byrja daginn með því að fara í Liseberg(við eigum eftir að standa við hliðið þegar þeir opna) og vitiði hvað, Jessica er álíka biluð og ég (það hlýtur að vera ástæðan fyrir því hversu vel við náum saman) vitiði hvað við eigum eftir að fara í mörg tæki=) Einn besti rússibani sem ég hef prófað er í Liseberg, fór x2 í hann þegar ég var þar í fyrra. Síðan eru tónleikarnir um kvöldið. Keyrum síðan heim á þriðjudaginn.

Set inn eftir helgi myndir frá þyrluæfingunni

Anna Dóra

Tuesday, June 19, 2007

Synti með þeim að landi...
Fékk faðmlag...
og koss
Varð barast að setja inn myndir frá því þegar ég synti með höfrungunum. Þetta var hamingjusamasti dagurinn í lífi mínu. Þetta er búið að vera draumur frá því ég var lítil.
kveðja
Anna Dóra

Monday, June 18, 2007

Three amigos í þrítugsafmælinu hennar Ágústu. Ég skil ekki ennþá að einhver hélt að við værum þríburar þegar við vorum yngri. Erum við það líkar vinkonurnar?



puss

Sunday, June 17, 2007

HÆ HÓ JIBBÝJEI OG JIBBÝJEI ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ

Þá er þjóðhátíðardagurinn runninn upp bjartur og fagur (alla vega hjá mér, veit ekki hvernig veðrið er heima). Þegar ég sagði frá því í vinnunni í gær að í dag væri þjóðhátíðardagur Íslands, var ein fljót að grípa það og spurði hvað ég ætlaði að bjóða uppá. Þar sem ég er gjörsamlega andlaus hugsa ég að ég bjóði nú bara uppá eitthvað með súkkulaði (kom þetta einhverjum á óvart?).

Að síga niður úr þyrlunni var ekkert nema gaman=) ég efast um að ég sé lent, svíf enn uppi í skýjunum. Hrafnhildur tók myndir þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn einhverri mynd af okkur hérna síðar.

Eitt sem mér finnst skemmtilegt við nýja vinahópa er þegar maður skapar hefðir. Ég var boðin í fyrra að halda uppá Jónsmessuna (midsommar) með hóp úr vinnunni. Ég er boðin aftur í ár og var spurð hvort ég gæti ekki gert eftirréttinn aftur, skapa pínu hefð. Ég gerði jarðaberjaostaköku í fyrra, er einhver með hugmyndir að eftirrétt í ár, eina skilyrðið er að í honum séu jarðaber.

Jæja, ætla að kíkja í skápana mína og sjá hvað ég get boðið vinnufélögunum uppá í kvöld.

Farið varlega í skrúðgöngunni, candyflosinu og risasleikjósnuddunum...

þjóðhátíðarkveðja

Tuesday, June 12, 2007

Í gær var fyrsta vaktin mín þar sem ég fór í bráðaútköll með sjúkrabílnum. Vona bara að þessi vakt segi ekki til um hvernig þessar vaktir mínar verði því ég fékk 3 útköll (eru venjulega um 1 á dag) og fékk í bónus mynd af mér í blöðin hérna í morgun=)

Komst heim á endanum, flugið fór í loftið kl 22 þannig að ég var komin hingað heim kl 7 um morguninn, var frekar þreytt í vinnunni í gær.

Sumarið virðist vera komið, hitinn um 25°C, ekki slæmt fyrir svona eðlur eins og mig.

Ég og Hrafnhildur förum svo á þyrluæfingu á föstudaginn, þ.e. læra hvernig við eigum að vinna í þyrlunni ef svo ber undir að við þurfum að fara með þyrlunni í útkall og eigum svo að prófa að síga. Spennandi vika framundan.

puss
Anna Dóra

Sunday, June 10, 2007

Af hverju ég.....
Fluginu mínu seinkar í dag, átti að fara í loftið kl 16 en núna er það áætlað kl 21, nákvæmlega sama gerðist fyrir ári síðan þegar ég átti að fara heim. Veit svosem ekki af hverju seinkunin er en þetta þýðir að ég lendi um 2 í nótt og verð komin heim til mín um 6 í fyrramálið og svo á ég að mæta í vinnu á hádegi. Það er óskandi að ég nái þá að sofa í fluginu. Annars á ég ekkert smá erfitt með að sofa hérna, það er barasta alltof bjart á nóttinni. Note to mamma og pabbi, kaupa myrkratjöld fyrir svefnherbergisgluggana.

Vildi bara deila smá pirringi með ykkur
See u
hugs
Anna Dora

Saturday, June 09, 2007

Hæ hæ komin á klakann.
Búin að laga commentakerfið, þannig að núna er hægt að skrifa comment aftur=)
Flýg heim á morgun, byrja á að skella mér í afmæli til Ingu Rúnar minnar, pæjan er að verða 12 ára.
Afmælisprik dagsins fær hún Ágústa mín, pæjan verður með svaka partý í kvöld og að sjálfsögðu mæti ég á nýju sætu skónum mínum.


Pæjukveðjur
Anna Dóra

Monday, June 04, 2007

Hi hi
Erum komin aftur til Orlando eftir yndislega 10 daga a Bahamas, eg get sko maelt med frii tar. Loftslagid atti mjog vel vid mig, ekki of heitt rumar 30gr a hverjum degi reyndar frekar rakt tannig ad eg atti bad hairday naestum daglega og slettujarnid var ekki ad virka. Vegna hitans er allt svo afslappad og laid back einhvern veginn engum liggur a. Hotelid sem vid vorum a var bara flott og allt innifalid, bara ad syna armbandid titt a barnum, veitingastadnum og madur fekk tad sem madur vildi. Hotelin verda reyndar bara flottari og flottari. Nuna erum vid i 100 m2 ibud med bara 4 sjonvorpum og dvd spilurum, 2 nuddpottum og hallaerislegt 1 sturta en eg hugsa ad vid komumst oll i hana=)
Nuna eru bara eftir nokkrir dagar, teim verdur liklegast eytt i ad versla pinu og svo verdum vid ad sjalfsogdu ad fara aftur i Disneyworld og kvedja Mikka mus og felaga.
Vildi bara bidjast sma afsokunar, var ad breyta utlitinu a sidunni minni og comment datt ut, eg tarf bara ad laera a hvernig eg get sett tau inn aftur.
Solarkvedja
Anna Dora

Tuesday, May 15, 2007

Frekar kúlt!!



create your own visited country map

Svona lítur minn ferðaheimur út, setti Florida og Bahamas með. Samkvæmt þessu hef ég komið til 8% landa í heiminum og fólki finnst ég ferðast mikið =D


Afmælisprik dagsins fær HALLDÓR ÓSKAR hann er 5 ára í dag ;-)
Njótið dagsins.

Anna Dóra

Sunday, May 13, 2007

Þá er Eurovision lokið þetta árið. Af hverju er það að maður segir eftir hverja keppni "nei þetta gengur ekki lengur ég ætla ekki að fylgjast með þessu á næsta ári" hvað gerist svo jú ég safnaði saman hóp af stelpum og við skemmtum okkur ágætlega yfir keppninni í gærkvöldi. Við veifuðum með sænska og íslenska fánanum (Ísland átti jú að vera með, varð svolítið sár þegar ég las á mbl að Eiki beib hefði verið 14 stigum frá úrslitakeppninni) Fyrir utan Svíþjóð (að sjálfsögðu) var Úkraína í uppáhaldi hjá okkur lalalalalalalalala þokkalegt sem þetta lag verður spilað á diskóum í sumar. Gaman að sjá á mbl að við fengum fullt hús stiga frá frændum okkar, Svíum, Norðmönnum og Finnum og 10 stig frá Dönum=)

Á þessum tíma á morgun verð ég að reyna að koma mér vel fyrir í flugvélinni, vonast eftir meðvind svo ég komist fyrr heim. Á föstudaginn höldum við svo áfram á vit ævintýranna, vá hvað ég hlakka til.

Btw ég náði sjúkrabílaprófinu, tók það eftir vinnu í gær=)

Sjáumst á morgun
Anna Dóra

Wednesday, May 09, 2007

Aðfaranótt mánudags hringir síminn, þetta er mamma að láta mig vita að afi sé dáinn. Þó svo að ég hafi vitað að þetta væri yfirvofandi er alltaf erfitt að missa einhvern. Afi hefur jú alltaf verið til. Það er ekki oft sem mér verður illt í hjartanu mínu en þegar ég talaði við mömmu í símann fann ég hversu þungt hjartað sló í takt við tárin sem streymdu niður kinnarnar. Minningarnar eru endalausar. Þó svo að ég trúi ekki á mikið, ímynda ég mér og vill trúa því að núna séu afi og amma loksins saman á ný.

Sjáumst í næstu viku
Anna Dóra

Saturday, May 05, 2007


Vá hvað það var gaman í gær. Við vorum með vinnupartý í gær, kveðjupartý fyrir nokkra eru hætt að vinna hjá okkur. Ég sló víst í gegn þegar ég kom hlaupandi inn undir sírenuvæli sem einn vinnufélaginn (hann komst því miður ekki og einhver varð að taka á móti gjöfinni hans) fólk átti að reyna að giska á hver ég væri og það var víst ekki erfitt. Ég sagði bara uppáhaldsfrasann hans, að þau vildu bara líkama minn en það væri allt í lagi því það væri nóg til handa öllum;-)
Við fórum svo nokkur áfram niður í bæ, Jessica var með bílinn minn í láni og sótti okkur, veit ekki hvort ég þori að segja frá því en við vorum 7 sem klemmdum okkur inn í bílinn minn, geri aðrir betur. Af því að við fórum niður í bæ varð ekkert úr eftirpartý hér í DÚFNAHÓLUM 10 :D, Hrafnhildur hafði nefnilega spurt á morgunfundi í vinnunni hvort það yrði eftirpartý hjá mér og það tóku allir vel í það, skil ekki afhverju.
Eurovision næstu helgi, ég er búin að segja stelpunum í vinnunni og að sjálfsögðu Jessciu að það verði opið hús hérna fyrir þá sem vilja koma.
Bara 8 vaktir í SUMARFRÍ

Njótið dagsins, ég veit að ég ætla að gera það, er boðin í grill til Hrafnhildar á eftir mmmmmm....

Anna Dóra

Friday, April 27, 2007

Hahahaha

Voruð þið búin að sjá Will Farell í þessarri ógeðslega fyndnu stuttmynd. Ég grét úr hlátrí, ok maður á kannski ekki að kenna litlum börnum svona "fín" orð en útkoman er bara fyndin.

Ekkert nýtt annars, var í morgun í fyrsta skipti með gjörgæslusjúkling í súrefniskútnum, gekk barasta vel, ég svæfði viðkomandi fyrr í vikunni og það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið hressari hann er í dag, átti ekki alveg von á því.

Ha det bra
Anna Dóra

Sunday, April 22, 2007

Ég lofaði víst að segja ykur frá æfingunni svo hér kemur gróft rapport annars yrði þetta alltof langt, það verður langt rapport engu að síður.

Þetta var bara gaman. Þriðjudeginum eyddum við í að læra að rata um bátinn, við erum að tala um 7 hæðir, einnig prófuðum við að kúturinn virkaði og að allir gætu "kafað" athuguðum hvort klóið og sturtan virkuðu undir þrýstingi, ekki gaman að vera með 30 manns innilokaða í sólarhring án klósetts. Við erum að tala um hrottalega stórann kút, 4 kútar í einum. Okkur var skipt upp í 2 teymi og svo unnum við 4 klst vaktir og hvíldum okkur í 4 tíma. Ef þetta hefði verið í alvörunni hefði maður fengið að vera inni í kútnum allan tímann.
Miðvikudagurinn var svo stóri dagurinn. Það var safnast saman undir þyrlulendingarstaðnum og við fengum fréttirnar, kafbátur hafði sokkið og við erum á leið að bjarga 28 manna áhöfn. Við notuðum URF (ubåtsräddningsfartyg= lítill kafbátur sem leggst utaná kafbátinn sem á að bjarga svo áhöfnin geti farið á milli) URF er síðan tekinn um borð í skipið og festur á þartilgerðan hólk og áhöfnin klifrar niður í súrefnisklefann. Við tókum á móti áhöfninni og athuguðum áverka og annað og forgangsröðuðum hvert þau ættu að fara (það er ein sjúkrastofa fyrir 2 sem eru mest skaðaðir). Ég var í sjúkrastofunni og var með 2 sjúklinga. Þar sem þetta var æfing var nú ekki annað hægt en að láta margt gerast, enda stoppuðu sjúklingarnir ekki lengi í sjúkrastofunni því alltaf varð einhver annar veikari og þurfti á plássinu að halda. Svo til að gera allt skemmtilegra fékk einn af starfsmönnunum brjóstverki og líklegast hjartaáfall þannig að það var ákveðið að flytja hann með þyrlu á næsta sjúkrahús (allt í plati að sjálfsögðu) þannig að þegar hann kom út úr kútunum var hann spenntur á sjóbörur og svo fengu 4-5 sterkir hermenn að bera hann upp í sjúkrastofu bátsins (4-5 hæðir, þröngir gangar og brattar tröppur) og þar hættum við. Þannig hélt æfingin áfram allan tímann eitthvað nýtt sem gerðist og við þurftum að endurskipuleggja forgangsröðunina.
Læknirinn sem skipulagði æfinguna var mjög ánægður með okkur, fannst við virkileg fagleg í öllum okkar vinnubrögðum (alltaf gaman að heyra það). Eins og ég sagði þá var þetta bara gaman, Krister hin svæfingahjúkkan sem var með mér var með myndavél þannig að ég sé til hvort ég geti sett inn einhverjar myndir hérna við tækifæri.

Við fengum að klifra niður í URF á mánudeginum og omg hvað þetta er þröngt, en ég hugsa að manni sé svo sem sama um smá þrengsli þegar maður hefur lifað af kafbátaslysið, hvað haldið þið.

Hjálp hvað þetta varð langt hjá mér, vona að þið skiljið eitthvað af þessu, annars er bara að hafa samband.
pussiluss

Sunday, April 15, 2007

Í sól og sumaryl......

Vorið hefur heldur betur minnt á sig þessa helgina, sólskin og 20°C, bara að njóta þess meðan á því stendur því þegar líður á vikuna tekur hið hefðbundna aprílveður með 10°C við. Í gær var markmiðið að sýna leggina, hvert sem maður leit var fólk í stuttbuxum, misstuttum reyndar en flestir reyndu að sýna smá leggi. Mér fannst ég frekar útúr í venjulegum gallabuxum. Var að hugsa um að bæta úr því í dag, skella mér í pils, kaupa blaðið og finna mér einhvern fínan stað til að sitja á og njóta vorsins.

Vissi annars að það myndi borga sig að fara að vinna í súrefniskútnum, af hverju? Jú ég fæ að vera með á kafbátaæfingu núna þriðjudag og miðvikudag JEI, við verðum umborð í risabát (ælta að kaupa aukabyrgðir af sjóveikityggjói, verð ekki þreytt af því) og erum tilstaðar ef eitthvað skyldi gerast. Þokkalega svalt. Segi ykkur betur frá því í næsta innleggi.

Ætla að skella mér út í sólina
Kveðja
Anna Dóra

Thursday, April 12, 2007

Hæ hæ vildi bara deila með ykkur að ég er orðinn stoltur eigandi þessarar líka glæsilegu uppþvottavélar sem þið sjáið hérna til hliðar. Keypti hana notaða af þessu líka yndislega pari í dag =)

Afmælisprik dagsins fær Helga Dís, litla greyið er orðin 19 ára.


kveðja
Anna Dóra

Sunday, April 08, 2007

Seint leiðist ágjörnum aurasafnið

Gleðilega páska öllsömul

páskakveðja
Anna Dóra

Monday, April 02, 2007

Var einhver annar en ég sem hljóp apríl í gær?
Jessica hræddi mig ansi skemmtilega í gærmorgun með því að spyrja hvort ég væri búin að skila inn skattskýrslunni!! Nei svara ég "þú verður að vera búin að skila henni fyrir þriðjudag" fæ ég þá, ég byrja að segja að ég hafi nú ekki fengið neitt bréf frá skattinum og þurfi nú barasta að hringja á morgun (lesist í dag) og redda þessu. Þá gat hún ekki haldið sér lengur og hrópaði 1.apríl. Hún má nú eiga það stelpan að þetta var frekar gott aprílgabb.
Heyrði annars einn góðan í gær. Það var gamla parið á áttræðisaldri sem ákvað eitt föstudagskvöldið að láta vel að hvort öðru. Eitthvað átti nú sá gamli erfitt með að fá hann upp en datt það snjallræðið í hug að nota skóhorn sér til aðstoðar. Jú það gekk vonum framar. Í miðjum klíðum heyrist svo í öðrum eggjastokknum "jæja þetta er víst í síðasta skipti sem hann kemur í heimsókn" nú svarar hinn "já sérðu ekki hann kom inn á börum"................

Frekar góður þessi
Deilið nú með mér hvort þið hafið látið gabbast í gær, ekkert til að skammast sín yfir
puss o kram
Doris

Friday, March 16, 2007

Þá er námskeiðið alveg að verða búið. Hópurinn ætlar að skella sér út að borða í kvöld til að ljúka námskeiðinu með stæl....... Annars var þetta mjög skemmtilegt námskeið þó svo að það hafi verið erfitt. Við prófuðum að kafa niður á 50 m dýpi og ég get sagt ykkur að það er ódýrasta fyllerí sem ég hef farið á. Það var ekki hægt að tala við hina vegna þess að maður hljómar eins og skríplarnir þ.a.l. hlógum við eins og bjánar, við fengum síðan reikningsdæmi sem við áttum að leysa þarna niðri og ég get sagt ykkur það að maður hugsar ekki mjög skýrt. Ég gat ekki reiknað 2+2 x 1,5 =) Fengum heimaverkefni og í dag praktíska æfingu. Við vorum með dúkku sem sjúkling og áttum að taka fram allt sem við gætum þurft að hafa með okkur niður í súrefnisklefann, hvernig við myndum forgangsraða lyfjunum o.s.frv. og svo kom sjúkrabíll og sótti okkur (alveg eins og í alvörunni) ég og ein önnur sátum svo í sjúkrabílnum á leiðinni inn á herstöðina. Þegar við vorum komin þangað þá var bara að setja í gang og við lékum meðferð, köfuðum niður á 15 m dýpi á áttum að hjúkra dúkkunni á meðan. Ekkert smá frábær vika, í næstu viku tekur svo alvaran við, þá eigum við að vera með alvöru sjúklinga, fyrst er ég aukalega og svo ein......
Bráðum tekur svo við námskeið í fyrstu hjálp þar sem ég fer að byrja á sjúkrabílnum líka.
Ekki má svo gleyma að ég ætla að læra að kafa þannig að það er mikið um að ske hjá minni þessa dagana.

Langt og kannski leiðinlegt rapport fyrir ykkur, ég skemmti méralla vega konunglega
Ha det bra
Doris