Saturday, September 20, 2008

Verð að segja ykkur frá brálæðislega fyndnu atviki sem ég lenti í í vikunni. Þetta var á eitt kvöldið og síminn hringir og ég svara bara eins og venjulega JáHalló. Viðkomandi kynnir sig og segist vera að hringja frá sifo til að gera skoðanakönnun (eins og gallup) og spyr síðan hvort það sé einhver fullorðinn heima!! FULLORÐINN ég er fullorðin svaraði ég þá og neitaði að taka þátt í skoðanakönnunninni=) btw hann var ábyggilega yngri en ég. Ég vissi að ég lít út fyrir að vera yngri en ég er en að ég hljómi eins og barn í símanum hafði ég ekki hugmynd um. Greyið er kannski nýr í starfinu og fer eftir einhverjum vinnureglum sem hann er með á blaði fyrir framan sig, hvað veit ég, ég nennti bara ekki að eyða 30 mín í að tala við einhvern gaur fyrir 3 spurningar sem verða síðan notaðar í úrtakið.

Sunday, September 14, 2008

Hvað haldiði Doris er komin á dansnámskeið. Ég er að læra að bugga, þetta er sænskur dans, ætli hann sé ekki líkastur jitterbug eða swing en er samt ekki það sama. Kíkið á þetta klipp, nú er ég ekki orðin svona dugleg ennþá, fyrsti tíminn var bara í dag. Þetta grunnnámskeið er 10 skipti, hver veit ef þetta er ógó gaman þá held ég ábyggilega áfram eftir áramót.
Varð bara að deila þessu með ykkur, því þetta var svo gaman, hvet eiginlega bara alla til að skella sér á dansnámskeið=)
Bið að heilsa í bili

Wednesday, September 10, 2008





















Komin heim og raunveruleikinn tekinn við þ.e. vinnan=)
Ég hafði það ekkert smá gott á Íslandi og reyndar er mjög stutt í næstu heimsókn, kem í viku í október 6.-13.okt.
Ætla að setja inn nokkrar myndir úr ferðinni (er svo ánægð með nýju myndavélina mína)

Wednesday, September 03, 2008

Ég hef það ekkert smá gott, það er dekrað við mig og ég dekra við drengina mína. Ég er orðin móðursystir, Rúna eignaðist strák 27. ágúst, hann var skírður í kvöld og heitir Jónas Sigurður flott nafn á flottan strák.
Á morgun kemur Jessica í heimsókn og verður fram á sunnudag. Ég veit svosem ekki hvað við munum bralla en eitt er víst að við munum kíkja út á lífið um helgina í partycapital of the world!!
Ég fer svo heim 8. sept og þá heldur gleðin áfram=)
Veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur, kannski bara bíp eins og Óli Stef=)
Bið að heilsa ykkur í bili
Kveðja
Anna Dóra

Sunday, August 24, 2008

TIL HAMINGJU MED SILFRIÐ. Vá hvað ég er stolt af handboltastrákunum, silfur á ólympíuleikunum er enginn smá flottur árangur. Þó svo að þeir hafi hitt ofjarla sína í dag þá gáfust þeir ekki upp. Efast reyndarum að Frakkarnir myndu sigra okkur svona rosalega á góðum degi þegar allt gengur upp. Það er eins og Siggi Sveins og Palli Ólafs sögðu í morgun eftir leikinn að eftir tapleiki þá eru 300 þús þjálfarar á landinu- allir vita hvað fór úrskeiðis og hvernig megi bæta það=)
Við bíðum ennþá spennt eftir að bumbi láti sjá sig, spennan í síðustu leikjum hefur ekki flýtt fyrir fæðingunni eins og við héldum, nei þessu barni virðist ekki vera að liggja mikið á- ætli það eigi líka eftir að líkjast uppáhalds frænku sinni?
Maggi kallar- æsispennandi keppni í BUZZ bíður
bið að heilsa í bili
ÁFRAM ÍSLAND

Thursday, August 14, 2008

Nú er mikið búið að vera um að ske á mínu heimili.
Síðasta fimmtudag gerði stórfjölskyldan innreið sína hér í Karlskrona, mamma, pabbi, Maggi, Halldór Óskar og Hermann Ingi mættu á svæðið. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur. Við skoðuðum gamlan kastala úti á Aspö og borðuðum kvöldmat þar, erum búin að fara til Vimmerby í Astrid Lindgren garðinn (veit reyndar ekki hver skemmti sér best) gaman að sjá hvar Lína, Emil, Ronja og hinar söguhetjurnar búa. Við fórum til Kosta og Transjö að kíkja á glerlist hjá pabba vinkonu minnar. Í dag fórum við í barnens gård og hetjurnar mínar fóru einir á hestbak ég mátti sko ekki hjálpa þeim, ef ykkur dettur í hug að þeir hafi farið á shetlandsponyinn sem var í boði, well ég held nú síður, það átti að fara á STÓRA hestinn.
Á morgun fara þau svo til Köben, held það verði nú tómlegt og hljótt í kotinu þegar þau verða farin. Styttist reyndar í að ég komi til Íslands, kem seint um kvöld næsta fimmtudag og verð til 8.sept.
Læt þetta duga í bili.
kramar

Saturday, July 26, 2008


Eins og pabbi benti svo réttilega á lítur allt út fyrir að ég sé enn á Íslandi, ég er búin að vera heima í tæpa viku. Hef svosem ekki gert svo mikið af mér, unnið, skellt mér á ströndina og kíkt á pöbbinn. Planið fyrir daginn er að fara á ströndina, skella mér í sjóinn og svo djamma, djúsa og dansa í kvöld. Ég er nefnilega í vikufríi, á ekki að mæta fyrr en aðfaranótt föstudags í vinnuna=)
Fór í gær og keypti mér þennan forláta fák, dumbrauðan crescent og núna verður sko farið að hjóla aftur=) Bið að heilsa í bili, sólin kallar

Monday, July 14, 2008

Er enn á Íslandi og búin að hafa það mjög gott. Búin að fara x2 í bíó, sá fyrst kung-fu panda með drengjunum mínum og Rúnu og hún var frábær, mæli með henni þið sem eruð ekki búin að sjá hana. Fór svo á sex and the city í gærkvöldi með Rúnu, Ingu Rós og Gígju, gaman að fara með stelpunum á stelpumynd. Ég fíla þættina þannig að mér fannst myndin skemmtileg. Ég er búin að eyða helling af pening (einhver verður að reyna að bjarga efnahagsástandinu á þessu landi ekki satt) og fara í Slakka með bræðurna, það var reyndar mjög gaman. Búin að hitta saumó og familíuna. Er einnig búin að vera tíður gestur í salalaug í kópavogi, mamma og Ásdís hafa skellt sér í ræktina og ég í sund á meðan. Hef reyndar ekki nennt núna í rigningunni síðustu daga. Er að fara í nudd í Laugar í kvöld og svo á annan stað á morgun. Er hægt að hafa það betra, ég held ekki.
Læt þetta babl duga í bili.
kveðja
Anna Dóra

Thursday, July 03, 2008

Hæ hæ ég er ennþá á lífi en ekki mikið meira það. Partýið á laugardaginn var ekkert nema skemmtilegt, sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn skemmtilegur en ég var farin að jafna mig um hádegið. Þá var haldið til Köben og tónleikarnir voru meiriháttar, hann söng reyndar ekki born in the USA en who cares hann söng mörg önnur góð lög, hann er ekkert smá flottur kallinn 58 ára og hoppaði um sviðið eins og unglingur. Við keyrðum beint heim eftir tónleikana þannig að ég skreið undir sæng um hálffimmleytið og neyddist til að vakna um 9 til að fara með bílinn í skoðun, var reyndar fljót að skríða uppí rúm eftir það. Þegar ég vaknaði fór ég með Josefin og vinkonu hennar til Öland og við fórum á dansiball (Geirmundur Valtýsson dæmi) ég lærði að dansa foxtrott =) annar hver dans er foxtrott og hinn er bugg. Ég fékk að dansa alveg helling. Við sváfum síðan í tjaldi (fyrsta útilegan í Svíaríki) og keyrðum svo beint í vinnuna á þriðjudeginum. Við ætlum að fara aftur til Öland í kvöld og dansa en keyra heim eftir ballið. Fer svo á kvöldvakt föstudag og laugardag áður en ég flýg heim á sunnudagsmorgun. Hugsa að ég eigi eftir að lognast þokkalega útaf í fluginu heim, ég er ennþá þreytt eftir helgina, eins gott kannski að maður er að fara í smá frí.
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris

Saturday, June 28, 2008

Mikið um að vera þessa helgina eins og oft áður. Í gær kom vinur minn í heimsókn og gisti hér í nótt, hann er að hlaupa maraþon og Hrafnhildur hálfmaraþon í dag (ég veit ég verð líka þreytt við tilhugsunina). Við ætlum að hittast núna eftir hlaupið og spjalla yfir kaffibolla. Eftir það ætla ég út á Aspö þar sem annar vinur minn á sumarhús og við ætlum að tjalda og vera með smá útilegudjamm nokkur úr vinnunni, lengi síðan síðast. Á morgun er svo Brúsi í idrottsparken í köben, Josefin og Caroline fara með okkur, þokkalegt girlpower=) Styttist í sumarfrí bara 6 dagar og 4 vaktir og þið vitið hvað það þýðir Iceland here I come.

Bið að heilsa í bili
kramar

Tuesday, June 17, 2008

HÆ HÓ JIBBÝ JEI OG JIBBÝ JEI ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ
Til hamingju með daginn allir. Ég hálfvorkenni Svíunum þegar ég segi þeim frá því að við höldum uppá þjóðhátíðardaginn hátíðlega. Nema hvað eins miklar þjóðarrembur og við erum.
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu fréttunum sem ég fékk í gærkvöldi. Hrafnhildur hringdi og spurði hvort ég vildi fara með henni á tónleika í Parken í Köben þann 29. júní með engum öðrum en GOÐSÖGNINNI Bruce Springsteen. ÉG HELD ÞAÐ NÚ, bíð bara eftir að hún fái staðfest miðakaupin og þá erum við á leiðinni á tónleika.

Vildi bara deila þessu með mér, njótið frídagsins þið heima, aðrir þurfa að vinna fyrir laununum sínum;-)

Sunday, June 15, 2008

Vá mér líður eins og versta unglingnum!!
Búin að vera úti á lífinu 3 kvöld í röð, það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast. Byrjaði í stúdentsveislu á fimmtudaginn, við vorum með vinnupartý á föstudaginn sem endaði niðri í bæ (nema hvað) og svo fórum við út að borða 4 úr vinnunni í gærkvöldi og enduðum á djamminu með strákunum = bara skemmtileg helgi.
Vinnupartýið heppnaðist alveg svaðalega vel, við erum ótrúlega duglegar að skipuleggja svona partý þó ég segi sjálf frá. Við sungum meira að segja krummi krunkar úti, óhætt að segja að það hljómaði betur þegar ég söng ein en þegar svíarnir tóku undir (og ég er enginn söngvari).
Fleiri partý sem bíða, jónsmessan um næstu helgi, og svo ætlum við sem erum skemmtileg í vinnunni (eiginlega bara svæfingahjúkkur og -læknar, nema hvað) að djamma úti á einni af eyjunum hérna 28.júní, hver veit nema við skellum upp tjaldi og gistum. Mikið um ske í djamminu þessa dagana.

Bið að heilsa í bili

Saturday, June 07, 2008

Vá hvað tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér=)
Í dag eru Caroline og Jessica að koma til mín, við ætlum að grilla og slúðra og seinna í kvöld mun the dynamic duo (Doris og Jess) vonandi fleiri taka schlager með trompi, nema hvað, orðið alltof langt síðan síðast. Var á afterwork á fimmtudaginn, við sátum úti til kl 1 spjölluðum, þjóruðum bjór og bara almennt höfðum mjög gaman. Næsta vika fullskipulögð, vinna mánudag-fimmtudags. Vaka pæja verður stúdent á fimmtudag, vinnupartý á föstudag og svo ætla ég að hjálpa vinafólki mínu að flytja laugardag og sunnudag.
Bara mánuður í að ég komi heim í smá frí, hlakka ekkert smá til að fá smá frí og vitiði hvað er það besta, ég ætla ekki að vinna neitt, bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.

Best að skella sér útí sólina aftur

Saturday, May 31, 2008


Verð að segja ykkur frá því hvað ég gerði í gær. Eins og þið kannski vitið þá elska ég höfrunga. Þessi 2 skipti sem ég hef synt/kafað með þeim eru ein af hamingjusömustu klukkutímunm í lífi mínu. Meira segja þegar ég var lítil langaði mig í höfrung sen gæludýr og fannst ekkert sjálfsagðara en að pabbi myndi byggja sundlaug í garðinum fyrir hann=) Núna á ég minn eiginn höfrung í formi húðflúrs á hægri rist. Mig hefur langað í húðflúr í mörg ár en ekki vitað hvaða mynd ég ætti að fá mér fyrr en núna og ég lét verða af því og sé ekki eftir því, ef ég á að vera heiðarleg þá get ég ekki hætt að horfa á höfrunginn minn.
Kveðja úr sólinni og hitanum
Get nú ekki kvatt án afmæliskveðja til púkanna minna, Hermann Ingi er 3ja ára í dag, og Halldór Óskar varð 6 ára þann 15. og á morgun verður (ef ég þekki systir mína rétt) svaðaleg veisla.
Anna Dóra

Sunday, May 25, 2008

Hæ hæ, vá hvað þau stóðu sig vel í Belgrad í gær. Ég var í Eurovisionpartýi og að sjálfsögðu hringdum við inn okkar atkvæði fyrir Ísland, ég fór reyndar heim að keppni lokinni, ólíkt mér já ég veit en ég hafði góða ástæðu. Mér tókst nefnilega að detta af hestbaki á föstudaginn og er frekar blá og marin, hægri rasskinnin er tvöföld bæði af bólgu og mari. Við fórum á stökk og merin sem ég var á vildi fara mun hraðar en ég. Þegar ég var að reyna að hægja á henni missti ég jafnvægið og flaug af baki. Lenti sem betur fer á hliðinni (þakklát fyrir hvað ég með stóran rass svona einu sinni) mér er reyndar dru.... illt en þetta hlýtur að gróa áður en ég gifti mig ;-) Ég er reyndar þakklát (ef maður má orða það þannig) fyrir að hafa bara marist illa, ég trúi varla ennþá að ég hafi ekki brotið eitt einasta bein í líkamanum eða að neinn hestur hafi stigið á mig.
Ætla að láta þetta duga í bili
Kveðja
ein lurkum lamin

Friday, May 23, 2008

Vá en gaman, við komumst áfram í úrslit eurovision og ekki bara við heldur öll norðurlöndin. Langt síðan það hefur gerst. Sá að veðbankarnir eru á fullu í að spá um úrslit keppninnar, bjóða meira að segja upp á veðmál norðurlandanna á milli=)
Er að fara á hestbak á eftir, þeir eru með íslenska hesta hérna fyrir utan Karlskrona, við erum 10 úr vinnunni sem erum að fara saman, verður mjög gaman. Fer svo í brúðkaup á morgun, hef mestar áhyggjur af því hvort ég geti setið í kirkjunni=), síðan verður Eurovisionpartý um kvöldið, langt síðan ég hef haft svona uppbókaða helgi.
Við skiluðum inn síðasta verkefninu fyrir skólann í gær, yndisleg tilfinning þegar maður er búinn að vinna verkefni þegar maður getur loksins skilað því af sér. Við fengum reyndar þokkalegt áfall þegar við ætluðum að klára verkefnið í gær. Ég opna skjalið sem við höfðum sparað á USB-minninu mínu og fáum upp 9 bls af ÿ. Það vildi til að við höfðum prentað út eintök af verkefninu og svo átti ég upprunalega verkefnið á tölvunni minni hérna heima þannig að þetta reddaðist nú allt saman, tók bara aðeins lengri tíma en við áttum von á. Næsta fimmtudag kynnum við síðan verkefnið, vekjum vonandi smá umræður í kringum það og að sjálfsögðu góða einkunn eða? Vona bara að það gangi vel og við náum.
Ætla að fara að taka mig til, ætla að kíkja í eins og eina búð áður en ég fer af stað út í óvissuna á íslenskum hesti uppöldum í svíaríki.... hvernig ætli það gangi.

Sunday, May 18, 2008

Var í partýi í gær og ég og Jessica byrjuðum að velta þessarri spurningu fyrir okkur.
Ætli maður sendi frá sér hættulega geisla þegar maður er einhleypur? Við vorum í innfluttnings/þrítugsafmæli hjá Caroline og Patrik, ég stoppaði bara stutt þar sem ég var á leiðinni á næturvakt en....
við ákváðum að setjast í stofuna því þar sátu flestir og mingla aðeins, svo þar sem við sitjum og spjöllum uppgötvum við að við erum allt í einu orðnar bara 2 eftir í stofunni, allir hinir eru komnir inn í eldhús (líklegast jafn svangir og við farnir að bíða eftir matnum) en þar sem meirihlutinn var pör fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður sendi frá sér einhverja hættulega geisla VARÚÐ EINHLEYPAR KONUR. Hvað haldið þið?
Frétti síðan að uppáhaldsumræðuefnið mitt hefði verið dregið upp meðal allra, jú þið giskuðuð rétt, brúðkaup, barneignir og húsakaup. Þá var nú barasta ágætt að sitja á sófanum í vinnunni og horfa á imbann get ég sagt ykkur. Erfitt þegar umræðuefnið verður svona einhæft, sérstaklega þar sem þetta liggur ekki í mínu áhugasviði í augnablikinu.
Þegar farin að hlakka til næstu helgar, er að fara á hestbak næsta föstudag með stelpunum í vinnunni, og brúðkaup á laugardaginn, svo er náttúrulega Eurovision á laugardaginn líka, áfram eurobandið eða?
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra, aka Doris

Thursday, May 08, 2008

Þá eru mamma og Halldór Óskar farin, mikið var nú gott að hitta þau. Við enduðum ferðina í Kaupmannahöfn og hittum Magga bróðir sem er í útskriftarferð með lögguskólanum. Við skelltum okkur í dýragarðinn og svo út að borða. Svipurinn á Halldóri var yndislegur þegar ég las fyrir hann matseðilinn, kengúruborgari og krókódílakjöt, hann valdi fisk og franskar.
Var í gær á vettvangsæfingu fyrir rútuslys, mjög gaman og ég held að maður hafi gott af því að prófa hversu erfitt það er að bera 10 manns út úr rútu sem liggur á hliðinni, þar sem fólk liggur þvert og endilangt um alla rútu. Sumir höfðu klifrað og fest sig í bílbelti í hliðina sem var upp í loft og ég get lofað ykkur að það var ekki auðvelt að ná þeim niður. Vona bara að maður eigi ekki eftir að lenda í þessum aðstæðum í raunveruleikanum.

Bókaði ferð heim til Íslands í gær í sumarfríinu mínu, verð á skerinu 6-19. júlí, ætla bara að slappa af, leika við drengina mína og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.

Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla út að labba í góða veðrinu, bara sól og 20°C =)
kramar
Doris

Tuesday, April 22, 2008

Vorið er greinilega komið í Svíaríki, hvernig veit ég það... Jú búin að uppgötva fyrstu könguló sumarsins í loftinu á svefnherberginu mínu. Kvikindið féll fyrir dauðlegum geislum gluggahreinsiefnis, því miður datt hún á koddann minn þannig að ég þurfti að skipta um koddaver, annars hefði ég ekki getað sofið í rúminu mínu (hrollur).
Verð annars að deila út smá prikum.
Maggi bróðir fær hetjuprik fyrir að vera orðin LÖGGA, hann útskrifaðist síðasta föstudag. og Litla skrímslið fær afmælisprik, já ég veit að það er erfitt að trúa þessu en Helga Dís LITLA systir mín er orðin tvítug.

Vissi annars að allar þessar sjúkrahússápur kæmu að notum, er búin að vera með nema núna mánudag og þriðjudag sem er frá S-Afríku og gat bara talað reiprennandi spítalaensku (",) og barasta frekar ánægð með mig, hún var reyndar ánægð líka. Átti reyndar móment í morgun þegar ég var að reyna að útskýra (kunni ekki enska orðið) legsig, ég tók löngu leiðina og þegar hún skildi hvað ég var að meina segir hún já ok, prolaps. Já segi ég og roðna pínu því það er sama orð og við notum hér í Svíaríki og ég búin að fara norður á Akureyri og aftur til Reykjavíkur í minni útskýringu. Skemmtilegt með tungumál.

Pínu fréttir, en ég sótti um launalaust leyfi í dag, í nóvember og desember og er að hugsa um að koma heim og fá að vera með í barnasvæfingum. Við erum svo sjaldan með lítil börn og maður er alltaf jafn óöruggur með sig (FAKE IT TILL YOU MAKE IT) virkar ekki alltaf þó svo að maður reyni að akta kúl að ég ætla að reyna að næla mér í smá reynslu. Mig er búið að langa lengi að fá að svæfa meira börn og ákvað að drífa bara í því.

Jæja, orðin alltof mikil langloka, ætli nokkur nenni að lesa þetta til enda
Krossið fingurna fyrir leyfinu mínu

Thursday, April 17, 2008

Ég get byrjað að lifa aftur =) Var í prófi í morgun og held að það hafi barsta gengið ágætlega. Núna eigum við bara eftir að gera litla ritgerð (höfum mánuð til þess) og svo er námskeiðið búið.

Helgin í Köben var æðisleg. Við fórum á föstudagskvöldinu á ástralskan veitingastað Reef'n'beef sem er óhætt að mæla með. Ég fékk svo góðan mat, kengúru í aðalrétt og svo eftirrétt sem heitir death by chocolate sem var yndislegur. Heyrði talað um að einhver á staðnum hefði fengið raðfullnægingu án þess að stunda kynlíf;-) Fæ reyndar ennþá sæluhroll á að hugsa um þennan eftirrétt. Sorglegt ekki satt....
Annað sem var sorglegt að í fyrsta skipti átti ég erfitt með að kveðja, fór næstum að gráta þegar Rúna og Eiríkur hoppuðu úr lestinni á Kastrup og ég sat ein eftir=( En annað gleðiefni mamma og Halldór Óskar ætla að koma og heimsækja mig fyrstu helgina í maí og ÉG er í fríi.

Kveðja
Doris